Náðu í appið
Bönnuð innan 9 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Sorcerer's Apprentice 2010

Justwatch

Frumsýnd: 6. ágúst 2010

It's The Coolest Job Ever.

109 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 40% Critics
The Movies database einkunn 46
/100

Balthazar Blake er mikill galdrameistari í Manhattan í New York nútímans, og reynir að verja borgina fyrir erkióvini sínum, Maxim Horvath. Balthazar getur þó ekki gert það alveg af sjálfsdáðum, þannig að hann fær í lið með sér Dave Stuttler, venjulegan strák að því er virðist, en með leynda hæfileika. Galdrameistarinn gefur aðstoðarmanni sínum innsýn... Lesa meira

Balthazar Blake er mikill galdrameistari í Manhattan í New York nútímans, og reynir að verja borgina fyrir erkióvini sínum, Maxim Horvath. Balthazar getur þó ekki gert það alveg af sjálfsdáðum, þannig að hann fær í lið með sér Dave Stuttler, venjulegan strák að því er virðist, en með leynda hæfileika. Galdrameistarinn gefur aðstoðarmanni sínum innsýn í galdralistina og saman leggja þeir til atlögu við illu öflin. ... minna

Aðalleikarar

Nicolas Cage

Balthazar Blake

Jay Baruchel

Dave Stutler

Alfred Molina

Maxim Horvath

Teresa Palmer

Becky Barnes

Toby Kebbell

Drake Stone

Monica Bellucci

Veronica Gorloisen

Alice Krige

Morgana le Fay

Jake Cherry

Young Dave

Peyton List

Young Becky

Manish Dayal

NYU Clerk

Victor Cruz

Auto Impound Clerk

Leikstjórn

Handrit

Cage er góður en myndin alls ekki
Það virðist bara tíðkast nokkrum sinnum á áratugi að Bruckheimer komi með eitthvað sem hægt er að kalla gott bíó, en ekki eitthvað sem bara lítur vel út og hendir framan í okkur eitthvað grautþunnt innihald sem við höfum oft áður séð. Í augum kvikmyndaáhugamanna getur það verið bannvænt að hugsa til samstarfs Bruckheimers og Disney. Ég lít á Pirates of the Caribbean-seríuna sem algjöra undantekningu en í flestum tilfellum eru leiknar Disney-myndir alltof öruggar, dæmigerðar, væmnar og í mörgum tilfellum metnaðarlausar. Það er eins og gæðastandardinn skipti engu máli og stúdíóið heldur að það hali inn pening einungis útaf merkinu, og það sorglega er að það hefur oftast rétt fyrir sér. Bruckheimer hefur samt gert góða hluti, en það líður gjarnan langt á milli þeirra.

The Sorcerer's Apprentice lyktar af metnaðarleysi og formúlu. Skemmtanagildi er takmarkað og maður skynjar það strax að allir sem komu nálægt henni unnu vinnuna sína útaf peningnum. Og eins og gengur og gerist í Bruckheimer-myndum þá er mikið fjármagn lagt í umbúðirnar, en sömuleiðis held ég að það sé gert til að fela það sem mest hvað innihaldið er óspennandi, klisjukennt og teygt miðað við hversu einfaldur söguþráðurinn er. Ég er samt mjög feginn yfir því hvað myndin skánaði mikið eftir fyrsta þriðjunginn, því hún byrjar alls ekki vel. Fyrst fáum við asnalega uppsett prologue, síðan vondar senur með glötuðum barnaleikara og svo hasar sem er svo illa leikstýrður að manni svimar. Ég var farinn að eiga von á því versta þegar myndin byrjaði allt í einu að batna í miðkaflanum. Ég var farinn að hlæja oftar en ég bjóst við og var byrjaður að njóta myndarinnar lúmskt. Svo þegar heili minn er loks búinn að fyllast smá bjartsýni fyrir rest þá byrjar ræman skyndilega að dala aftur í lokahlutanum. Urr.

Jay Baruchel er reyndar fínn ungur leikari sem hefur sýnt áður að hann leyni á sér karisma. Það er samt ekki mikið af slíku til staðar hér og í raun er hann bara að taka sama leik og hann gerði í Shes Out of My League, nema þar var persóna hans skemmtilegri og áhorfandinn tengdi sig betur við hana. Nic Cage er samt að fíla sig í tætlur í þessari mynd, og það eitt og sér gerir hana naumlega þess virði að horfa á. Cage, eins og flestir vita, nýtur sín best þegar hann fær að ofleika og vera pínu brjálaður, og hér gerir hann það vel. Það er m.a.s. eins og hann viti hvað hann er að taka þátt í aumri mynd og þess vegna ákvað hann að leika sér eins og hann gat með sitt hlutverk. Hefði alls ekki viljað sjá einhvern annan. Cage gerir það að verkum að myndin fái meira en fjarka hjá mér í einkunn. Afgangurinn af leikurunum er svo óathyglisverður að ég man varla eftir hverjir voru til staðar. Ég man bara hvað Alfred Molina fékk lítið að gera og var bara stöðugt að koma og fara án þess að skilja eina einustu senu eftir sig sem var almennilega góð. Synd, þar sem hann einmitt stal senunni í *hinni* Disney/Bruckheimer-mynd sumarsins, Prince of Persia.

The Sorcerer's Apprentice er enn ein tilraun framleiðandans til að koma í gang nýrri bíómyndaseríu sem á að ná hæðum Pirates-myndanna (eða kannski höfða til Harry Potter-hópanna?), og honum mistekt enn einu sinni, augljóslega. Myndin hefur fínustu kosti og ýmsar óvenju traustar senur en ég held að þau móment hafi orðið til af slysni, því framleiðslan er eitthvað svo áberandi áhugalaus. Með öðrum leikstjóra, aðeins beittara og ferskara handriti hefði þetta getað orðið jafngott og fyrsta Pirates. Cage er að vísu enginn Johnny Depp, en hann er engu að síður fjörugur og semí minnisstæður.

5/10

Svöl tilvísun í Fantasiu-teiknimyndina samt, og gaman að heyra aðeins í klassíska stefinu.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

03.09.2010

Smellir og skellir bíósumarsins

Þá er bíósumarið 2010 rétt að baki og maður kemst ekki hjá því að kryfja það aðeins og auðvitað forvitnast um hvað fólki fannst almennt um það. Ég mun viðurkenna það strax að ég var ekkert sérlega bja...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn