Náðu í appið
Bönnuð innan 14 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

The American 2010

(A Very Private Gentleman)

Justwatch

Frumsýnd: 8. október 2010

105 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 64% Critics
The Movies database einkunn 61
/100

Jack er mikill fagmaður þegar kemur að því að myrða fólk, enda er hann afburða leigumorðingi. Þegar verkefni í Svíþjóð endar harkalegar en hann bjóst við, strengir hann þess heit við tengilið sinn Larry, að næsta verkefni verði hans síðasta. Það verkefni er í ítölsku sveitaþorpi. Í þorpinu vingast Jack við prestinn á staðnum, séra Benedetto,... Lesa meira

Jack er mikill fagmaður þegar kemur að því að myrða fólk, enda er hann afburða leigumorðingi. Þegar verkefni í Svíþjóð endar harkalegar en hann bjóst við, strengir hann þess heit við tengilið sinn Larry, að næsta verkefni verði hans síðasta. Það verkefni er í ítölsku sveitaþorpi. Í þorpinu vingast Jack við prestinn á staðnum, séra Benedetto, og lendir í ástarsambandi við konu úr þorpinu, Clöru, en hvorutveggja er mjög óvenjulegt fyrir Jack sem kýs yfirleitt frekar að halda sig utan sviðsljóssins. Þetta gæti nú teflt hlutunum í tvísýnu. ... minna

Aðalleikarar

George Clooney

Jack / Edward

Nona Tyson

Mathilde

Paolo Bonacelli

Father Benedetto

Odessa Rae

Hunter #2

Odessa Rae

Old Cheese Vendor

Samuli Vauramo

Young Swedish Man

Leikstjórn

Handrit

Clooney kann'etta
Ég ætla bara byrja strax að koma því á framfæri að George Clooney er einn af þessum leikurum sem ég gjörsamlega dái. Hann er í efsta sæti í góðum hóp af mönnum eins og Arnold S. Og Micheal Douglas. Þannig að 90 mínútna kvikmynd með nánast engum nema George Clooney virkar fínt fyrir mig, en ef þetta hefði verið einhver annar leikari þá held ég að þetta hefði ekki gengið. Síðan á meðan að ég er á umræðuefninu, hversu mergjaðslega yndislega geðveikt væri það að sjá Clooney og Arnold saman í mynd? Eða bíddu..er sú mynd kannski til? http://bit.ly/b0KaWj

The American kynnir sig kannski eins og hasar/tryllir/drama, hún inniheldur samt sem áður engan hasar. Þetta er heldur ekki þessi vanalegi tryllir sem við erum öll vön því að sjá. Myndin byrjar í Svíþjóð þar sem leigumorðinginn Jack (George Clooney) er í litlum kofa út í rassgati með einhveri konu. Aðeins seinna er gert áras á þau og þarf Jack þessvegna bæði að drepa árasarmanninn og konuna (Clooney er líklegast eini maðurinn í heimi sem nær að skjóta konu í hausinn án þess að maður verður reiður, ætli hún hafi nokkuð búið til samloku fyrir hann heldur). Vegna þess þarf Jack að flýja í litíð þorp í Ítalíu og fela sig þar í nokkra mánuði frá árasarmönnunum sem eru ennþá að elta hann. Einnig komust morðin í dagblöðin. Þar sem allt fór úrskeðis ákveður Jack að samþykja síðasta litla verkefnið og setjast svo í helgan stein. Þar sem hann þarf hvort sem er að eyða mörgum mánuðum í þorpinu ákveður hann að reyna kynnast einhverju fólki og verður meðal annars ástfangin af vændiskonu. Sem kemur honum sjálfum á óvart þar sem hans eigin reglur banna honum að mynda vinskap við annað fólk. Það er versta er, hann má engum treysta.

Þó að þessi söguþráður gæti búið til marga möguleika fyrir alveg sjóðheita hasar mynd sem endar þannig að hálft þorpið er í rúst og allir í bænum annaðhvort dauðir eða í fangelsi fyrir að hafa reynt að drepa Jack, því að þau voru öll að vinna fyrir manninn sem vildi sjá hann feigan,Þá er hún alls ekki þannig. Myndin er hæg. Hún er svo hæg að hún lætur Lödu Sport líta vel út. Það þýðir samt ekkert endilega að The American sé leiðinleg, alls ekki. Anton Corbijn nær hérna að fullkomna mynd þar sem orðin eru fá og líkamshreyfingar mikilvægastar. Það gæti komið mörgum á óvart að þetta er fyrsta alvöru kvikmyndin hans, en hann hefur unnið mikið í tónlistariðnaðinum og þá sérstaklega fyrir U2. Hann tók upp mynd sem ber nafnið Linear og var gerð fyrir nýjustu plötu U2 (No Line on The Horizon). Myndin fylgdi með deluxe settinu mínu af No Line þannig að ég hafði þann möguleika að horfa á hana á þeim tíma, og gerði það. Þar er ekki sagt eitt orð í gegnum alla myndina heldur tónlistin af No Line notuð, þannig að þetta er eiginlega eitt stórt tónlistarmyndband fyrir alla plötuna.

Ástæðan á því að ég sé að tala um þetta er að George Clooney þarf einmitt að ná að fullkomna þennan stíl sem Corbijn er að sækjast eftir, að líkamstjáningin segji okkur áhorfendunum hvernig karakternum líður. Sem betur fer er Clooney frábær leikari og nær að fullkomna þetta. Hann leikur hlutverkið sitt svo vel að margir hafa talað um að hér gæti óskarsverðlaunatilnefningu verið um að ræða. Þetta er lykilhlutverk þar sem nánast öll myndin snýst um Clooney og hans dvöl í þorpinu, það er ekki mikið talað í myndinni en við sjáum alveg hvað hann er að hugsa og hvernig honum líður. Hinir leikararnir standa sig mjög vel, þá sérstaklega Paolo Bonacelli sem leikur prestinn sem á eftir að hafa áhrif á hvernig Jack hugsar um alla stöðuna sína í þessu máli. Kvikmyndatakan er einnig mjög flott og nær að halda manni inní myndinni þegar hún er á sínu hægasta.

Þegar litið er á The American í heild sinni þá sjáum við mjög svo hæga mynd sem verður samt aldrei leiðinleg. Hún inniheldur engan svakalegan hasar og heldur engin rosaleg samtöl. Bara saga Jacks á meðan hann er að fela sig í þessu þorpi og hvernig hann drepur tíman, á meðan hann getur ekki treyst neinum. Kvikmyndatakan og tónlistin er góð, leikstjórnin er frábær og leikurinn tip-top. Niðurstaða : Mæli alls ekki með henni fyrir alla, og vara fólki strax við því að búast ekki við brjálæðri hasarmynd. Farið á hana til að sjá vel leikstýrða og leikna mynd með góða sögu.

Einkunn : 8
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

21.06.2020

Mótmælendamynd Sorkin mögulega beint á Netflix

Næsta kvikmynd handritshöfundarins og leikstjórans Aaron Sorkin, gæti farið beint á Netflix, og sleppt því alfarið að fara í bíó. Aaron Sorkin svarar spurningum úr sal. Sagt er frá málinu í á vef Radio Times. Sork...

04.09.2019

Heimsfrægur leikari á RIFF

Hinn heimsfrægi Hollywood leikari John Hawkes mun koma á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík (RIFF) sem haldin verður 26.09. – 06.10. 2019. John Hawkes er margverðlaunaður listamaður og var tilnefndur til Ósk...

16.02.2019

Downfall leikari látinn

Svissneski leikarinn Bruno Ganz, sem fór eftirminnilega með hlutverk Hitlers í kvikmyndinni Downfall, eða Der Untergang eins og myndin heitir á frummálinu, er látinn, 77 ára að aldri. Hann lést í Zurich í heimalandinu, e...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn