Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

The Running Man 1987

Justwatch

It is the year 2017.

101 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 67% Critics
The Movies database einkunn 45
/100

Myndin gerist í alræðissamfélagi í framtíðinni. Ben Richards er lögga sem var kennt um fjöldamorð, sem var í raun ekki honum að kenna. Hann er sendur í fangelsi, en strýkur ásamt nokkrum samföngum sínum. Hann reynir að flýja, en konan sem hjálpaði honum, svíkur hann í hendur yfirvöldum. Damon Killian er stjórnandi leikjaþáttarins The Running Man, í... Lesa meira

Myndin gerist í alræðissamfélagi í framtíðinni. Ben Richards er lögga sem var kennt um fjöldamorð, sem var í raun ekki honum að kenna. Hann er sendur í fangelsi, en strýkur ásamt nokkrum samföngum sínum. Hann reynir að flýja, en konan sem hjálpaði honum, svíkur hann í hendur yfirvöldum. Damon Killian er stjórnandi leikjaþáttarins The Running Man, í sjónvarpinu, þar sem dæmdir glæpamenn fá tækifæri til að hlaupa og öðlast frelsi, en þurfa að sleppa undan mönnum sem eiga að elta þá uppi og drepa. Þegar Damon fréttir að Richards hafi náðst, vill hann fá hann í þáttinn, sem næsta keppanda. Richards neitar hinsvegar að vera með, en Damon hótar því að taki hann ekki þátt muni hann láta tvo samfanga Richards, sem flýðu með honum, taka þátt í staðinn. En þegar Richards á að hefja leikinn svíkur Damon Killian Richards, og sendir samfangana tvo með Richards í leikinn. Richards lofar Killian því að hann muni snúa aftur, og láta hann finna til tevatnsins, en fyrst verður hann að lifa leikinn af... ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Ég varð fyrir vonbrigðum ef ég á að segja eins og er þar sem ég var búinn að lesa bókina og var með mjög miklar vonir um myndina þar sem mér fannst bókin bara algjör snilld.

Ég varð fyrir smá vonbrigðum en ef ég hefði ekki verið búinn að lesa bókina hefði ég líklega gefið myndinni 3 stjörnur, ég tek hálfa stjörnu af þar sem það hefði verið hægt að gera hana betri.

Þetta er allt í lagi mynd ef maður býst ekki við neinu sérstöku.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Schwarzenegger klikkar aldrei :D Hröð og skemmtilega mynd sem gerist í náinni framtíð um hinn ranglega ásakaða Ben Richards. Hann var ásakður um fjöldamorð og nú er hann sendur í vinsælasta sjónvarpsþátt heimsins, The Running Man. Hann virkar þannig að hann er settur á svona nokkurs konar leikvang þar sem hann þarf að berjast við hina ýmsu kraftakarla með vægast sagt ofurkrafta:D Eins og oftast í myndum Arnie, þarf hann að sanna sakleysi sitt og myndin að sjálfsögðu fjallar um það hvort honum takist það eða ekki með hjálp frá nokkrum af vinum hans.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er mjög vanmetin Schwarzenegger mynd, mér fannst hún fín og spennandi. Scwarzenegger leikur mann sem hefur verið ranglega sakaður fyrir fjöldamorð og er sendur í vinsælasta sjónvarpsþátt sem er raunveruleikasjónvarp (eins og Survivor) sem er þannig byggður upp að hann er sendur á svæði sem hann byrjar bara að hlaupa og svo koma menn og reyna að drepa hann.

Mjög skemmtileg mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er nokkuð góð, þó ekki eins góð og bókin, það er það eina sem ég get sagt um þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

12.08.2015

Allar sprengingar Schwarzenegger í einni ofurklippu

Arnold Schwarzenegger hefur sent frá sér myndbandið Overkill með öllum þeim sprengingum sem hafa orðið í öllum hans myndum. Kappinn skellti myndbandinu, eða ofurklippunni, á Youtube til að kynna atburðinn Omaze sem han...

28.09.2013

King segir Hunger Games apa eftir Running Man

Spennusagna - og hrollvekjuhöfundurinn Stephen King er hvorki aðdáandi Twilight seríunnar né Hunger Games seríunnar, að því er fram  kemur í nýju viðtali við hann í breska blaðinu The Guardian. Fyrir fimm árum sí...

22.03.2012

Grípandi túlkun á endurunninni sögu

Eins og gengur og gerist með bíóaðlaganir á vinsælum bókum (hvað þá seríum) getur það skipt heilmiklu máli upp á álit manns á myndinni að gera hvort bókin hafi verið lesin eða ekki. Þeir sem hafa lesið The H...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn