Rango getraunin í fullum gangi!

Jæja, þá er komið að enn einni getrauninni og það er einstaklega gaman fyrir okkur Kvikmyndir.is-pakkið að sjá hvernig þátttaka eykst stöðugt með nánast hverjum leik. Að þessu sinni er það fjölskylduvestrinn Rango sem við bjóðum á en sú mynd verður heimsfrumsýnd eftir 2 daga. Til að upplýsa þeim ekki eru alveg klárir á því hvaða mynd þetta er (ég efast ekki um að þeir spyrji sig: „Hvaða súra eðlumynd er þetta??“) þá er hér um að ræða fjórða samstarf Johnnys Depp við leikstjórann Gore Verbrinski, sem er án efa þekkastur fyrir eftirminnilegu Mouse Hunt frá 1997 með Nathan Lane og Lee Evans. Svo gerði hann víst einhverja sjóræningjatrílógíu, en hana sá eiginlega enginn. Depp lék í henni.

Rango segir aftur á móti frá kameljóni sem dreymir um hetjudáðir og ævintýri, en hingað til hefur hann eytt allri ævi sinni í búri. Þegar eigandi hans yfirgefur hann fyrir slysni í eyðimörkinni neyðist hann til að standa á eigin fótum í fyrsta sinn. Fljótlega rekst hann á smábæ þar sem íbúar halda að hann sé hugrakka hetjan sem á að bjarga þeim frá slæmum rándýrum. Þá er eins gott að hann standi sig svo hann valdi ekki vonbrigðum.

Þá er getraunatími! Og eins og áður eigið þið að svara nokkrum fisléttum barnaspurningum og senda póst á tommi@kvikmyndir.is. Þessi leikur endist fram á föstudag en um morguninn mun ég byrja að draga út vinningshafa svo hægt sé fyrir ykkur að fara á frumsýninguna, ef þið viljið. Tveir almennir miðar í boði per vinningshafa. Byrjum þá:

1. Hvað heita Pirates of the Caribbean-myndirnar fullu nafni? (já, fjórða tekin með)

2. Hvaða Johnny Depp-mynd frá 98 gerðist einnig mikið í eyðimörk þar sem karakterinn hans gekk oft í Hawaii-skyrtum?

3. Hver er besta mynd Depparans sem þú hefur séð og hvers vegna?

(ATH. Hér er augljóslega ekki hægt að fá vitlaust svar, en ég vil endilega fá góðan rökstuðning)

Gangi ykkur vel.
Kv.
T.V.


(Bill Nighy hefur sjaldan verið svalari)