Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Horse Whisperer 1998

Frumsýnd: 25. september 1998

170 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 73% Critics
The Movies database einkunn 65
/100
Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir besta lag í mynd: For the song "A Soft Place To Fall".

Unglingsstúlka á hestbaki verður fyrir vörubíl. Til að flýta fyrir bata hennar og hestsins, fer móðir hennar með þau til Montana á búgarð hestahvíslara. Móðirin verður síðan ástfangin af hvíslaranum.

Aðalleikarar

Robert Redford

Tom Booker

Kristin Scott Thomas

Annie MacLean

Sam Neill

Robert MacLean

Scarlett Johansson

Grace MacLean

Dianne Wiest

Diane Booker

Chris Cooper

Frank Booker

Cherry Jones

Liz Hammond

Ty Hillman

Joe Booker

Jeanette Nolan

Ellen Booker

Leikstjórn

Handrit


Það eru þau Robert Redford og Kristin Scott Thomas sem fara með aðalhlutverkin í þessari vönduðu gæðamynd sem er að mati margra ein af mörgum úrvalsmyndum ársins 1998. Með önnur stór hlutverk fara þau Sam Neill, Diane Wiest og Scarlett Johansson, en leikstjóri er Robert Redford sjálfur. "The Horse Whisperer" eða Hestahvíslarinn er gerð eftir einni af rómuðustu skáldsögum seinni ára eftir rithöfundinn Nicholas Evans. Annie MacLean "Thomas" er ritstjóri þekkts tímarits. Þegar 14 ára gömul dóttir hennar, Grace "Johansson", lendir í skelfilegu slysi í útreiðartúr á verðlaunahesti sínum, Pílagrími, hefur það afgerandi líkamleg og sálræn áhrif á þau bæði. Annie, sem í fyrstu stendur hjálparlaus gagnvart vanda dóttur sinnar, gerir sér að lokum grein fyrir að örlög hennar og hestsins eru samtvinnuð og ákveður að leita hjálpar einhvers sem gæti tekist á við þá truflun sem hesturinn hefur orðið fyrir. Hún fréttir af manni í Montana, Tom Booker, sem sagður er geta náð sambandi við dýr betur en nokkur annar og hefur tileinkað sér tækni svonefndra hestahvíslara. Hún ákveður að pakka saman föggum sínum og heldur ásamt dóttur sinni og Pilgrim til fundar við hann. Booker "Redford" reynist vera gæddur snilldargáfu á þessu sviði og tekur þegar að glíma við þann vanda sem fyrir hann er lagður. Og Annie kemst brátt að því að hæfileikar hans á þessu sviði eru alls ekki bundnir við dýr heldur getur hann einnig tekist á við hinn mikla sálræna vanda sem Grace á við að stríða eftir slysið, auk þess að hafa áhrif á líf hennar sjálfrar. "The Horse Whisperer" er ljúf og hrífandi stórmynd sem lætur engan ósnortinn, hún er vel leikin og mjög vönduð mynd sem er þriggja og hálfrar stjarna virði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Einstaklega vönduð dramamynd og frábærlega vel leikin. Ef það er yfir einhverju að kvarta er það helst að hún er pínulítið langdregin á köflum en yfir heildina þá fannst mér þetta vera toppmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

28.08.2015

Milla eða Míla?

Þessar stórmerkilegu staðreyndir birtust fyrst í septemberhefti Mynda mánaðarins. Kevin James heitir í raun Kevin George Knipfing, en faðir hans, Joseph Valentine Knipfing er af þýskum ættum. Uppáhaldsmynd Kevins er Rocky. ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn