Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Super 8 2011

(Darlings, Wickham)

Justwatch

Frumsýnd: 15. júní 2011

It arrives.

112 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 81% Critics
The Movies database einkunn 72
/100

Myndin gerist árið 1979 í smábæ í Ohio-fylki í Bandaríkjunum. Nokkrir krakkar eru að taka upp litla mynd á Super 8-myndavél þegar þeir verða vitni að svakalegu lestarslysi eftir að pallbíll ekur inn á teinana, beint í veg fyrir flutningalest. Strax eftir slysið sjá krakkarnir eitthvað mjög undarlegt og illútskýranlegt yfirgefa flakið. Herinn er óvenju... Lesa meira

Myndin gerist árið 1979 í smábæ í Ohio-fylki í Bandaríkjunum. Nokkrir krakkar eru að taka upp litla mynd á Super 8-myndavél þegar þeir verða vitni að svakalegu lestarslysi eftir að pallbíll ekur inn á teinana, beint í veg fyrir flutningalest. Strax eftir slysið sjá krakkarnir eitthvað mjög undarlegt og illútskýranlegt yfirgefa flakið. Herinn er óvenju fljótur á vettvang og vill enginn gefa upp hvað var um borð í þessari lest. Næstu daga láta allir hundar sig einfaldlega hverfa á brott úr bænum, fólk byrjar auk þess að hverfa og fleiri undarlegir atburðir eiga sér stað. Lögreglumaðurinn Lamb er algerlega ráðþrota, en sonur hans, sem er einn krakkanna sem varð vitni að slysinu, ákveður að fá vini sína til að rannsaka þetta mál upp á eigin spýtur. Þeir fara brátt að uppgötva hluti sem eru bæði skelfandi og stórkostlegir, en hvaða atburð þessir hlutir eru fyrirboði um veit enginn – fyrr en það byrjar að gerast...... minna

Aðalleikarar

Joel Courtney

Joe Lamb

Elle Fanning

Alice Dainard

Riley Griffiths

Charles Kaznyk

Kyle Chandler

Jackson Lamb

AJ Michalka

Jen Kaznyk

Ryan Lee

Cary McCarthy

Ron Eldard

Louis Dainard

Gabriel Basso

Martin Read

Zach Mills

Preston

Jessica Tuck

Mrs. Kaznyk

Britt Flatmo

Peg Kaznyk

Glynn Turman

Dr. Woodward

Amanda Foreman

Lydia Connors - Ch 14 News Anchor

Kurt Luedtke

Sheriff Pruitt

Andrew Miller

Kaznyk Twin

Jakob Miller

Kaznyk Twin

Guy Ritchie

Sitcom Actor

Jacob Smith

Weapons Commander

Michael Hitchcock

Deputy Rosko

Leikstjórn

Handrit

Notalegt afturhvarf til bernskunnar
Super 8 er eins og sérstaklega skrifuð fyrir Steven Spielberg, sem er einn aðal framleiðandinn. Jeffrey Jacob Abrams, handritshöfundurinn og leikstjórinn er reyndar mikill aðdáandi verka Spielbergs.

Myndin gerist í Bandaríkjunum árið 1979 og fjallar um vinahóp, börn sem eru að búa til stuttmynd á super 8 tökuvél. Þau verða vitni að rosalegu lestarslysi þar sem einhver óvættur er um borð. Innan skamms fer í gagn dularfull atburðarás þar sem krakkarnir eru í kröftugri hringiðu atburða.

Sorg og söknuður er í bakgrunni myndarinnar þar sem ein aðal söguhetjan var að missa móður sína í slysi og hefur það áhrif á hóp af fólki sem tengist þeim atburði. Hugarheimur og umhverfi barnanna skilar sér í gegn ásamt tíðarandanum, oft í einlægum og broslegum senum sem rifja upp bernskuár þeirra sem fæddir eru í kringum 1965 – 1970. Fyrir börn og unglinga í dag er þetta ólíkur en áhugaverður heimur, þarna fyrir 32 árum árið 1979.

Lestarslysið er ótrúlega flott og vel gert. Eins og það ætli engan endi að taka. Þvílík læti. Óvætturinn dularfulli í lestinni, sýnir sig smátt og smátt í spennandi ferli sem er mikil ráðgáta fyrir áhorfandann. Minnir talsvert á stigmagnandi uppbygginguna í myndinni Jaws.

Börn eru í nær öllum aðalhlutverum í þessari mynd. Joe og Alice eru aðalpersónurnar. Þau tengjast saman á fleiri en einn hátt, bæði jákvæðan og neikvæðan og kallar það fram flókna og erfiða fléttu á milli þeirra sem skilar sér í gegnum handritið, næmni í leikstjórn og efnilegum tilþrifum ungu leikarna, Joel Courtney og Elle Fanning (litla systir Dakota Fanning). Kyle Chandler þekkjum við úr King kong og Grey´s anatomy. Hann leikur lögguna, pabba hans Joe.

Þessi saga er fjarri því að vera frumleg og er í rauninni á flestan hátt verið að endurgera þá upplifun og takta sem er að finna í mörgum mynda Spielberg frá fyrri tíð. En það er ekkert nýtt í Hollywood að notuð séu gömul stef í nýjum verkum. Hér er það notalegt afturhvarf til bernskunnar þar sem bæði Abrams og Spielberg spegla sig í þessum ungu persónum myndarinnar sem byggðar eru á þeim sjálfum á margan hátt.

Kvikmyndatakan, klippingin og hljóðvinnslan er óaðfinnanleg. Lög frá lokum 8. áratugarins heyrast í myndinni. Gömul uppáhaldslög frá ELO ofl. Þessi mynd virkar vonandi sem hvatning fyrir ungu kynslóðina að búa til kvikmyndir. Það er mun auðveldara nú en fyrir 32 árum.

Myndin er fyrir alla aldurshópa. Foreldrar hafa gaman af að fara með börnin og unglingana. Ekki rjúka strax út eftir að textinn byrjar að rúlla í lok myndarinnar.

Þó að ég hefði viljað sjá frumlegri endi þá er Super 8 ein skemmtilegasta mynd sem ég hef séð lengi.

Leikstjórinn og handritshöfundurinn J.J Abrams er best þekktur fyrir aðkomu sína að Lost, Fringe, Star trek, Mission Impossible III ofl
Framleiðandinn er sjálfur Steven Spielberg ásamt öðrum.

50 milljón US dollara mynd í dreifingu hjá Paramount.
Enskt tal með íslenskum texta. 112 mínútur, bönnuð innan 10 ára, frumsýnd í júní 2011
Sýnd í SAMbíóum og Smárabíó.

Einkunn: þrjár super 8 mm spólur (3 af 5)

siggi@svipan.is
Spielberg er ekkert að slakna.
Steven Spielberg er og hefur alltaf verið á top 3 af bestu leikstjórum í heimi og hann er ekkert að fara úr þessum stól þrátt fyrir aldur. Þarna kemur hann með Super 8 sem fer svoldið í spor E.T. myndarinnar. Spielberg kom með E.T. árið 1982 og þá sló hann heldur betur í gegn, Super 8 er að fara sömu spor og E.T. nema að það er auðvitað búið að breyta henni mikið. Steven Spielberg kemur með Super 8 og hún verður eftirminninleg og virkar þrælvel. Spielberg er einn af okkar vitrustu mönnum í kvikmyndabransanum ég segi það af því að hann hefur alltaf gert hrikalega góðar spennumyndir og líka allar hans bestu myndir (þær þurfa ekkert að vera bestu) standa uppi með Óskarsverðlaunabikurum. J.J. Abrams hefur ekki átt jafn góðan bakgrunn og Spielberg en samt gefið okkur nokkur góð verk (Lost, Star Trek) svo auðvitað Super 8. Ég var heltekinn um leið og ég sá trailerinn svo auðvitað verður maður að hoppa á hana í bíó. Leikaravalið hjá þeim er alveg frábært og þó að þetta eru aðeins krakkar samt geta þau gert senurnar sínar alveg stórkostlegar og tilfinningaríkar.

Jackson Lamb (Kyle Chandler) missti eiginkonu sína í vinnuslysi þar sem hún var að vinna og Joe Lamb (Joel Courtney) missti móður sína. Svo fjórum mánuðum síðar þá er Charles (Riley Griffiths) að taka þátt í stuttmyndakeppni og þar er hann með sér Joe ,Alice Dainard (Elle Fanning), Cary (Ryan Lee), Martin (Gabriel Basso) og Preston (Zach Mills). Öll þau sex fara út um miðnætti á lestarstöð þar sem þau ætla að taka upp skot, en svo skyndilega þá kemur Dr. Woodward (Glynn Turman) á harðaspretti uppá lestarteinana og veldur hryllilegu lestarslysi, svo þegar allir eru búnir að ná áttum hvað gerðist þá fara þau og finna Dr. Woodward í bílnum sínum (það sem er eftir af honum) og þar reynist hann hálf lifandi og nær að reka börnin í burtu og bannar þeim að tala um þetta mál við neinn.
Eftir nokkra daga þá byrjar allt rafmagnið í bænum að koma og fara og bæjarbúar verða hræddir og hræddari því fólk og dýr eru að týnast. Jackson Lamb fer svo í málið....

Ef við ættum að lýsa myndinni við E.T. Og Jaws þá eru þær ekkert svo ólýkar. Byrjum á E.T.

E.T. þar finnur strákur geimveru og tekur hana að sér og verndar hana og passar, svo reynist herinn ætla að ná henni og pottþétt drepa hana. Strákurinn þarf að fela hana og passa og svo ná þeir góðu sambandi við hvor annan og allt gengur vel svo fer strákurinn að reyna finna út hvað vill þessi geimvera og hvaðan kemur hún ?. Hann leitar og leitar að svari og finnur ekkert strax, þegar loks E.T. veran lærir að segja nokkur orð þá kemur í ljós hvað hún vill en hernum er alveg slétt sama hvað hún vill og reynir að ná henni og eyða henni. Svo þegar strákurinn gerir líka allt sem hann getur til að koma E.T. þangað þar sem E.T. vill fara og vera þá er alltaf herinn fyrir og vill fá geimveruna.

Tökum nú Jaws

Jaws 2. Þá týnist krakkar og faðir annars barns kemur og reynir með öllu sínu valdi að ná börnunum aftur til sín. Faðirinn þarf að brjóta fullt af lögum og þarf svo að horfa uppá fólk deyja allstaðar, honum er alveg sama en hann vill bara fá börnin sín aftur til sín og drepa þetta skrímsli. Börnin þurfa auðvitað að taka stórar áhættur og hættulegar til að lifa af, auðvitað meiðist einhver í þessari ferð. Jaws 2 þá er ekkert skrímsli heldur hákarl og það vilja allir stoppa hákarlinn og helst hengja og brenna en það væri hægt.

Tökum núna Super 8 Ætla ekki að segja neitt um hana meir það gæti valdið spoilerum......

Saman eru þessar þrjár myndir mjög líkar. Spielberg kemur með nýja mynd með uppruna úr E.T. og Jaws með nýjum söguþræði. Allt þetta gengur mjög vel upp og er alveg stórkostlegt ævinntýri og mjög góð spenna. Spielberg gerir best svona ævinntýri sem innifelur svakalega stóra og stranga spennu sem leiðir til Óskarsins.


Endirinn er alltof mikið Spielberg og þegar það kemur að endinum þá munu þið bara hugsa um hvesu mikið þetta er svo ekta Spielberg og hann er ekkert að fara að bæta úr endanum sínum. En endirinn er alls ekki lélegur ef þið haldið það endirinn virkar þræl vel en hann er bara svo mikið Spielberg og verður það bara. " Mér finnst frekar undarlegt hvað Super 8 tekst vel að ná öllu því erfiða rétt nema endinum." (T.V) Ég get ekki verið meira sammála Tomma um þetta.

Einkunn: 8/10 - Ef endirinn væri ekki svona Spielberg þá væri það auðvitað 9. Þrátt fyrir það þá virkar Super 8 alveg svakalega vel og álitið hjá J.J.Abrams hækkar stöðugt með hverju verki sem hann skilar til okkar.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mjög flott blanda af gömlu og góðu efni
Ég fíla hluti sem J.J. Abrams skapar, skrifar og leikstýrir. Eins og Star Trek, Mission Impossible 3, Cloverfield og sjónvarpsþætti eins og Lost og Fringe, núna er það Super 8. Hvernig ég myndi lýsa henni þá er þetta eins og Stand By Me, nema það er einnhverskonar vera sem er á ferðinni. Semsagt, ég fíla hana mjög mikið, langar rosalega mikið til að sjá hana aftur. Hún hafði líka Spielberg-takta sem mér bæði líkar við og er líka óánægður með (endirinn, pælið í honum).

Myndin er skrifuð af sjálfum herranum Abrams sem að ég er ánægður með því að hann kemur með góðar hugmyndir og þær eru oftast spældar, gott mindfuck (Fringe gott fólk, algjör snilld) en útskýringarnar á atvikunum/mindfokkinu verða annaðhvort cheep (er að horfa á þig Lost) eða mjög flottar (hæ Fringe). Í þessu tilviki er þetta jaaa, frekar cool finnst mér. Atburðarrásin og flæðið er mjög gott, persónurnar vel skrifaðar og samböndin mjög sterk milli persónna.

Annars var útlitið og hasarinn geðveikslega flottur. Klippingin og tökurnar voru mjög sterkar (Abrams er með það í blóðinu). Eitt annað nefnt með hasarinn, fokking mergjað lestar-slys! Augun mín skitu þrjú þroskaheft mexíkósk börn þegar þau litu á þetta svakalega atriði, ég varð orðlaus. Leikararnir voru líka góðir, krakka hópurinn stóðu sig með prýði, ekki alveg eins sterkt og krakkarnir í Let Me In en stóðu sig samt mjög vel. Í stuttu máli var þessi mynd geðveikt góð, samt ókostirnir við myndina var að Spielberg-taktarnir voru stundum of miklir og endirinn var Spielberg-legastur af þeim öllum (alls ekki gott). Samt: Good Shit mynd, ætla að sjá hana aftur!

8/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hrikalega góð Spielberg-kópía
Fyrir þá nýliða sem eru ekki alveg klárir á því þá var Steven Spielberg einu sinni einn besti svokallaði "genre" leikstjórinn. Þann mann kalla ég "gamla Spielberg" og var hann ábyrgur fyrir spennandi og fjölbreytta rússíbana – þá bæði tilfinningalega og venjulega - sem náðu alveg frá vísindaskáldskap til hákarlahryllings og eltingarleikjamynda. "Nýi Spielberg" er þessi sem byrjaði að gera fullt af Óskarsmyndum inn á milli. Sá er vafalaust betri kvikmyndagerðamaður (Schindler's List er líka ein allra besta mynd sem ég hef séð!), en hinn er sennilegast örlítið skemmtilegri. Þessi nýi hefur samt reynt að feta aftur í fótspor þess gamla en oft með missterkum árangri. Annars dýrka ég þá báða, þrátt fyrir að kallinn þjáist oft fyrir vandamál sem bitna oftast á lokasenunum sínum. Super 8 er án efa stærsta ástarbréfið til gömlu Spielberg-myndanna sem ég hef nokkurn tímann séð, sem er frekar einkennilegt miðað við það að hann er einn helsti framleiðandi hennar.

Það er súrrealískt hvað J.J. Abrams er áberandi ástfanginn af fyrri verkum stjóra síns, og nokkrum af hans nýrri. Handritið hans er hinn furðulegasti nostalgíugrautur sem tekur ýmis (og oft falin) hráefni úr Jaws, E.T., Close Encounters og stráir þau yfir Stephen King-klassíkina Stand By Me með aðeins pínkulítinn vott af War of the Worlds og Jurassic Park-legum hasar. Maður spyr sig hvernig svona útkoma geti verið nokkuð annað en hugmyndasnauð og áreynslumikil en af einhverjum ástæðum tekst Abrams að setja sinn eigin stimpil á þennan tröllvaxna virðingarvott sinn. Og það gerir hann með því að hlaða sögunni passlegu magni af vel uppbyggðri spennu, smá gríni (til að minna okkur á það að þetta á að vera gaman), höggþéttu mannlegu drama sem erfitt er ekki að sogast dálítið inn í og einhverri flottustu lestarslyssenu sem ég hef séð. Þessu er síðan skreytt með trúverðugum leik – þá sérstaklega frá ungu fólki, glæsilegri kvikmyndatöku og öflugri tónlist (bæði score-i og soundtrack-i) sem setur alveg rétta andann. Spielberg-sjálfsfróunin breytist að lokum í faglega unna bíómynd sem setur mjög nýstárlegan svip á gamalt efni. Svoleiðis væri ég til í að sjá oftar frá Hollywood.

Þeir sem hafa horft á einhver sýnishorn fyrir þessa mynd eru fullmeðvitaðir að hér sé um einhvers konar skrímslamynd að ræða. Að segja að það sé eitthvað kvikindi hér á ferð í sögunni tel ég ekki vera spoiler. Sagan á bakvið hvað það er og hvaðan það kemur er aftur á móti allt annar handleggur, og hana læt ég í friði. Það sem heillaði mig samt mest við Super 8 var kjarnasagan, sem gengur út á samskipti tveggja ólíkra feðra, barna þeirra og tengsl þeirra við óheppilegt slys. Myndin er gjörsamlega pökkuð af tilfinningum (og greinilega feðratengdum vandamálum – það gerist ekki meira klassískt Spielberg heldur en það!), jafnvel svo mikið að skrímslið í sögunni er algjört aukaatriði. Abrams veit samt alveg hvað hann vill og lætur aldrei melódramatík eða væmni eyðileggja fyrir sér. Það er geysilega sterk umhyggja til staðar fyrir þessari sögu sem hefur ekki sést áður í mynd frá honum, en kannski það að hann skrifar heilt kvikmyndahandrit sjálfur í fyrsta sinn hafi eitthvað um það að segja. Stundum var mér m.a.s. sama um hvað það var sem gekk laust um bæinn, ég var orðinn svo hrifinn af persónunum og samskiptum þeirra. Enginn leikari stóð sig illa, sama hversu ungur eða óreyndur. Áhrifamestu senuna átti samt hin 13 ára Elle Fanning (Joel Courtney var þarna líka), og það var óhuggulega stutt í það að táraflóð hennar hefði smitast yfir á mig. Rosalega geta þessar Fanning-systur grátið!

Annars hækkar Abrams sífellt í áliti með öllu sem hann gerir, sem sýnir að hann á eftir að verða einn sá besti í sínu fagi í framtíðinni. Ef við látum sjónvarpsmiðilinn í friði (ég datt því miður út úr Lost löngu áður en það kláraðist) og skoðum aðeins kvikmyndaferilinn hans hingað til þá er auðséð að hann betrumbætir sig alltaf aðeins með hverri mynd. Mission: Impossible III – klárlega besta myndin í þeirri seríu - sýndi að hann kynni að búa til fjölbreyttan hasar með einkennandi tökustíl, en rólegu senurnar voru kannski aðeins of stirðar. Svo kom Star Trek, og þá gekk hann lengra með stílinn sinn og dramað var strax orðið betra. Super 8 sameinar alla þá kosti sem hann hefur smalað til sín og bætir hann nýjum við eins og ekkert sé eðlilegra.

Abrams sér einnig til þess að myndin sé jafnmikill rússíbani á þínar tilfinningar og persónanna. Þú hangir á alvarlegu senunum með límdum áhuga en þegar kemur að hörðum spretti undan skepnu sem þú veist ekkert um verður myndin rosalega spennandi, eiginlega á mörkum þess að vera taugatrekkjandi. Abrams meðhöndlar líka spennuuppbygginguna og fjölskylduvæna óhugnaðinn eins og alvöru fagmaður; Engar fyrirsjáanlegar bregður, engin svindl og hann dettur aldrei í þá gryfju að sýna ófétið of snemma til að hætta á því að drepa óttann. Hann hefur þá mikið lært af þeim mistökum sem *hin* skrímslamyndin úr smiðju hans, Cloverfield, gerði, með því að sýna aðeins of mikið og alltof snemma. Hérna fer hann Jaws-leiðina með því að stríða okkur reglulega – sem svínvirkar - og afhjúpar svo á hárréttum stað. Minna er svo sannarlega meira í þessu tilviki.

Það eru nokkrir hlutir sem gengu svolítið yfir strikið fyrir mig, og verst er að gallarnir hrúgast allir nálægt sama staðnum. Endirinn er aðeins of mikil Spielberg-eftirherma, sem ég meina að sjálfsögðu ekki á mjög jákvæðan hátt. Hann var góður upp að vissu marki og kom vel út fyrir söguna en maður fær þá tilfinningu að hann hafi reynt fullmikið að endurgera það sem áður virkaði. Það er líka áberandi symbolismi þarna í endann sem mér fannst jaða við það að vera hallærislegur. Abrams hefði alveg eins getað stafað það út með texta það sem var verið að reyna að segja okkur. Mér finnst frekar undarlegt hvað Super 8 tekst vel að ná öllu því erfiða rétt nema endinum. Ég get heldur ekki sagt að mér hafi fundist skrímslahönnunin verið eitthvað sérstaklega aðdáunarverð, þótt sú kvörtun sé heldur minniháttar. Ímyndið ykkur samt Cloverfield-skrímslið, bara 10 sinnum minna og tvöfalt steraðra. Lúkkið slapp samt alveg, en með frumlegri hönnun hefði það orðið miklu minnisstæðara.

Þessi mynd ætti skilið grjótharða áttu ef ég hefði verið tilfinningalega búinn á því eftir að hafa horft á hana. Ég er ánægður að sjá Abrams vaxa svona mikið sem kvikmyndagerðarmann (hann mætti samt aðeins minnka þetta "lense flare" æði sitt), en á meðan Super 8 sýnir mestu hæfileikana sem hann hefur hingað til sýnt þá fylgja nokkrir ókostir því að reyna að líkjast átrúnaðargoði sínu of mikið. Spielberg ætti að vita það sjálfur. Hann reyndi að sýna bestu Kubrick-taktana sína þegar hann gerði A.I. fyrir einhverjum áratugi síðan. Sú mynd fór vel af stað og hitti á réttu nóturnar þangað til að leið að lokasenunum, sem voru hörmulegar. Þessi er aðeins betur heppnuð en þjáist alveg jafn mikið þegar uppi er staðið. Semsagt fjandi góð en ekki súper-geðveik.

7/10

PS. Fylgist með kreditlistanum.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

27.01.2023

Persónulegasta mynd Spielbergs

Steven Spielberg hefur sagt að flestar hans myndir byggi sumpartinn á einhverju sem hann hefur upplifað. The Fabelmans, sem kemur í bíó í dag, er hins vegar byggð á hans eigin ævi, uppvexti og unglingsárum fram á fullorðinsár....

29.11.2021

Vill hafa Sjúgðu mig Nínu óaðgengilega

Óskar Jónasson er einn af mikilvægustu leikstjórum íslensku kvikmyndasögunnar. Hann hefur leikstýrt kvikmyndum eins og Reykjavík Rotterdam (2008), Perlur og svín (1997) og Sódóma Reykjavík (1992). Sú síðastnefnda er án efa í uppáh...

09.12.2015

Jóhann mætir á Stockfish

Kvikmyndahátíðin Stockfish Film Festival tilkynnti í dag um fyrstu sex myndirnar sem sýndar verða á hátíðinni í febrúar 2016, og tvo gesti sem sækja hátíðina heim. Annar þessara gesta verður tónskáldið Jóhann Jóha...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn