Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

127 Hours 2010

Justwatch

Frumsýnd: 18. febrúar 2011

There is no force more powerful than the will to live.

94 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 93% Critics
The Movies database einkunn 82
/100

127 Hours er sannsöguleg mynd um ungan mann að nafni Aron Ralston, en hann er gríðarlega mikill áhugamaður um fjallaklifur. Hann leggur í slíkan leiðangur einn síns liðs en verður fyrir því óhappi að falla niður gljúfur í afskektum klettum í Utah og festa hendina í sprungu.Næstu fimm dagar fara í að halda lífi og sönsum þegar hann horfir fram á að engin... Lesa meira

127 Hours er sannsöguleg mynd um ungan mann að nafni Aron Ralston, en hann er gríðarlega mikill áhugamaður um fjallaklifur. Hann leggur í slíkan leiðangur einn síns liðs en verður fyrir því óhappi að falla niður gljúfur í afskektum klettum í Utah og festa hendina í sprungu.Næstu fimm dagar fara í að halda lífi og sönsum þegar hann horfir fram á að engin björgun er á leiðinni og ekkert nema dauðinn bíður hans. Hann fer yfir lífshlaup sitt, minningar, vonir og þrár og allt sem hann á ógert. Hann hugsar til fjölskyldu sinnar, ástvina, foreldra og þeirra tveggja göngukvenna sem hann hitti síðast fyrir slysið. Verða þær tvær síðustu manneskjurnar sem hann sá á lífi? ... minna

Aðalleikarar

James Franco

Aron Ralston

Amber Tamblyn

Megan McBride

Kate Mara

Kristi Moore

Lizzy Caplan

Sonja Ralston

Kate Burton

Donna Ralston

Treat Williams

Larry Ralston

Koleman Stinger

Aron Age 5

Daoud Spencer

Sonja Age 10

Leikstjórn

Handrit

Vá hvað ég er búinn að vanmeta Franco
Ef Franco fær ekki Óskarinn fyrir besta hlutverkið þá verður önnur sprenging í Bandaríkjunum sem verður mjög líkt 9/11.
Að horfa á þennan mann í þessari mynd er sársaukafullt og það eru ekki margir sem geta það. Svo segist hann ætla að hætta að leika, það bara kemur ekki til mála (Eitthvað slúður sem var fyrir löngu). Ég vanmat hann mjög mikið þegar ég var að rúnka mér yfir Spider-Man myndunum, því mér fannst hann ekki góður þó. En ég horfði svo á myndir sem hann lék í áður (Freaks & Geeks) og þá fattaði ég að þetta var bara hlutverk sem hann var bara fastur í og var heldur ekkert það gott hlutverk. Núna er hann að blómstra meira og meira (Howl, Milk, Pineapple Express og svo næst Rise of the Apes) og þetta er nýjasta myndin hans (tek ekki The Green Hornet með) og ég vona það innilega að hann geri fleiri gimsteina. Það væri gaman að sjá Franco og Boyle gera mynd saman aftur, því þeir passa helvíti vel saman. Með klikkaða stílinn hans Boyle og geðveikan leik hjá Franco, kemur mjög góð útkoma.

Danny Boyle er þessi leikstjóri sem maður hlakkar ávallt til að sjá eitthvað nýtt frá. Hann er ekki búin að gera neitt combo-break frá Sunshine og alveg hingað og það er frekar impressive. Annars er mjög margt gott hægt að segja um hann, ég veit ekki alveg um galla. Sko, hann er góður en það er eitthvað við það sem hann gerir sem getur valdið því að maður verði rangeygður og hvað meina ég með því? Eins og í 127 Hours, þá veit maður að hann er að ganga í gegnum fokking ógeðslega hluti og þá er auðvitað mjög erfitt að horfa, en þegar hann setur þetta allt í einni runu, þá verður þetta ekki beint þreytandi, frekar þannig að maður hættir að segja 'damn' eða eitthvað þannig álíka. Fékk ekki að melta þetta, mér varð bara illt í maganum. En leikurinn kemur ekki nálægt því sko, Franco var gordjöss!

Það var frekar ótrúlegt hvað handritið var sterkt og hélt sér ennþá uppi þótt að það hafi ekkert allt verið að gerast á staðnum sem hann var fastur á. Það voru til dæmis mörg sterk atriði sem tengdust ekki atburðarásinni (að hann var fastur við huge stein). Flashback-in hans voru engir filterar eða neitt, sem kom mér frekar óvart. Samt, það átti ekkert að koma óvart því að þetta er persónusaga (dööööööÖÖÖÖ!!). Myndin lúkkar bara þannig eins og þetta sé bara um atburðarás. Myndin er fokk trúverðug og ekki ýkt á neinn hátt. Það er líka fróðlegt að sjá svona 'á bak við tjöldin' því þegar ég heyrði fréttina fyrst þá var ég bara 'ok', en að sjá það sem gerðist í alvörunni, maður finnur fokk mikið til með honum.

Rosaleg mynd, skylduáhorf.

8/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Fín ræma
Hef alltaf verið aðdáandi Danny Boyle. Fór spenntur að horfa á þessa mynd. Vissi nákæmlega ekkert um hvað hún var. Byrjaði myndrænt, þar sem við fengum að kynnast náunga sem var sportfrík og á leiðinni út í eitthvað ævintýri. Hitti gellur, sem ég bjóst við að myndu fléttast aftur inn í söguna. En þá skeði það, hann datt og flækti hendina í grjótinu. Það sem eftir kemur er síðan langur kafli af einveru, stútfullur af sniðugum kvikmyndabrögðum og einfaldleika, lífguð upp af draumasenum og gömlum atburðum. Ágætis mynd, en ekkert sem ég tek með mér í gröfina yfir topp 10 kvikmyndir sem ég hef séð.

Leikurinn var mjög góður, og sagan átti alveg skilið að vera sögð, hefði ekki hentað sem stuttmynd að mínu mati og passaði ágætlega inn í þennan búning, þótt hún væri fulllangdregin á köflum, en allt var mjög raunverulegt, og fannst mér endirinn ágætur og ég hætti sáttur að horfa á hana.

Enginn Trainspotting, eða Sunshine. En átti fyllilega skilið að fara upp á stóra tjaldið og ég mæli sterklega með henni. Hún sýnir manni, hvað maður þarf alltaf að vera á tánum í lífinu og hugsa sín næstu skref, þau gætu verið þau síðustu!

Þrjár og hálf maisbaun af fimm!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Fastur Franco er vel áhorfsins virði
127 Hours er önnur myndin frá 2010 sem ég hef séð sem er einungis borin uppi af einni frammistöðu, þar sem ætlast er til þess að áhorfandinn fylgist bara með einum leikara í vægast sagt erfiðum aðstæðum. Hin myndin er vissulega Buried, en síðan er önnur mynd frá sama ári sem spilar með svipuð átök, sem er Frozen. 127 Hours er eiginlega föst (*fliss*) á milli þessara tveggja mynda ef ég ætti að lýsa hversu afmörkuð hún er. Frásögnin er ekki nærri því jafn krefjandi og lokuð og í Buried, en hún hefur heldur ekki jafn margar persónur og Frozen. Kaldhæðnislega er hún líka rétt á milli þeirra í gæðum að mínu mati, en það sem aðskilur hana frá þeim er að hún er ekki þriller, heldur sannsögulegt drama. Og þegar maður hugsar til þess að þetta hafi allt gerst í alvöru verða sumir kaflar ennþá erfiðari til áhorfs.

Danny Boyle, sem er einn besti og fjölhæfasti leikstjórinn starfandi í dag, beinir athygli okkar beint að James Franco út alla myndina (ekki að það sé annað í boði), og Franco nær strax til okkar áður en langt um líður. Þessi leikur er óaðfinnanlegur og það kemur jafnvel á óvart hversu lagskipt frammistaða þetta er, þrátt fyrir ótal takmarkanir og litla hreyfigetu. Boyle er samt ekki alveg jafn djarfur og t.d. leikstjóri Buried (sem yfirgaf aldrei líkkistuna sem Ryan Reynolds lá í) því hann reynir eins og hann mögulega getur til að sjá til þess að okkur leiðist ekki, og þá með eins mörgum brögðum og hann finnur, bæði frásagnarlega séð og sjónrænt séð. Við fáum hérna flashback-senur, einkennilegar draumasenur, kvikmyndatöku sem gerir bókstaflega allt sem hún getur til að vera fjölbreytt og síðast en ekki síst ljúft fetish fyrir split-screen skotum til að krydda upp á einfalda innihaldið. Sumt af þessu virkar rosalega vel, enda Boyle þekktur fyrir að nota vélar sínar vel ásamt hæfileika fyrir flottri klippingu og tónlistarnotkun, en annað er kannski aðeins of mikið og á ekki alveg heima þarna. Franco er svo viðkunnanlegur og grípandi með leik sínum að það þurfti í rauninni ekki annað til að fanga áhuga minn. En eitthvað af skrautinu er svosem fínt.

Ef þið haldið að 127 Hours fjalli bara um einhvern mann sem festist í einhverjum kletti þá skjátlast ykkur. Kafið aðeins dýpra og þá sjáið að þetta er grimm saga um lokaðan einfara sem endaði í frekar kaldhæðnislegri stöðu, þar sem hann hafði engan nema sjálfan sig til að tala við. Franco nær sömuleiðis að segja manni svo margt þó svo að hann geri eða segi mjög lítið. Síðan bætist við einhver sársaukafyllsta sena sem ég sá út allt síðasta ár (þið vitið alveg hvað ég er að tala um!) og þá er komin uppskrift að virkilega minnisstæðri mynd - um heldur betur kjarkaðan og aðdáunarverðan mann - sem hittir beint til manns. Myndin er nefnilega í sjálfu sér svolítil upplifun, og ég er viss um að allir sem sjá hana munu ganga út af henni nokkuð sáttir með það að vera á lífi. Þeir sem gera það ekki eru gerðir úr grjóti.

8/10

PS. Vel gert af Boyle að nota lag eftir Sigur Rós í lokin. Gaman að því hvað leikstjórar hlaupa oft til þessarar hljómsveitar til að fá dramatíska áherslu á lokasenurnar þeirra. Ég leyfi ykkur að dæma hvort þetta hafi verið kaldhæðni hjá mér eða ekki...

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

09.03.2016

Kynlífsfræðingur í spennutrylli

Aðalleikkonan í sjónvarpsþáttunum Kynlífsfræðingunum, Masters of Sex, sem sýndir eru á RÚV, Lizzy Caplan, hefur verið ráðin í hlutverk í nýjan rómantískan spennutrylli leikstjórans Robert Zemeckis, en Brad Pitt og...

05.09.2015

James Franco kennir í menntaskóla

James Franco ætlar að kenna á kvikmyndanámskeiði í menntaskólanum Palo Alto í Silicon Valley í San Francisco.  Á Instagram-síðu sinni hvatti hann nemendur til að sækja um. Þar munu 24 nemendur læra að framleiða mynd sem verð...

04.11.2014

Bale hættir við Jobs

Leikarinn Christian Bale er hættur við að leika stofnanda Apple, Steve Jobs, í nýrri mynd frá Sony. Bale tók að sér hlutverkið fyrir nokkru en hefur komist að þeirri niðurstöðu að hann sé ekki sá rétti í starfið. Samkvæmt heimildum The Hollywood Reporter þá mun Bal...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn