Náðu í appið
Öllum leyfð

Eddu stuttmyndir: Heilabrotinn / Hvalfjörður / Víkingar 2013

(Whale Valley)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 26. september 2013

45 MÍNÍslenska

Heilabrotinn (Drama, 15 mín.). Leikstjóri: Bragi Þór Hinriksson. Aðalhlutverk: Bergþór Frímann Sverrisson, Bergur Þór Ingólfsson, Hrefna Hallgrímsdóttir, Björn Thors, Guðjón Davíð Karlsson. Efni: Heilabrotinn segir sögu ungs drengs sem hefur nýlega verið greindur með geðsjúkdóm og hvernig fjölskylda hans bregst við þeim fregnum. Á meðan myndin tekur... Lesa meira

Heilabrotinn (Drama, 15 mín.). Leikstjóri: Bragi Þór Hinriksson. Aðalhlutverk: Bergþór Frímann Sverrisson, Bergur Þór Ingólfsson, Hrefna Hallgrímsdóttir, Björn Thors, Guðjón Davíð Karlsson. Efni: Heilabrotinn segir sögu ungs drengs sem hefur nýlega verið greindur með geðsjúkdóm og hvernig fjölskylda hans bregst við þeim fregnum. Á meðan myndin tekur fyrir hræðilegan sjúkdóm segir hún einnig frá styrk og von og hvernig tiltekið hugarfar getur varpað nýju ljósi á hlutina. Hvalfjörður (Drama, 15 mín.). Leikstjóri: Guðmundur Arnar Guðmundsson. Aðalhlutverk: Ágúst Örn B. Wigum, Einar Jóhann Valsson. Efni: Myndin sýnir sterkt samband tveggja bræðra, sem búa á litlum sveitabæ ásamt foreldrum sínum. Við skyggnumst inn í heim þeirra frá sjónarhorni yngri bróðurins og fylgjum honum í gegnum örlagaríka daga sem marka þáttaskil í lífi bræðranna. Víkingar (Drama, 15 mín.). Leikstjóri: Magali Magistry. Aðalhlutverk: Þröstur Leó Gunnarsson, Ólafur Egilsson, Margrét Bjarnadóttir, Damon Younger, Sveinn Ólafur Gunnarsson. Efni: Víkingar gerist á tveimur tímaskeiðum, annars vegar árið 1000 og hins vegar árið 2012. Myndin segir frá Magnúsi, óttalausum víkingi sem hyggst skora Bjarna Berserk á hólm þar sem hann nam konu og barn Magnúsar á brott. Einnig segir myndin frá Magnúsi, hetjunni í vonlausu víkingafarandleikhúsi, sem á í erfiðleikum með að ná aftur saman við son sinn í kjölfar sársaukafulls skilnaðar.... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn