Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Nikita 1990

Justwatch

She murders. So she can live.

118 MÍNFranska
Rotten tomatoes einkunn 89% Critics
The Movies database einkunn 56
/100

Nikita, sem er dæmdur glæpamaður, sleppur við að fara í fangelsi í skiptum fyrir það að fá nýjan persónuleika og þjálfun sem leynilegur njósnari og leigumorðingi. Hún er þjálfuð í tvö ár og án nokkurs fyrirvara fær hún byssu í hönd inni á veitingahúsi og er sagt að drepa manninn við næsta borð, um leið og sá sem fyrirskipaði henni að gera þetta,... Lesa meira

Nikita, sem er dæmdur glæpamaður, sleppur við að fara í fangelsi í skiptum fyrir það að fá nýjan persónuleika og þjálfun sem leynilegur njósnari og leigumorðingi. Hún er þjálfuð í tvö ár og án nokkurs fyrirvara fær hún byssu í hönd inni á veitingahúsi og er sagt að drepa manninn við næsta borð, um leið og sá sem fyrirskipaði henni að gera þetta, yfirgefur staðinn.... minna

Aðalleikarar

Anne Parillaud

Nikita / Marie Clément

Jean Reno

Victor, the "cleaner"

Carsta Löck

Interrogation Cop

Jacques Boudet

The Pharmacist

Jean Bouise

The Embassy Attaché

Patrick Pérez

Pharmacy Cop

Bruno Randon

Pharmacy Cop

Mike Bugara

Pharmacy Cop

Joseph Teruel

Trainee Cop

Stéphane Fey

Court President

Philippe Dehesdin

First Magistrate

Michel Brunot

Second Magistrate

Leikstjórn

Handrit


Án efa ein besta mynd Luc Besson. Anne Parillaud leikur eiturlyfjafíkil sem er komið út úr eiturlyfjunum neydd til að verða leigumorðingi leyniþjónustunnar. Myndin er mjög spennandi og gífurlega dramantísk í köflum og er það einmitt dramantíkin sem leikstjórinn kemur svo rosalega vel til skila sem hefur mann í heljartökum allan tímann. Persónunar eru raunverulegar og ekki til snifsi af Hollwood í sköpun þeirra. Algjört skylduáhorf fyrir unnendur góðra kvikmynda. Alls ekki horfa á Bandarísku endurgerðina Assassin sem er skelfileg nauðgun að þessari snilldar mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi er frábær!!! hefði örugglega aldrei fattað að taka hana útá leigu en horfði á hana í frönskutíma.. þvílík snilld snilld snilld.. perla frá Luc Besson.. varist hinsvegar amerísku útgáfuna, The Assassin..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Snilld frá meistara Besson (Leon, Joan of Arc, Taxi, The big blue). Frábær frönsk spennumynd með frábæru en harla þekktu leikaraliði. Myndin fjallar í stuttu máli um unga kona sem er í dópi. Hún og vinir hennar brjótast inn í apótek en lögreglan kemur á svæðið og drepur alla vini hennar sem reyna að verjast. Síðan tekur leyniþjónustan hana og þjálfar hana sem leigumorðingja. Svo segi ég ekki meira. En gaman er að sjá hinn heimsfræga leikara og kunningja Bessons , Jean Reno(Leon,The big blue,Godzilla,The Crimson Rivers) í litlu hlutverki. Pottþétt mynd fyrir alla sem kunna að meta spennu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Grenjandi snilld!!!!!! Það þarf í raun ekki að segja neitt meira en svona til að hafa þetta skemmtilegra þá er hér á ferð eitt snilldarverka Luc Besson sem menn verða að sjá. Þetta er spennuræma af bestu gerð og laus við Hollywood fílinginn að mestu leiti!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

23.04.2020

Mælir með 54 hasarmyndum fyrir sóttkvína - Hvað hefur þú séð margar?

Kvikmyndagerðarmaðurinn James Gunn heldur áfram að gleðja bíófíkla á samfélagsmiðlum sínum og koma skemmtilegum umræðum af stað. Á meðan faraldri stendur hefur Gunn haldið sér uppteknum við að svara fyrir...

11.04.2019

Anna fær stiklu í skugga ásakana

Lengi vel var hætta á að nauðgunarákæra á franska kvikmyndaleikstjórann Luc Besson yrði til þess að nýjasta spennutrylli hans, Anna, yrði endanlega pakkað ofaní skúffu, en nú þegar málinu hefur verið vísað fr...

02.04.2014

Scarlett ofurmannleg í nýrri stiklu

Fyrsta sýnishornið úr nýjustu mynd Luc Besson, Lucy, var opinberað fyrr í dag. Í myndinni leikur Scarlett Johansson burðardýr sem umbreytist í mikla bardagahetju sem finnur ekki til sársauka og tilfinninga þegar eiturlyfið...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn