Náðu í appið
Öllum leyfð

It's Complicated 2009

Justwatch

Frumsýnd: 29. janúar 2010

First comes marriage. Then comes divorce. And then...

120 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 59% Critics
The Movies database einkunn 57
/100

Sonur Jane er að útskrifast úr menntaskóla, og í útskriftinni hittir hún fyrrum eiginmann sinn, Jake, sem er nú giftur yngri konu. Þau laðast nú aftur hvort að öðru eftir 10 ára aðskilnað og fara aftur að hittast. Þó að þau telji að í þetta sinn sé samband þeirra af allt öðrum toga en áður, færast leikar aftur til heimabæjar þeirra og fer að hafa... Lesa meira

Sonur Jane er að útskrifast úr menntaskóla, og í útskriftinni hittir hún fyrrum eiginmann sinn, Jake, sem er nú giftur yngri konu. Þau laðast nú aftur hvort að öðru eftir 10 ára aðskilnað og fara aftur að hittast. Þó að þau telji að í þetta sinn sé samband þeirra af allt öðrum toga en áður, færast leikar aftur til heimabæjar þeirra og fer að hafa áhrif á einkalíf þeirra beggja. Bæði halda áfram í þeim samböndum sem þau voru í, en nýi rómansinn millli þeirra heldur áfram einnig.... minna

Aðalleikarar

Meryl Streep

Jane Adler

Steve Martin

Adam Schaffer

Alec Baldwin

Jake Adler

Lake Bell

Agness Adler

Hunter Parrish

Luke Adler

Zoe Kazan

Gabby Adler

Caitlin FitzGerald

Lauren Adler

Emjay Anthony

Pedro Adler

Blanchard Ryan

Woman at Fertility Clinic

Geneva Carr

Woman at Fertility Clinic

Leikstjórn

Handrit

Hlý og skemmtileg afþreying
It's Complicated var askoti fín afþreying af minni hálfu og skemmti ég mér dúndur vel yfir þessari rómantísku gamanmynd. Myndin er verulega hlý og mjög skemmtileg með nokkrum sprenghlægilegum atriðum(þótt þær hefðu mátt vera fleiri). Það er gaman að sjá hvað leikaranir blómstra allir vel í sýnum hlutverkum og þá sérstaklega Alex Baldwin. Gaman að sjá Steve martin mæta galvaskur til leiks í þessari ræmu og það er alls ekkert farið að sjást í gráa hárið á kallinum(mætti halda að þessi maður eldist ekkert). Maryl Streep verð ég nú að gefa hrós fyrir sitt hlutverk þar sem hún skilaði loksins flottum leik og náði að halda manni við efnið svona einu sinni.

It's Complicated er mynd fyrir alla jafnt sem konur og karla og getur hver sem er skemmt sér konuglega yfir henni. Myndin afskaplega mikið feel-good mynd eitthvað og verð ég að segja að It's Complicated er algjörlega með þeim skemmtilegri gamanmyndum ársins og er hún vel þess virði að hafa verið tilnefnd til Golden Globe verðlauna.

Ekki hefur mikið farið fyrir leikstjóranum Nancy Meyers og tel ég þetta algjörlega vera sú besta frá leikstjóranum hingað til og ekki skemmir fyrir að hafa fengið tilnefningu til Globe verðalauna. Nancy nær að halda myndini í ágætiskeyrslu og sleppur hún vel við það að mikla langdregni hefði orðið til staðar sem gerir yfirlegt flestar myndir hundleiðinlegar.

It's Complicated er hinsvegar afbrags góð kvikmynd og er ég hæst ánægður með hana. Hún er skemmtileg,hlý,ágætlega vel leikin og nokkuð fyndinn á köflum.

7/10 ekkert svo langt frá átta en finnst það kanski einum of.
Afþreying sem átti ekki skilið golden globe
It's complicated er fín kellingamynd ef að maður hefur engan áhuga á að spá djúpt eða mikið í myndum.

Hún fjallar um konu sem er búin að vera fráskilin í 10 ár Jane (Meryl Streep). Hún fer til New York út af útskrift sonar síns og þar hittir hún giftan fyrrverandi eiginmann sinn Jake (Alec Baldwin). Þau verða mjög full saman og afþví að hann er einn á ferð, fer þetta aðeins úr böndunum og sofa þau saman. Þá hefja þau ástarsamband sem að er mun skemmtilegra en hjónaband þeirra. Jane er líka að byggja við húsið sitt og fellur hún fyrir arkitektinum Adam (Steve Martin). En þá verður hún að velja hvorn af mönnunum hún vill.

Myndin er ófrumleg, ekki vel skrifuð og fannst mér sérstaklega leikur Meryl Streep ekki sérstaklega góður, þrátt fyrir golden globe tilnefningu. Steve Martin er þó áhugaverður sem eitthvað annað en brenglaður fjölskyldufaðir.
En ég er alveg sammála gagnrýnendum um það að tengdasonurinn Harley er æðislegur karakter og frábærlega vel leikinn í myndinni!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Frábær fyrir konur, góð fyrir karla
Nancy Meyers er allt það sem Nora Ephron er ekki. Það má vera að hún sé ekki eins fjölbreytt (ekki að það hafi bjargað Ephron) en hún sýnir þó alvöru umhyggju fyrir persónum sínum og leggur mikla vinnu í krúttlegt afþreyingargildi. Ferill hennar er voða upp og niður og það sem ég myndi mest skamma hana fyrir er óþörf dramatík sem hún missir sig stundum í, og þá oftast í seinasta hálftímanum. It's Complicated nær reyndar að forðast þessa gryfju nokkuð vel. Hún er létt og skemmtileg út í gegn, og í stað þess að vera væmin þegar hún er alvarleg, þá er hún helvíti notaleg.

Mér fannst myndin drullugóð, en ég get vel trúað því að eldri hóparnir (sérstaklega konur á 40+ aldrinum) eigi eftir að elska hana. Hún ætti heldur ekki að vera algjör ælupest í augum meðalkarlmannsins. Í raun tel ég að flestir geti fílað hana því það er eitthvað svo ofsalega viðkunnanlegt við hana. Meryl Streep og Alec Baldwin spila vel af hvort öðru og eru bæði hress og fyndin út alla lengdina. Það er líka frábært að sjá Steve Martin loks róa sig aftur niður eftir þá niðurlægingu sem Pink Panther-myndirnar voru (svo eitthvað sé nefnt), og hérna er hann bara svei mér fínn og skemmtilegur.

En eins góð og þau þrjú voru þá fer það ekki á milli mála hver er senuþjófur myndarinnar. Hann John Krasinski, sem fór með hlutverk tengdasonarins, er alveg æðislegur í nánast öllum sínum atriðum og í hvert sinn sem hann fær einhvern brandara er hann alveg massafyndinn. Öll myndin er brosleg ef út í það er farið og það sakar heldur ekki hvað hún rennur á fínum hraða (eitthvað sem aðrar Meyers myndir gera sjaldan). Það voru samt þrjú stór atriði í myndinni sem fengu mig til að hlæja af mér rassinn. Vil samt helst ekki segja frá þeim og hætta á því að skemma fyrir.

Því miður eru tveir alvarlegir handritsgallar til staðar. Sum samtölin eru pínu tilgerðarleg og það böggar mig einnig rosalega hvað börnin þeirra Baldwin og Streep í myndinni eru illa skrifaðir karakterar. Þau eru þrjú talsins en samt mætti halda að þetta væri sama persónan, sinnum þrír. Og ef þau eru ekki skælbrosandi og lífsglöð þá eru þau í tárum og dramakasti. Ekkert flóknara en það. Ég skal samt hiklaust segja að It's Complicated sé besta mynd leikstýrunnar. Fyrir mig segir það lítið, en bara það að ég skuli geta mælt með henni fyrir bæði kynin er hið besta hrós í sjálfu sér, og ég mun pottþétt kíkja á hana aftur.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

21.02.2021

Lokkandi hefndarmynd í stíl við samtímann

Athugið: Varað er við vægum spillum úr myndinni Promising Young Woman. Árið 2015 beitti Brock Allen Turner, nítján ára nemandi við Stanford-háskólann, stúlku að nafni Chanel Miller kynferðislegu ofbeldi. Miller var sögð ve...

20.05.2010

Getraun: It's Complicated (DVD)

Í dag kemur gamanmyndin It's Complicated út á DVD og þess vegna er kjörið fyrir okkur hér á síðunni að splæsa nokkrum diskum á nokkra heppna (kvenkyns?) notendur. Söguþráður: Sonur Jane er (Meryl Streep) að ú...

25.01.2010

Viltu vinna miða á It's Complicated? - 4/4

Þá er komið að síðustu svokölluðu getrauninni þar sem fólk getur átt séns á því að vinna almenna miða á gamanmyndina It's Complicated. Þeir gilda á hvaða sýningu sem er eftir frumsýningu. Eins og flestir eflaust...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn