Náðu í appið

The Addiction 1995

The dark is their sunlight. What makes them different is what keeps them alive.

82 MÍNEnska

Kathleen Conklin er í doktorsnámi í heimspeki. Hún fer að sjá lífið og tilveruna, illskuna og mennskuna, í nýju ljósi eftir að hún er bitin af vampíru í New York borg. Nú þarf hún að laga sig að nýju lífi, og stöðuga löngun sína í blóð ....

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


The Addiction er ein af þessum hyper-lista myndum sem maður á alls ekki að sjá nema maður sé mikill aðdáandi leikstjórans eða í listamynda skapi. Ég er ekki mikill aðdáandi Abel Ferrara (þó hann hafi gert ýmsar góðar myndir, t.d. King of New York) og ég var ekki í skapi fyrir djúpa listaveislu þegar ég sá The Addiction. Myndin segir frá ungri konu (Lily Taylor) í New York. Kvöld eitt er hún bitin í hálsinn af vampýru (Annabella Sciorra) og eftir það fer hún að breytast smám saman í vampýru sjálf. Tilgangurinn og boðskapurinn er mjög greinilegur í þessari mynd; Vampýrismanum er líkt við eiturlyfjafíkn - þ.e. þú ert háður báðum "sjúkdómunum" með fíkninni og að lokum þornar þú upp ef þú færð ekki þinn skammt. Til að útvega skammtinn þarft þú að "þurrka" aðra upp. Myndin er tekin upp í svart-hvítu og eykur það mjög á drungalegheitin, en gallinn er bara sá að myndatakan er ljót og viðvangingsleg og leikararnir fá ekki að njóta sín til fullnustu vegna þessa. Með nokkrum skemmtilegum stílbrögðum og kvikmyndabrellum (ekki "tækni"brellum - ég er ekki svo Hollywood-sinnaður) hefði þessi mynd orðið frábær. Leikararnir eru allir fullkomnir: Lily Taylor sýnir hér svo frábærann leik að ég á eftir að efast um frammistöðu annarra í framtíðinni. Cristopher Walken stelur senunni í sínum fáu atriðum og Annabella "Tell me to go" Sciorra er flott sem aðalvampýran þó, eins og ég sagði, hún hefði notið sín betur í flottari myndatöku. The Addiction er vel þess virði að sjá bara fyrir leik Taylor og skemmtilegum samlíkingunum, en það er fátt annað sem mun vekja áhuga.
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn