Náðu í appið
Öllum leyfð

Draumurinn um veginn 5. hluti: Að heiman heim 2010

Frumsýnd: 9. nóvember 2012

108 MÍNÍslenska

Síðasti hluti myndaflokksins um pílagrímsgöngu rithöfundarins Thors Vilhjálmssonar eftir hinum forna Jakobsvegi. Myndin hefst á dýradegi eða Kristslíkamahátíð í Benediktínaklaustrinu í Samos, sem er lítill bær í Galisíuhéraði í Norð-Vestur hluta Spánar. Thor er kominn til heilsu á ný eftir veikindin sem hrjáðu hann í 4. hlutanum og getur nú fylgt... Lesa meira

Síðasti hluti myndaflokksins um pílagrímsgöngu rithöfundarins Thors Vilhjálmssonar eftir hinum forna Jakobsvegi. Myndin hefst á dýradegi eða Kristslíkamahátíð í Benediktínaklaustrinu í Samos, sem er lítill bær í Galisíuhéraði í Norð-Vestur hluta Spánar. Thor er kominn til heilsu á ný eftir veikindin sem hrjáðu hann í 4. hlutanum og getur nú fylgt eftir ásetningi sínum um að ganga til grafar Jakobs postula í dómkirkjunni í Santiago de Compostela. Inn í gönguna fléttast tengsl hans við aðra pílagríma og íbúa Galisíu, minningabrot að heiman auk þess sem kaflar úr skáldsögu hans, Morgunþulu í stráum (1998), lifna við ásamt textum úr íslenskum fornritum. En þar með er ekki öll sagan sögð, því þar kemur að turnar dómkirkjunnar í Santiago blasa við sjónum skáldsins og menningarpílagrímsins ofan af Hæð fagnaðarins (Monde del Gozo) eins og hún nefnist í íslenskri miðaldaþýðingu. En þar með er ekki öll sagan sögð, því þar kemur að turnar dómkirkjunnar í Santíago blasa við sjónum menningarpílagrímsins ofan af Hæð fagnaðarins (Monde del Gozo) eins og hæð þessi nefnist í íslenskri miðaldaþýðingu og við tekur inngangan í Santiagoborg, sem á öllum öldum hefur haft djúpstæð áhrif á tilfinningalíf pílagríma.... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn