Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Tucker and Dale vs Evil 2010

Fannst ekki á veitum á Íslandi

This Year Spring Break is Cut Short!

89 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 85% Critics
The Movies database einkunn 65
/100

Tucker (Alan Tudyk) og Dale (Tyler Labine) eru tveir meinlausir sveitalúðar sem lifa rólegu lífi á uppeldisslóðum sínum. Þeir eru ekki beint færir í mannlegum samskiptum, hvað þá ef þau samskipti innihalda svala borgarbúa. Þeir ákveða að fara inn í skóginn og gera upp kofa nokkurn sem þeir eru nýbúnir að kaupa. Friðurinn er þó fljótlega úti þegar... Lesa meira

Tucker (Alan Tudyk) og Dale (Tyler Labine) eru tveir meinlausir sveitalúðar sem lifa rólegu lífi á uppeldisslóðum sínum. Þeir eru ekki beint færir í mannlegum samskiptum, hvað þá ef þau samskipti innihalda svala borgarbúa. Þeir ákveða að fara inn í skóginn og gera upp kofa nokkurn sem þeir eru nýbúnir að kaupa. Friðurinn er þó fljótlega úti þegar hópur hávaðasamra og glaðgjarnra ungmenna ákveður að fara í útilegu í nágrenninu. Þegar ein stúlkan fellur í stöðuvatnið við kofann eftir að Tucker og Dale bregða henni óvart fiska þeir hana upp úr og fara með hana í kofann til að hlúa að henni. Skilaboð þeirra til hinna unglinganna misskiljast á þann hátt að félagar stúlkunnar halda að Tucker og Dale hafi rænt henni, og í framhaldinu hefjast hefndaraðgerðir ungmennanna til að endurheimta hana úr „klóm“ Tuckers og Dale. Útkoman úr því verður alveg óvart mjög blóðug og mannskæð...... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Snilldar hugmyndaflug
Tucker & Dale vs Evil er ein stór steypa með svakalegum góðum húmor. Þegar ég sá Tucker & Dale vs Evil fyrst þá "féll" ég strax fyrir henni og hún gengur svo vel allan tímann þegar hún er í gangi en samt verður svoldið fyrirsjáanleg á tímapunktum en það verður bara fyndið því TDE (Tucker & Dale vs Evil) er með alveg svakalegan húmor í sér. TDE sýnir manni að "Shit really happens", ég ætla að fara nánar útí söguþráðinn

Tucker (Alan Tudyk) og Dale (Tyler Labine) eru tveir meinlausir sveitalúðar sem eru alveg hræðilegir í mannlegum samskiptum. Þegar þeir rekast á hressa borgabúa sem ætla sér góða stundir í sveitinni, svo stoppa borgarbúarnir á næstu bensínstöð og fá sér bjór og bensín o.s.frm. Sveitalúðarnir stoppa líka á sömu stoppustöð og fá sér einhvað, borgarbúarnir eru fljót að dæma Tucker og Dale en þeir vilja bara vera eins vingjarnlegir og þeir geta boðið uppá en það er bara ekki nóg fyrir borgarbúana. Svo loks ná borgarbúarnir á lokastað og gera allt ready svo kemur smá slys og einn af borgarbúunum lendir í slysi og Dale og Tucker koma og bjarga henni svo byrja vandræðin því borgarbúarnir taka það fram að Dale og Tucker hafi rænt henni og ætli henni til alls. Svo loks taka þeir til sinna ráða og ætla að gera allt sem þeir geta til að skaða Tucker og Dale sem mest og ná stelpunni heilir á húfi.

Þessi mynd virkar svaklega mikið og er mjög blóðug og skemmtileg. Þegar maður er að horfa á hana þá sér maður fullt af blóði og er í hláturskasti yfir hversu gott þetta er. Handritið er svakalega gott og virkar mjög vel. Samræðurnar eru góðar og ekki kjánalegar eins og í mörgum myndum svo verður líka allt þar á milli gott. Það liggur ekki langur tími til að það kemur eitthvað fyrndið næst svo þegar eitthvað fyndið er búið þá kemur annað og annað. "The perfect love story... with a high body count..." þessi setning gerist ekki meira sönn en hún er, því að hún meikar svo mikinn sens.

Leikararnir eru allir góðir að mestu leyti. Það koma einn og einn sem eru einum of ýktir en ef maður horfir fyrir utan það þá er TDE alveg frábær skemmtun og spennandi, þar að auki er hún rosa lega góð mynd, það er ekki alltaf þegar maður getur sagt "Þessi mynd er virkilega góð mynd" ekki merguð, ekki slæm, ekki leiðinleg, ekkert meistaraverk heldur góð mynd og verður það. TDE er ein af þessum myndum sem maður getur horft aftur og aftur á og haft jafn gamann og maður geriði við fyrstu sinn.

Einkunn: 8/10 - Hressilega góð og framúr skarandi kvikmynd sem er með mjög góðum húmor og vill til að maður vilji ekki að hún hætti en samt er hún ekkert meistaraverk... Horfðu á hana....

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn