Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Halloween 1978

(John Carpenter's Halloween)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

The trick was to stay alive. / The Night he came home

91 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 96% Critics
The Movies database einkunn 87
/100

Sagan gerist árið 1963 á hrekkjavökuhátíðinni í Bandaríkjunum. Lögreglan er kölluð til Lampkin götu nr. 43 og finnur þar hina 15 ára gömlu Judith Myers stungna til bana af 6 ára gömlum bróður hennar, Michael. Eftir að hafa verið á geðsjúkrahúsi í 15 ár brýst Michael út af sjúkrahúsinu kvöldið fyrir hrekkjavökuhátíðina. Enginn veit, né heldur... Lesa meira

Sagan gerist árið 1963 á hrekkjavökuhátíðinni í Bandaríkjunum. Lögreglan er kölluð til Lampkin götu nr. 43 og finnur þar hina 15 ára gömlu Judith Myers stungna til bana af 6 ára gömlum bróður hennar, Michael. Eftir að hafa verið á geðsjúkrahúsi í 15 ár brýst Michael út af sjúkrahúsinu kvöldið fyrir hrekkjavökuhátíðina. Enginn veit, né heldur vill vita, hvað gerðist þann 31. október árið 1978, nema geðlæknir Myers, Dr. Loomis. Hann veit að Michael er að koma til Haddonfield, en um það leyti sem bæjarbúar átta sig á því, er það þá þegar orðið of seint fyrir marga. ... minna

Aðalleikarar

Donald Pleasence

Dr. Sam Loomis

Jamie Lee Curtis

Laurie Strode

P.J. Soles

Lynda Van Der Klok

Nancy Kyes

Annie Brackett

Charles Cyphers

Sheriff Leigh Brackett

Kyle Richards

Lindsey Wallace

Brian Andrews

Tommy Doyle

Nancy Stephens

Marion Chambers

Nick Castle

Michael Myers

Arthur Malet

Graveyard Keeper

Tony Moran

Michael Myers (age 21)

Lisa Gerrard

Dead Mechanic (uncredited)

Tommy Lee Wallace

Michael Myers (uncredited)

Cecilia Cheung

Paul (voice) (uncredited)

Leikstjórn

Handrit


Góð mynd! Lélegur leikur og myndataka er bætt upp með góðri tónlist(á köflum), og spennandi atriðum. Sýnir okkur hvernig Michael Myers var sem barn, og er því í raun nauðsynleg ef maður ætlar að sjá fleiri Halloween myndir. Klassísk ofmetin mynd, en góð á köflum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það eina sem Halloween má eiga er góð tónlist og einstaka flott atriði en annars er hún hundléleg og afskaplega lítið hrollvekjandi. Alveg skelfilega yfirborðskennd, öll myndin gengur bara út á hnífsstungur og öskur. Með ólíkindum hvað hún er mikils metin en hún verkar allavega ekki á mig. Ein stjarna, alls ekki meira.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Myndin hefst fyrir margt löngu er Michel Myers er 6 ára gamall og tekur upp á þeim óskunda að drepa stóru systur sína með búrhníf og er því næst settur á hæli. Löngu síðar stelur hann bíl og lætur sig hverfa. Hvernig hann kunni að keyra, hafandi verið læstur inni frá sex ára aldri er ekki útskýrt. Tekur hann nú heldur betur til hendinni og myrðir mann og annan. Ljómandi fín og margfalt betri en nokkur framhaldsmyndanna. Greinileg fyrirmynd annara hryllingsmynda en fáar komast með tærnar þar sem Halloween hefur hælana. Michael Myers einn athyglisverðasti "vondikall" kvikmyndasögunnar þó hann segi aldrei orð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fyrsta Halloween myndin er mjög góð, maður var nánast hræddur meiri hluta myndarinnar. Halloween telst til að flokkast sem ein af þeim bestu hrollvekjum sem hafa verið gerðar, það er samt einn galli við þessar Halloween myndir: Hann deyr aldrei nema í síðustu myndinni. Það er það sem gerir þessa Halloween seríu svo ömurlega. Ég gef samt fyrstu Halloween myndinni 4 stjörnur. Einn punktur: Það hefði verið flottara ef hann hefði bara drepist í fyrstu myndinni, út af því að hinar myndirnar fara út í svo mikið rugl.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

30.10.2023

Risahelgi hjá Five Nights at Freddy's

Sigurvegari nýliðinnar helgar í miðasölunni í bíó á Íslandi var kvikmyndin Five Nights at Freddy´s en 6.200 manns börðu myndina augum. Myndin bar höfuð og herðar yfir myndina í öðru sæti íslenska bíóaðsókn...

25.10.2023

Hrollvekjuveisla á Hrekkjavöku í Sambíóunum

Í tilefni Hrekkjavökunnar í næstu viku ætla Sambíóin Egilshöll að sýna klassískar hrollvekjur í bland við nýrri dagana 30. - 31. október nk. Um er að ræða sex hryllingsmyndir þessa tvo daga og verður hver mynd sýnd einu sinni á dag. Í tilkynningu ...

28.08.2023

Topp 10 hrollvekjur Erlings Óttars Thoroddsen leikstjóra Kulda

Kvikmyndir.is bað hrollvekjuleikstjórann Erling Óttar Thoroddsen sem sendir frá sér myndina Kulda nú í vikunni, að taka saman lista yfir uppáhalds hrollvekjurnar sínar. A Nightmare on Elm Street [movie id=897] Ég á...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn