Inception langvinsælust!

Aðsóknartölur helgarinnar eru komnar inn og það ætti ekki að koma neinum á óvart að Inception skuli vera allra vinsælasta myndin á klakanum í dag. Núna hafa u.þ.b. 15 þúsund manns á íslandi borið hana augum og bíógestir fundu kannski einhverjir fyrir því að það var allt KLIKKAÐ að gera á þessari mynd um helgina. Það seldist upp á langflestar – ef ekki allar – kvöldsýningar og reiknað er með því að meirihluti áhorfenda hafi gengið út úr salnum með galopinn kjaft.

Inception er sumsé aðsóknarmesta helgaropnun DiCaprios frá upphafi, bæði hér og vestanhafs. En á sínum tíma þegar The Dark Knight kom út þá tók hún inn u.þ.b. 24 þúsund manns frá og með miðvikudagsopnuninni. Þessi aðsókn á Inception þykir samt einstaklega góð miðað við það að hún er hvorki framhaldsmynd né byggð á áður útgefnu efni. Hugmyndin er alveg frumleg og það er ljóst að innihald sögunnar sé nógu pakkað til að margir fari og njóti hennar oftar en einu sinni.

Mig langar aðeins að leggja mitt eigið álit til hliðar og benda á það sem aðrir hafa sagt um þessa mynd:

Sölvi Sigurður (notandi á Kvikmyndir.is) – „Inception er POTTÞÉTT í sama flokki og The Matrix, Dark City (Director’s Cut), Blade Runner, District 9 og Children of Men, sem sagt bestu sci-fi kvikmyndum EVER ! Inception er skildu áhorf fyrir öllum kvikmyndafíklum, bara öllum ! Þetta er eintóm klassísk, mun eldast vel og umtöluð mörg ár eftir þetta. Allir verða að sjá INCEPTION ! Ég elska þig Christopher Nolan. – 10/10.“

Heimir Bjarnason (notandi) – „Fer langt fram úr væntingum. 10/10“

Sæunn Gísladóttir (kvenkyns notandi) – „Árið 2010 hefur ekki verið frábært bíóár, það hafa þó nokkrar góðar komið út og er Inception í þeim hópi. Þetta er mynd sem að engin thriller sérstaklega sálfræði-thriler áhugamanneskja má láta framhjá sér fara. Þetta er myndin sem á að sjá í sumar!“

Meira hér.

Ef þú, lesandi góður, ert ekki ennþá búinn að kynna þér þessa lagskiptu snilld þá skaltu kippa því í lag á stundinni! Vertu fljótur að næla þér í miða á þriðjudagstilboðinu.

T.V.