Getraun: Easy A (DVD)

Ein óvæntasta mynd ársins 2010, Easy A, kom út í gær og af því gefnu tilefni að Kvikmyndir.is-menn eru afskaplega hrifnir af þessari mynd (og þ.a.l. skipum við ykkur hinum – sem ekki hafa enn séð hana – til að gefa henni séns og þá sjáið þið að hér er á ferðinni furðulega snjöll, fyndin og sjarmerandi lítil unglingamynd með einhverri heitustu leikkonu sinnar kynslóðar í aðalhlutverki en ekki einhver Clueless eftirherma – PS. er þetta ekki lengsti svigi í heimi??) ætlum við að gefa DVD eintök af henni.

Rennum aðeins yfir söguþráðinn (því það er oftast betra). Myndin segir frá menntaskólastúlkunni Olive (Emma Stone – verðandi Gwen Stacy í The Amazing Spider-Man), sem hefur alla tíð lagt mikið upp úr því að halda algerlega óflekkuðu mannorði á sama tíma og hún fer með glæsibrag í gegnum námið. Það er því mikið áfall þegar hún heyrir bekkjarsystur sína (Amanda Bynes) dreifa fölskum orðrómi um að Olive hafi misst meydóminn stuttu áður. Þessi orðrómur stækkar og stækkar, og áður en hún veit af því er Olive orðin ein eftirsóttasta stelpan í skólanum. Með hjálp frá samkynhneigða vini sínum ákveður hún að ýta undir nýja vafasama orðspor sitt. En hversu lengi getur hún haldið orðsporinu uppi án þess að gera neitt vafasamt í raun og veru?

Ef þið nenntuð ekki að lesa þennan texta þá mæli ég einnig með að þið skoðið trailerinn ásamt stuttri senu úr myndinni sem fær mig alltaf til að brosa af einhverjum ástæðum.

Leikreglur eru ekkert flóknari en venjulega. Við tökum léttan skjáskotaleik sem tengist aðalleikonu myndarinnar, Emmu Stone (enda elskum við hana allir. Grrrr). Ég mun sýna nokkrar stillur og ykkar verkefni er að maila á mig (tommi@kvikmyndir.is – vitaskuld) titlana á þessum myndum. Mjög svipað ef ekki alveg eins og við gerðum þegar við gáfum bíómiða á myndina.

1.

2.

3.

Leikurinn verður í gangi alla helgina og dreg ég úr réttum svörum í kringum miðnætti sunnudags. Ég sendi vinningshöfum póst tilbaka og þeir munu þá fá nánari upplýsingar um hvar skal nálgast diskanna sína.

Góða helgi allir.

T.V.