Náðu í appið
Öllum leyfð

Leap Year 2010

(Propose Day)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 26. febrúar 2010

Anna planned to propose to her boyfriend on February 29th. This is not her boyfriend.

100 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 24% Critics
The Movies database einkunn 33
/100

Vel upphugsuð áætlun konu um að biðja kærastans á hlaupársdegi, 29. febrúar, sem er írskur siður, fer í uppnám þegar slæmt veður setur strik í reikninginn. Nú á hún skyndilega á hættu að komast ekki til Dublin eins og áætlað var. Með hjálp hótelstjóra nokkurs, gæti ferðalag hennar þvert yfir landið þrátt fyrir allt orðið að veruleika og hún... Lesa meira

Vel upphugsuð áætlun konu um að biðja kærastans á hlaupársdegi, 29. febrúar, sem er írskur siður, fer í uppnám þegar slæmt veður setur strik í reikninginn. Nú á hún skyndilega á hættu að komast ekki til Dublin eins og áætlað var. Með hjálp hótelstjóra nokkurs, gæti ferðalag hennar þvert yfir landið þrátt fyrir allt orðið að veruleika og hún náð takmarki sínu, að trúlofast á hlaupársdag. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Mynd sem ALLIR hafa séð. Í alvöru!
Venjulega geri ég ekki miklar væntingar til rómantískra gamanmynda. Hver einasti áhorfandi þekkir söguna frá byrjun til enda jafnvel áður en hann labbar inn í salinn og oftast er það bara spurning um hvort þessi fyrirsjáanlega ferð sé ánægjuleg og hvort skjáparið sé þess virði að halda upp á eða ekki. Leap Year er mynd sem hefði hiklaust átt að vera miklu betri, og ástæðan fyrir því að ég segi það er sú að ég held mikið upp á leikaranna tvo. Amy Adams er orðin ein af mínum uppáhaldsleikkonum. Hún er myndarleg, fjölbreytt, heillandi og nánast alltaf lífleg. Hingað til hefur henni meira að segja tekist að bjarga þeim lélegu myndum sem hún hefur verið í. Matthew Goode er einnig miklu meira en bara "sætt andlit." Hann er dúndurgóður leikari sem hefur fáránlega mikla útgeislun (ég mæli með frammistöðu hans í The Lookout, jafnvel Watchmen líka). Ég var orðinn mjög forvitinn að sjá hvernig þau tvö ættu eftir að virka saman, en því miður verður það fljótt áberandi hvað myndin er illa skrifuð og
hallærislega stöðluð.

Handritið er í raun svo mikill skítur að því tekst að eyðileggja fyrir öðru sem hefði getað rétt svo bjargað myndinni. Húmor er lítill sem enginn því flestar aðstæður eru svo glæpsamlega ýktar og þvingaðar. Sjarmur er afskaplega takmarkaður og skjáparið sjálft fær svo vondar línur að það er hreinlega ómögulegt að taka persónurnar þeirra alvarlega, og hvað þá halda með þeim. Til að bæta gráu ofan á svart eru klisjurnar svo margar að það er ekki minnsta pláss eftir fyrir nýja hluti. Handritið er 100% uppskrift, skref fyrir skref. Ég get jafnvel sagt það án þess að hika að ég hef séð hverja einustu senu í þessari mynd einhvers staðar áður.

Það pirrar mig líka rosalega að geta ekki sagt mikið jákvætt um leikaranna. Adams og Goode reyna sitt besta enda tveir gríðarlega metnaðarfullir leikarar, en þetta blessaða handrit kæfir þau alveg og þess vegna er enginn neisti á milli þeirra. Adams nær ekki að sýna það hvað hún getur verið skemmtileg og Goode fær ekkert til að vinna úr annað en staðalímynd "fallega gaursins sem er leiðinlegur fyrst en verður síðan algjör draumaprins." Síðan er það Adam Scott, sem er algjörlega vannýttur (þrátt fyrir að eiga fyndnustu senuna alveg í lokin) sem týpíski "hinn gaurinn" sem áhorfandanum á að vera slétt sama um. Fyndið samt hvað hann er áberandi óaðlaðandi í samanburði við Goode. Kannski það hafi verið meðvituð ákvörðun hjá aðstandendum svo það sé ekki lifandi séns að stelpurnar myndu halda með honum frekar.

Ef svona klisjukennd rómantísk gamanmynd ætlast til að ganga upp, þá þarf hún að bjóða upp á eitthvað *auka,* en Leap Year gerir ekkert svoleiðis. Þetta er algjört skólabókadæmi um tilgangslaust áhorf. Hún er það formúlubundin að það hefði verið hægt að sjá í gegnum hana fyrir 20 árum síðan.

3/10

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

22.02.2011

TÍAN: Bíóárið 2010!

Betra seint en of seint. Mér hefur alltaf fundist þægilegra að gera topplista yfir bestu myndir ársins sem var að líða í kringum febrúar-mars í staðinn fyrir áramótin eins og flestir gera. Það fylgir því bara að búa ...

22.02.2011

TÍAN: Bíóárið 2010

Betra seint en of seint. Mér hefur alltaf fundist þægilegra að gera topplista yfir bestu myndir ársins sem var að líða í kringum febrúar-mars í staðinn fyrir áramótin eins og flestir gera. Það fylgir því bara að...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn