Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Elizabeth 1998

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 29. janúar 1999

Declared illegitimate aged 3. Tried for treason aged 21. Crowned Queen aged 25.

124 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 84% Critics
The Movies database einkunn 75
/100
Vann Óskarsverðlaun fyrir förðun. Tilnefnd til alls 7 Óskarsverðlauna. Tilnefnd til 12 BAFTA verðlauna en vann 6.

Myndin fjallar um leið Elizabetar fyrstu að því að verða drottningin yfir Englandi þar til hún er krýnd 25 ára gömul. Í myndinni er lögð áhersla á endalausar tilraunir hirðarinnar til að reyna að gifta hana, um hatur kaþólsku kirkjunnar á henni og ástarsamband hennar og Robert Dudley lávarðar.

Aðalleikarar

Cate Blanchett

Elizabeth I

Joseph Fiennes

Robert Dudley, Earl of Leicester

Geoffrey Rush

Sir Francis Walsingham

Christopher Eccleston

Duke of Norfolk

John Gielgud

The Pope

Richard Attenborough

Sir William Cecil

Fanny Ardant

Mary of Guise

Eric Cantona

Monsieur de Foix

Kathy Burke

Queen Mary Tudor

Edward Hardwicke

Earl of Arundel

Emily Mortimer

Kat Ashley

James Frain

Alvaro de la Quadra

Kenny Doughty

Sir Thomas Elyot

Daniel Craig

John Ballard

Jamie Foreman

Earl of Sussex

Lily Allen

Lady in Waiting

Amanda Ryan

Lettice Howard

Angus Deayton

Waad, Chancellor of the Eschequer

Leikstjórn

Handrit


Ágætis mynd um líf Elizabetar I, Englandsdrottningar. Myndin kemur sögunni ágætlega til skila(Það hefi mátt koma meira inn á Hinrik VIII og Önnu Boylen). Góður leikur, en þó dálítið ósannfærandi á köflum. Rush og Blanchett halda myndin tvímælalaust uppi sem Walshingham og Elizabeth. Góð mynd fyrir alla sem hafa áhuga á spennandi, en jafnframt sögulegum atburðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hinrik VII er nýdáinn. England berst á banaspjótum milli kaþólikka og mótmælenda. María drottning, ein af eiginkonum Hinriks, heldur um stjórnartaumana en á skammt eftir ólifað. Mótmælendur, undir stjórn Sir William Cecil, Sir Richard Attenbourough, reyna því að koma hinni ungu Elísabetu, Cate Blanchett, til valda. Það gengur eftir og nú þarf unga drottningin að velja á milli þess að giftast einhverjum þjóðarleiðtoganum fyrir hagsmuni þjóðar sinnar eða þá að velja ástina í formi Robert Dudley, Joseph Fiennes, og berjast við alls konar samsæri. Elizabeth er óaðfinnanleg í útliti, myndatakan er mjög góð, allar brellur til fyrirmyndar en það sem lætur þessa mynd virka er leikurinn. Cate Blanchett sem Elizabeth hefur þá dýpt sem þarf til að túlka hinar mörgu tilfinningar sem Elizabeth þarf að glíma við og aðrir leikarar komast vel frá sínu. Geoffrey Rush er góður sem hinn dularfulli Sir Francis Walsingham, Joseph Fiennes er mjög góður sem elskhugi Elísabetar, Christopher Eccleston er frábær sem svikari og er einkar gaman að sjá fótboltamanninn Eric Cantona í litlu hlutverki og Sir John Gielgud sem páfann. Myndinni er leikstýrt af Shekhar Kapur sem er Indverji og þess vegna fær myndin öðruvísi og fersklegri blæ en mörg önnur búningadrama. Á heildina litið er þetta mjög góð mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi stórgóða og áhrifamikla mynd hefur eins og flestu kvikmyndaáhugafólki er kunnugt hlotið mikið lof gagnrýnenda og margvíslegar viðurkenningar. Hún var tilnefnd til sjö óskarsverðlauna 1998; þ.á.m. sem besta kvikmynd ársins, fyrir besta leik í aðalhlutverki kvenna (Cate Blanchett) og fyrir bestu tónlistina og búningahönnun, en hlaut óskarinn fyrir bestu förðun. Hún var einnig tilnefnd til tólf verðlauna hjá bresku kvikmyndasamtökunum BAFTA. Hlaut m.a. verðlaunin fyrir kvikmyndatöku, besta leik í aðalhlutverki kvenna (Blanchett) og besta leik í aukahlutverki karla (Geoffrey Rush). Segja má með sanni að myndin og aðstandendur hennar eigi allar þessar viðurkenningar skilið, ekki síst hinn frábæri leikhópur myndarinnar. Myndin hefst árið 1554. England hefur lotið stjórn hinnar kaþólsku Maríu drottningar (Kathy Burke) sem er hatrammur andstæðingur mótmælenda í landinu. Þar sem hún á sjálf engin börn og þar með engan erfingja að krúnunni óttast fylgismenn hennar að eftir hennar dag nái hálfsystir hennar, Elísabet (Blanchett) sem er mótmælandatrúar, völdum. Þeir hvetja því Maríu til að ákæra Elísabetu um landráð og láta taka hana af lífi. Af aftökunni verður þó ekki og þegar María deyr er Elísabet krýnd drottning aðeins 25 ára að aldri. Krýningu Elísabetar fylgja miklar pólitískar hreinsanir því ráðgjafar hennar, þar á meðal hinn slóttugi Sir Francis Walsingham (Rush), ráðleggja henni eindregið að koma upp um óvini sína innan ríkisstjórnarinnar og láta taka þá af lífi. Smám saman tekst Elísabetu síðan að útrýma öllum helstu andstæðingum sínum og að lokum er hún orðin svo trygg í sessi að enginn sem er á móti henni þorir að láta mótmæli sín í ljós. Þegar Elísabet kemur næst fyrir sjónir almennings eftir hreinsanirnar hefur hún umbreytt sér í hina goðsagnakenndu meydrottningu, óárennileg, ósnertanleg og ósigrandi ... (rétt eins og Dame Judi Dench túlkaði drottninguna í óskarsverðlaunahlutverki sínu í "Shakespeare in Love", þá undir lok ferils hennar). Hér smellur allt saman til að skapa ógleymanlega kvikmynd; góð leikstjórn, fínt handrit, afbragðsgóð tónlist, fallegir búningar og glæsilegar sviðsmyndir, en aðall hennar er leikurinn í henni. Cate Blanchett er afbragðsgóð í hlutverki drottningarinnar og sannar endanlega að hún er úrvalsleikkona, óskarsverðlaunaleikarinn Geoffrey Rush er afar góður í hlutverki Sir Francis Walsingham. Meðal annarra leikara myndarinnar má minnast á Joseph Fiennes, Emily Mortimer Christopher Eccleston, Edward Hardwicke og óskarsverðlaunaleikstjórann Richard Attenborough. Síðast en ekki síst skal minnast á stórleik óskarsverðlaunaleikarans og breska leikhússnillingins Sir John Gielgud sem fer á kostum í síðasta kvikmyndahlutverki sínu sem Páll páfi, en hann lést í London 21. maí sl. 96 ára gamall. Hann átti að baki einn virtasta leikferil aldarinnar og hlaut hann óskarinn sem besti leikari í aukahlutverki fyrir meistaralega túlkun sína á þjóninum Hobson í kvikmynddinni "Arthur" árið 1981. Ég mæli því eindregið með að allir sjái "Elizabeth" og njóti þessarar úrvalsmyndar sem er í senn afbragðsgóð og meistaralega útfærð. Þetta er mynd sem flestir kvikmyndaunnendur ættu að sjá og njóta til fullsAlls ekki missa af henni!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

01.01.2024

Banks blakaði höndunum

Kvikmyndavefsíðan Screen Rant tók tvo af aðalleikurum teiknimyndarinnar Anda, eða Migration, tali á dögunum en myndin var frumsýnd hér á landi fyrir helgi. Elizabeth Banks, sem fer með hlutverk Pam, segir að stór h...

24.02.2023

Svartbjörn á kókaíni

Hugmyndin að myndinni Cocaine Bear, sem kemur í bíó í dag, er sótt í raunverulega atburði sem áttu sér stað árið 1985 þegar svartbjörn komst í kókaín sem var varpað út úr flugvél eiturlyfjasmyglara og át stóran strigapo...

25.11.2022

Barátta fyrir réttlæti og viðurkenningu

Leikararnir í flugmyndinni Devotion, sem kemur í bíó hér á Íslandi í dag, þykja slá í gegn. Myndin er smart og fáguð og hefst á loft þegar áhorfandinn á síst von á því. Devotion er byggð á raunverulegum atb...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn