Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Scarface 1983

Justwatch

He was Tony Montana. The world will remember him by another name...SCARFACE.

170 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 79% Critics
The Movies database einkunn 65
/100

Þegar Fidel Castro forseti Kúbu opnar höfnina í Mariel á Kúbu, þá sendir hann 125.000 kúbanska flóttamenn til að sameinast fjölskyldum sínum í Bandaríkjunum. Á meðal þessara flóttamanna þá er einn sem er óvenju metnaðargjarn, en sá heitir Tony Montana. Tony og vinur hans Manny koma til Bandaríkjanna og byrja að vinna ýmis lítil viðvik. Fljótlega þá... Lesa meira

Þegar Fidel Castro forseti Kúbu opnar höfnina í Mariel á Kúbu, þá sendir hann 125.000 kúbanska flóttamenn til að sameinast fjölskyldum sínum í Bandaríkjunum. Á meðal þessara flóttamanna þá er einn sem er óvenju metnaðargjarn, en sá heitir Tony Montana. Tony og vinur hans Manny koma til Bandaríkjanna og byrja að vinna ýmis lítil viðvik. Fljótlega þá eru þeir ráðnir af Omar Suarez til að borga peninga til hóps manna frá Kólombíu. Þegar viðskiptin fara á versta veg, þá flýja þeir Tony og Manny með peningana, og þeim fer að ganga sífellt betur í því sem þeir eru að gera. Fljótlega hittir Tony eiturlyfjabaróninn Frank Lopez og verður átfanginn af dóttur hans Elvira. Fljótlega þá áttar Tony sig á því að þeir sem lifa hratt þeir endast ekki lengi, það er fylgifiskur valdsins. Heimurinn mun þekkja Montana undir einu nafni ... Scarface.... minna

Aðalleikarar

Al Pacino

Tony Montana

Steven Bauer

Manny Ray

Robert Loggia

Frank Lopez

Miriam Colon

Mama Montana

Paul Shenar

Alejandro Sosa

Harris Yulin

Bernstein

Michael P. Moran

Nick The Pig

Al Israel

Hector The Toad

Ted Beniades

Seidelbaum

Richard Belzer

M.C. at Babylon Club

Tony Perez

Immigration Officer #2

Leikstjórn

Handrit


Þessi mynd hefur varanlega breytt lífi mínu á góðan hátt. þetta er ein af mínum topp 10. myndum. en hún fjallar um Tony Montana sem er smákrimmi til að byrja með og hækkar sig fljótt upp, með réttu vinina er allt hægt. tónlistin er snilld og ég elska hreiminn sem al pacino notar er hann leikur Kúbanska manninn Tony Montana. michelle phiffer leikur sitt hlutverk mjög vel en enginn jafn vel og al pacino. al pacino er einn af mínum uppáhalds leikurum og ég gæfi margt til þess að hitta hann áður en hann deyr. fyrst þegar að ég horfði á hana efaðist ég um snilld hennar en er lengra var komið gat ég ekki hætt að horfa á hana og er búinn að horfa á hana oftar en 10 sinnum. þetta er mynd sem allir verða að horfa á. ég mæli eindregið með henni og ef foreldrar ykkar banna ykkur að horfa á hana skuluð þið stelast til þess að horfa á hana þegar að þau eru í bíó eða einhverstaðar annars staðar...það er þess virði!!

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta stórvirki Brians De Palma sýnir í réttu ljósi hvað innflytjendur máttu þola er þeir voru sendir til bandaríkjanna.

Tony Montana (Al pacino The Godfather, Any Given Sunday)er einn slíkur sem kemur til bandaríkjanna og þarf að þola það að sjaldan er ein báran stök.

Eiturlyfjabarónar, mafían, ljót föt, léleg tónlist, ofbeldi, keðjusagir.

Tony Montana þarf að vinna fyrir ýmis low-life til að vinna sig upp í glæpaheiminum. Hann byrjar að vinna fyrir mafíósa og eiturlyfjabaróna sem leigumorðingi en vinnur sig smátt saman upp þar til vald og spilling nær á honum tökum


SCARFACE er ein besta mafíósamynd, reyndar aðeins á eftir The Godfather, í heimi. Michelle Pfeiffer kemur einnig fram.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þótt að Scarface sé ekki byggð á sönnum atburðum er hún sönn í stórum dráttum. Andrúmsloft og spilling níunda áratugsins,léleg tónlist,ljót föt,mikið ofbeldi,eyturlyf og áfengi og allt þetta tengist myndinni á öllum hliðum. Tony Montana (Al Pacino,Godfather trilógían) er kúbverskur ynnflytjandi og hann og vinur hans flytja til Ameríku til að hefja nýtt líf. Þeir fá verkefni frá einhverjum rosa mafíósa til að drepa óvin Che Quevara sem er kominn til Bandaríkjanna. Þegar það er búið eru þeir orðnir bandarískir ríkisborgarar og byrja báðir í leigumorðum. Eftir að Tony verður enn þá ruglaðri af eyturlyfjum og áfengi hýfir hann sig upp þangað til að hann er orðinn stjórnandi mafíunnar. Eins og allar myndir DePalmas er þessi ofbeldisfull,en sýnir alveg hvað níundi áratugurinn var brjálaður og allar persónurnar eru einmitt 80's týpur en svona var þetta ógeðslegt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Áhrifamikil mynd um flótta/Kúbumanninn Tony Montana þar sem við fylgjumst með því hvernig hann vinnur sig upp í kókaínheiminum nánast upp á eigin spýtum. Fyrir utan það að leikstjórnin er pottþétt og það hvað leikurinn er frábær þá er það handritið sem er svo magnað að orð fá því varla lýst. Ekki er hægt er að finna dauðan punkt í þessari mynd og þar af leiðandi fær hún fjórar stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

10.01.2023

15 bestu mafíumyndirnar

Mafíumyndir njóta alltaf vinsælda og því tókum við saman fimmtán myndir sem þú verður að sjá áður en þú snýrð tánum upp í loft. Þarna eru að sjálfsögðu sígildar bófamyndir eins og Guðfaðirinn 1 og 2, Scarface og Brother, svo dæmi séu...

03.06.2018

Hrollvekja um Harvey Weinstein í smíðum

Scarface leikstjórinn Brian De Palma segist vera með hrollvekju í smíðum, sem byggð verður á Harvey Weinstein hneykslismálinu. Í samtali við franska dagblaðið Le Parisien sagði kvikmyndagerðarmaðurinn að hann yn...

01.08.2016

Raising Cain viðhafnarútgáfa á Blu

„Raising Cain“ (1992) eftir Brian De Palma fær viðhafnarútgáfu frá Scream Factory í Bandaríkjunum. Myndin þykir meðal þeirra síðri eftir leikstjórann en hann á að baki nokkrar mikils metnar myndir á borð við „Carrie“...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn