Náðu í appið
38
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Hangover Part II 2011

Justwatch

Frumsýnd: 27. maí 2011

The Wolfpack Is Back

102 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 34% Critics
The Movies database einkunn 44
/100

Phil, Stu, og Alan fara í ferðalag til Bangkok til að vera við brúðkaup Stu. Þar lenda þeir hinsvegar aftur í því að drepast eftir fyllerí, og vakna í þynnku dauðans, og þurfa að fara að rifja upp hvað gerðist eiginlega um nóttina. Hafandi brennt sig á syndaborginni Las Vegas ákveða þeir að einfaldur hábítur í Bangkok geti ekki mögulega farið úr... Lesa meira

Phil, Stu, og Alan fara í ferðalag til Bangkok til að vera við brúðkaup Stu. Þar lenda þeir hinsvegar aftur í því að drepast eftir fyllerí, og vakna í þynnku dauðans, og þurfa að fara að rifja upp hvað gerðist eiginlega um nóttina. Hafandi brennt sig á syndaborginni Las Vegas ákveða þeir að einfaldur hábítur í Bangkok geti ekki mögulega farið úr böndunum. Þeir telja það meira að segja svo pottþétt að þeir ákveða að taka litla bróður kærustu Stu, hinn áhrifagjarna Teddy, með í ferðalagið. Allt fer að sjálfsögðu úrskeiðis og vakna vinirnir upp við þann vonda draum að hafa týnt Teddy, fengið sér tattú í andlitið og á einhvern ótrúlegan hátt eignast apa. Þá er bara að reyna að rekja spor sín frá hinum ó svo saklausa hábít til þessa stórslyss sem þeir hafa komið sér í og vona að einhversstaðar á leiðinni finnist Teddy. Það sem gerist í Vegas, verður kannski eftir í Vegas, en það sem gerist í Bangkok er óhugsandi.... minna

Aðalleikarar

Bradley Cooper

Phil Wenneck

Ed Helms

Stu Price

Zach Galifianakis

Alan Garner

Ken Jeong

Mr. Chow

Paul Giamatti

Kingsley

Mike Tyson

Mike Tyson

Jeffrey Tambor

Sid Garner

Mason Lee

Teddy

Gillian Vigman

Stephanie

Nick Cassavetes

Tattoo Joe

Sondra Currie

Linda Garner

Brody Stevens

Kingsley Guy

Crystal the Monkey

Drug Dealing Monkey

Todd Phillips

Mr. Creepy (uncredited)

Leikstjórn

Handrit

Hugmyndalaust letiskast
Það þarf engan snilling til að fatta að þessi mynd er sú allra tilgangslausasta mynd ársins. Fyrir utan nokkur smáatriði og aukapersónur hefur lítið verið breytt til og ég er bara virkilega hissa á letinni á bakvið myndina eða nánar sagt, handritið. En það er ekki bara handritið sem afritar allt úr fyrri myndinni heldur eru sömu lög (soundtrack) undir atriðum sem samsvara atriðum úr fyrstu myndinni. Vá! Nenntuð þið ekki einu sinni að semja nýja tónlist? Já, það er greinilegt að mér líkar ekki vel við þessa mynd og örugglega ekki restinum af salnum enda bara hlegið svona fimm sinnum sem er ekki ásættanlegt fyrir GRÍNmynd.

Kemistrían á milli Cooper, Helms og Galifianakis er mun slakari hér en í fyrstu og það er búið að fjarlæga flestar heilasellurnar hans Zach Galifianakis. Það átti örugglega að bæta húmorinn en hann kemur út sem fjarlæg og nánast ómanneskjuleg persóna. Ég hélt allavega ekki með honum, vorkenndi honum ekki og hló ekki að honum. Sorrý Zack en svona á ekki að gera hlutina. Cooper er líka enn vondari en í fyrstu og missir þar af leiðandi alla samúð eða tengingu við áhorfenda. Svo gerir Helms, sem mér líkar best við, ekki mikið meira en að öskra „What the fuck!“. Hann á samt besta atriðið þar sem hann öskrar fullur á lögguna og munkur í hjólastól stendur eftir. Já, það er fyndnasta móment myndarinnar sem segir sitthvað um hana.

Paul Giamatti er hinsvegar ágætur, orðinn hrikalega þybbinn, og plottið í kringum hann er það eina sem gæti talist ferskt í myndinni þótt það sé svolítil klisja. En hann er ekkert fyndinn né línurnar sem hann fær og það er nánast ótrúlegt að myndin sé auglýst sem pure grínmynd því það er mjög lítið grín í myndinni sem tekur sér mjög alvarlega og reynir að vera hrikalega dökk. Það er alveg fínt ef það væri svartur HÚMOR en niðurstaðan er bara bitur og full grimm.

Mér leiddist kannski ekki á meðan myndinni stóð en ég mun ábyggilega ekki sjá hana aftur því hún er hugmyndalaus, grimm, að mörgu leyti ófyndin og eyðilagði persónurnar fyrir mér sem þýðir að fyrsta myndin er eiginlega farin niður í einkunn. Nær rétt svo fjarkanum með meðal-skemmtanagildi, fáeinum góðum og fyndnum mómentum og fínum Paul Giamatti (vannýttur að sjálfsögðu!) en meira er það ekki. Mæli alls ekki með þessari. Kíkiði frekar á Horrible Bosses þótt hún sé engin snilld heldur.

4/10
Fyrsta þynnkan er sú besta
Ég sá Hangover á óvissusýningu stuttu áður en hún kom út og hló af mér rassgatið. Allir fengu þau skilaboð að fara á þessa vitleysu og ekkert væl. Oft hafði maður séð nokkra vitleysinga fara til Las Vegas og gera eitthvað ónefnt rugl, en aldrei hefðu nokkrir leikarar passað svona vel saman og skapað svo skemmtilegt andrúmsloft að það rataði alla leið í salinn. Hangover var eins og Rocky, underdog sem kom svo öllum á óvart. Hún gerði svo margt nýtt en þér leið samt alltaf eins og þú værir þarna með þeim. Þetta var hin fullkomna sumar gamanmynd, feelgood! Hún stóð sig vel alein og þurfti ekki framhald, en ef Hollywood sér tækifæri til að græða þá grípa þeir það!

Phil, Stu og Alan snúa auðvitað allir aftur, en í þetta sinn þurfa þeir að finna týndan asíubúa í Bangkok og með aðeins 2 daga í brúðkaupið. Hljómar kunnulega? Sama formúlan. Hangover 1 og 2 eru eins og stærðfræði formúlur sem innihalda bara X og Y, síðan þarf bara að fylla inn fyndin atriði í staðinn fyrir bókstafina og þá ertu kominn með mynd. Þetta er semsagt nákvæmlega sama myndin, nema bara öðruvísi aðstæður. En Todd Phillips veit það, og hann nýtir sér það. Strákarnir vitna oft í fyrri myndina og nýta sér það sem þeir lærðu síðast. Þar sem Phillips sá Hangover alltaf sem trilógíu þá grunar mig að hann hafi hugsað „Brandari er frábær í fyrsta skiptið sem maður heyrir hann, fínn í annað skiptið en þreyttur í þriðja“. Þannig að andið róleg, hann ætlar að breyta formúlunni fyrir næstu mynd (ef marka má hans eigin orð).

Ég get hinsvegar ekki hætt að hugsa hversu mikið þeir hafa dumb‘að niður hann Alan. Hann var sérstakur í fyrstu myndinni en núna er bara eins og hann sé þroskaheftur með dass af einhverfu. Ég meina maðurinn getur varla hugsað. Hann heldur samt í þessa sakleysi sem einkenndi hann í fyrstu myndinni. Nokkrir frægir gaurar koma sem aukaleikarar, ekki alveg cameo, og er alltaf gaman að sjá þannig. Paul Giamatti mætir á svæðið og bókstaflega fyllir skjáinn, úff hvað sá gaur hefur fitnað. Ég meina gaurinn var chubby en hann er bara orðin feitur. Nick Cassavetes kemur fram sem tattoo artist, en það hlutverk átti Liam Neeson upphaflega að leika. Eins gott að atriðið með honum komi sem deleted scene á blu-ray disknum. Neeson hefði bætt við þessum sjarma sem vantaði alveg uppá hjá honum Nick.

Myndin er í kringum 100 min og er sá tími aldrei hægur að líða, enda uppbyggingin alveg sú sama og í fyrri myndinni, hún drepur tímann eins og ekkert sé. En það er einmitt aðal gallinn við myndina, að þetta sé sama uppbygging eða formúla eins og ég nefndi hérna áðan. Þú ert að horfa á sömu myndina í annari borg og þú munt ekki missa þá tilfiningu í gegnum alla myndina. Hún nær heldur ekki að halda þér hlæjandi reglulega, heldur færðu nokkur stór köst en ert svo bara brosandi í gegnum restina. Hangover 2 gerir eiginlega lítið annað en að vera brautryðjandi fyrir þriðju myndina, en hún nær samt að skemmta manni í leiðinni.

Ef ætti að lýsa Hangover 2 í einni málsgrein, þá væri það svona : „Fínt framhald sem minnir samt alltof mikið á frumvera sinn“.

6 stjörnur
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Annað brúðkaup með öðrum brúði.
Ég sá The Hangover Part II áðan og ég var mjög sáttur við hana, ég fór ekki vonsvikinn út heldur í hlátursstuði eftir að hafa verið búinn að hlæja í 100 min straight svo jú maður þarf að jafna sig efir þannig. Ég óttaðist mikið að Hangover Part II myndi fara í spor fyrstu Hangover en jú hún gerði það en samt ekki mikið, bara á góðan hátt og svo ef maður þarf að fara að bera þær tvær saman þá eru þær mjög skyldar en samt á sama hátt ólíkar.

Stu (Ed Helms) er að fara að giftast tælenskri stelpu Lauren (Jamie Chung) svo hann býður þessum þremur með (auðvitað) svo degi fyrir giftingu þá fá þeir sér "einn" bjór og fara aftur í sömu mistökin aftur nema þeir þurfa að hafa Teddy (Mason Lee) með sér. Svo þegar Phil (Bradley Cooper) vaknar þá er Alan (Zach Galifianakis) sköllóttur og Stu komin með tattoo svo er líka þarna api sem þeir vita ekkert hver á. Svo þegar Mr. Chow (Ken Jeong) kemur í söguna þá deyr hann úr kókains dauða svo þeir panika og henda honum í klakavél til að enginn finni hann, en Mr. Chow veit alveg nákvæmlega hvað gerðist þetta kvöld svo hann dó. Svo þurfa þeir þrír Stu, Phil og Alan að standa uppi með alla hans óvini í Bangkok og á sama tíma að finna út hvað gerðist þarna þetta kvöld.
(Svo má ég ekki segja mikið meir án þess að spoiler'a)


Sko The Hangover Part II er góð en hún er ekki það góð að hún toppar ekki fyrstu en samt þær eru mjög svipaðar, en samt ekki það kemur alveg slatti af nýju efni og frekar grófu samt en þess virði já. Nick Cassavetes náði hlutverkinu sem tattoo maðurinn en eins og stóð til þá átti Mel Gibson fá það fyrst svo Liam Neeson, ég væri mjög sáttur við að hafa Liam í stað Nick. Liam Neeson passar miklu betur þarna inn ekkert kjaftæði. Ég bjóst samt við aðeins meira ekki mikið heldur aðeins þá myndi Part II toppa fyrstu, Part II er samt svoldið fail en alls ekki mikið. Það fer samt svoldið mikið í taugarnar á mér er það hvað Part II fer í spor I en það er samt skynjanlegt því annars væri ekkert "Hangover" en fyrir utan það þá er Part II góður.

Einkunn: 7/10 - Hangover Part II er góð en fer samt svoldið í spor fyrstu Hangover en það er basically nauðsynlegt, því það er ekkert hægt að gera famhald á Hangover án þess að hafa "hangover" í henni. Ég er sáttur við hana.

P.S. Það má ekki segja of mikið þannig ég hef þessa gagnrýni ekkert svo langa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Miklu, miklu verri þynnka en seinast
The Hangover (Part?) II er skólabókadæmi um eitthvað sem átti aldrei að verða. Það er nógu algengt að ferskar gamanmyndir græði óvænt tonn af seðlum, og til að halda peningaflóðinu gangandi er gerð framhaldsmynd sem fer eftir margnotuðu "gefum-fólki-meira-af-því-sama-vegna-þess-að-það-virkaði-áður" hefðinni. Hana get ég svosem alveg sætt mig við, en ef myndir fara í þá áttina þurfa þær að vera nógu skemmtilegar svo ég tali nú ekki um nógu fyndnar til að maður kvarti ekki undan hugmyndaleysinu. Það sem þessi mynd gerir er aftur á móti eitthvað sem er svo ódýrt og lágkúrulegt að meira að segja hinar tilgangslausustu framhaldsmyndir myndu móðgast við tilhugsunina; Hún tekur forvera sinn, breytir um sögusvið og endurgerir hana nánast skref fyrir skref. Allir plottpunktar eru þeir sömu, atburðarásin spilast eins út og meirihluti brandaranna vísar í húmorinn sem við fengum áður.

Rennum aðeins yfir Hangover-uppskriftina og segið mér svo að þessi röð atburða eigi ekki við um báðar myndirnar:

(Spoiler, að sjálfsögðu, en ef þið hafið séð fyrstu þá skiptir það litlu máli)

- Einn vinanna er að fara að gifta sig. Myndin hefst á upphafssenu þar sem Phil (Bradley Cooper) tilkynnir gegnum síma að allt sé farið í rugl, og að brúðkaupið verði ekki að veruleika.
- Kreditlisti (sem sýnir helling af skotum af ferðastaðnum sem djammið gerist á).
- Sagan spólar tilbaka um nokkra daga, kynnir drengina til leiks og sýnir þá gera sig klára fyrir ferðarlagið (hvort sem það er Vegas eða Taíland).
- Bróðir brúðurinnar slæst í för með þeim, sumum til mikillar óánægju.
- Drykkjan hefst og næsta dag vakna þeir grautþunnir á hótelherbergi. Allt er í rústi, einn félaganna er týndur og það er dýr inni í herberginu.
- Strákarnir tékka vasana sína og reyna að rekja spor sín. Ýmis skrautlegheit byrja til að fylla upp í lengdartímann.
- Alan (Zack Galifinakis) viðurkennir að hann hafi gert eitthvað sem orsakaði minnisleysi þeirra.
- Einhvers konar vesen við glæpamenn átti sér stað nóttina áður og þeir segjast núna vera með týnda félagann. Smá ringulreið skapast og drengirnir reyna að redda því sem þeir geta til að fá hann aftur. Svo kemur í ljós að glæpamennirnir voru ekki með hann.
- Eftir allt þetta kaos fattast það að týndi vinurinn var allan tímann fastur á hótelinu, gjörsamlega máttvana.
- Brúðkaupið mun halda áfram eftir allt saman. Vinirnir flýta sér á mettíma til þess að ná því.
- Stu (Ed Helms) fær góða útrás á manneskju sem hefur vaðað yfir hann.
- Nei sko! Einn hefur fundið fullt af ljósmyndum. Hefst þá vandræðalega ljósmyndasýningin á meðan lokatextinn rúllar.

Ég er nú enginn handritshöfundur en á fimm mínútum hefði ég getað vippað upp betra efni fyrir þessa framhaldsmynd. Ég held að hvaða hugmynd sem er hefði dugað betur heldur en þessi skömmustulega endurtekning (og af hverju í helvítinu fær Doug (Justin Bartha) aldrei að vera með í þynnkunni??). Það er ekki einu sinni hægt að líta á karaktera myndarinnar sem alvöru persónur lengur. Það er engin útskýring fyrir því að þeir hegða sér allir nákvæmlega eins og áður og mér finnst afar lélegt hvað handritshöfundarnir spá ekkert í því að útskýra fjarveru Heathers Graham. Hún skipti fyrri myndinni talsvert miklu máli.

Leikaratríóið (þ.e. Cooper, Galifinakis og Helms) smellur ennþá vel, og það er að vissu leyti kostur. Myndin hefði hrapað niður um nokkur stig í einkunninni ef strákarnir hefðu verið jafn áhugalausir og leikstjórnin. Maður fær þá tilfinningu að þeir hafi reynt að gera eitthvað gott. Myndin hefur aðra kosti, eins og fáeinar fyndnar línur (aðallega frá þeim feita, sem er enn dálítið kostulegur en er alvarlega farinn að missa dampinn – þökk sé Due Date) og býsna flotta litapallettu. Hversu ófyndin þarf samt gamanmynd að vera til þess að maður fari að spá í litanotkun rammana??

Ef þér finnst The Hangover Part II vera stanslaust fyndin þá er auðvitað líklegra að þú fyrirgefir ófrumleika hennar. Ég skil samt ekki hvað er hægt að finnast svona fyndið við hana sem var ekki 10 sinnum fyndnara í hinni myndinni. Þegar maður sá hana þá hafði maður a.m.k. ekki hugmynd um hvert sumir brandararnir stefndu en hérna veistu það annaðhvort allan tímann eða hefur sterkan grun um það. Það voru aldrei nein atvik í þessari mynd sem ég hló af, bara frasar ("I wish monkeys could Skype"). Allt annað fannst mér bara þvingað og stundum gróft af engri ástæðu nema bara til að fylgja þeirri hefð að allar framhaldsmyndir þurfa að ganga skrefið lengra. Þessi þurfti alls ekki á grófari (typpa)bröndurum til að virka betur, heldur snjallara handrit fyrst og fremst. Þegar langt var liðið á atburðarásina var mér farið að leiðast svo mikið að ég beið bara eftir kreditlistanum til þess að sjá ljósmyndasýninguna. Það var líka langbesti parturinn við fyrri myndina.

Seinasta Hollywood-framhaldsmynd sem fór geysilega í taugarnar á mér fyrir að hafa endurunnið formúlu forvera sins var Meet the Fockers, sem ég sá árið 2005. En jafnvel sú mynd var ekki nema 70% afrit og gerði eitthvað af nýju þótt það hafi ekki verið mikið. Þessi er hátt upp í 90% og verður ansi fljótt fyrirsjáanleg, þurr og leiðinleg. Henni gengur líka verr með að fylla upp í lengd sína – sem er skiljanlegt miðað við "hugmyndaflugið" hér að baki – og þess vegna virkar hún teygðari en hin myndin. Leikstjórinn Todd Phillips þarf mikið að bæta sig ef hann ætlar að halda sig við gamanmyndir áfram. Núna hefur hann misstigið sig oftar heldur en ekki.

4/10 - Og ég sem hélt að Pirates 4 væri latasta og hugmyndasnauðasta framhaldsmyndin sem ég ætti eftir að sjá þetta sumar.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

25.05.2013

Fast & the Furious 6 slær í gegn

Fast and the Furious serían hefur gengið í gegnum hæðir og lægðir á ferlinum. Fyrir sjö árum náði The Fast and the Furious: Tokyo Drift til dæmis rétt að skrapa saman 25 milljónir Bandaríkjadala í miðasölunni ...

16.03.2014

Galifianakis og Hamm saman í gamanmynd

Leikarinn spaugilegi, Zach Galifianakis, hefur fengið hlutverk í nýrri gamanmynd sem skartar einnig Mad Men-stjörnunni Jon Hamm. Gamanmyndin ber heitið Keeping Up With The Joneses. Greg Mottola mun leikstýra, en hann hefur leikstýrt gamanmyndum á bor...

08.10.2013

Úlfagengið stekkur hæst

Glæný mynd hefur hreiðrað um sig á toppi íslenska DVD/Blu-ray listans, Hangover 3, lokakafli Hangover þríleiksins. Í þetta skiptið er engin gifting og ekkert steggjapartý eins og í hinum myndunum. Hvað gæti þá farið úrskeiðis? Myndin gerist tveimur árum eftir a...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn