Kvikmyndir sem brjóta lögmál

Vefsíðan io9 gaf nýverið út heldur betur skemmtilega töflu sem sýnir nokkrar af þeim helstu sci-fi kvikmyndum sem hafa skemmt áhorfendum í áratugi. Það getur verið erfitt að búa til ævintýramynd án þess að brjóta eitt eða tvö lögmál vísindanna, en taflan sýnir einmitt hvaða myndir brutu hvaða lögmál.

Þannig má til dæmis nefna lögmál á borð við það að hljóð berist ekki í tómarúmi geimsins né sé hægt að kveikja þar eld. Það er gaman að sjá haða myndir eru grófastar í þessum málum, en á meðan myndir eins og Apollo 13 og The Right Stuff eru með hreint sakavottorð þá er gaman að geta til þess að Star Wars myndirnar skeina sér með flestum þessara lögmála.

Listann má sjá hér fyrir neðan og gaman væri að heyra frá ykkur um aðrar myndir sem láta sér ekki nægja að fylgja reglunum.

– Bjarki Dagur