Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Disappearance of Alice Creed 2009

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Missing. Where's Alice Creed?

100 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 81% Critics
The Movies database einkunn 65
/100

Tveir glæpamenn, Vic og Danny, ræna Alice Creed. Þeir handjárna hana við rúm í íbúðablokk til að tryggja að hún sleppi ekki og þeir náist ekki. En hvað vilja þeir henni? Og er Alice nógu klók til að snúa á þá?

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Ekki missa af þessari hérna:-)
Já ég vil meina að allir þeir sem hafa virkilegan áhuga á kvikmyndum þurfi að sjá þessa hérna, ekki það að þarna sé endilega einkvað meistara stykki á ferðinni, heldur tekst henni að vera frumleg og koma manni á óvart a.m.k. tvisvar sinum, sem er nú bara nokkuð gott nú til dags!
En hversvegna datt mér í hug að horfa á þessa mynd? Jú ég las það einhverstaðar að sjálfur Ridley Scott hefði hrifist svo af leik Gemma Arterton í þessari mynd að hann væri að hugleiða hana til að leika í Alien myndunum tveimur sem hann er með í smíðum núna. Já og náttúrleg það að kappar eins og Mr. Scott skuli horfa á svona „no name“ mynd yfir höfuð segir líka væntanlega að honum hafi verið bent á þessa mynd af einhverjum sem hann treystir, eða hvað!
Nú leikstjóri myndarinnar er J Blakeson sem helst hefur unnið sér til frægðar að skrifa handritið að The Descent: Part 2 og svo náttúrlega, leikstýra og skrifa handritið, The Disappearance of Alice Creed og er þetta fyrsta myndin sem hann leikstýrir í fullri lengd.
En hvað gerir þessa mynd svona áhugaverðar, er þetta ekki bara svona týpísk manránsmynd með lausnargjaldi og allt það? Jú sem dæmi, eina fólkið sem sést í myndinni eru manræningjarnir tveir og Ms. Arterton sem þeir ræna, en samt tekst leikstjóranum og handritshöfundinum að koma manni á óvart.
Að lokum verð ég líka að mynnast á að frammistaða Ms. Arterton sem er hreint mögnum í þessari mynd og ekki nein furða að Mr. Scott hafi hrifist af henni. Í mínum huga, held ég alaveganna að fyrir stelpu/konu sé ekki til erfiðar hlutverk, þar sem ég geri ekki ráð fyrir því að það séu neinar tæknibrellur þarna á ferðinni!
En sjón er sögu ríkari og ég gef henni 9 af 10 mögulegum.
ÁJ
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

13.01.2016

Nýtt í bíó - The Fifth Wave!

Kvikmyndin The Fifth Wave, sem byggð er á samnefndri metsölubók, verður frumsýnd á föstudaginn næsta þann 15. janúar, í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri. Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir ne...

07.09.2010

Verður Gemma nýr geimverubani

Stórmyndaleikstjórinn Ridley Scott virðist vera kominn á fullt við undirbúning að nýjum Alien myndum sem eiga að gerast á undan fyrri myndunum þremur sem voru með Sigourney Weaver í aðalhlutverkinu. Í viðtali við leikko...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn