Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Coming to America 1988

Justwatch

This summer, Prince Akeem discovers America.

116 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 73% Critics
The Movies database einkunn 47
/100
Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir förðun og búninga. Arsenio Hall valinn fyndnasti meðleikari á American Comedy Awards.

Í myndinni leikur Eddie Murphy afrískan prins, sem fer til Bandaríkjanna með þá von í brjósti að finna konu til að giftast. Coming to America er fyrsta myndin af mörgum þar sem Eddie Murphy tekur að sér að leika margar mismunandi persónur. Prinsinn ákveður að hann vilji finna ástina á sínum eigin forsendum og án þess að viðkomandi stúlka viti hver hann... Lesa meira

Í myndinni leikur Eddie Murphy afrískan prins, sem fer til Bandaríkjanna með þá von í brjósti að finna konu til að giftast. Coming to America er fyrsta myndin af mörgum þar sem Eddie Murphy tekur að sér að leika margar mismunandi persónur. Prinsinn ákveður að hann vilji finna ástina á sínum eigin forsendum og án þess að viðkomandi stúlka viti hver hann í raun og veru er, í von um að hún verði ástfangin af honum sjálfum en ekki vegna stöðu hans í lífinu. Besti vinur prinsins, sem jafnframt er hans helsti aðstoðarmaður, sem leikinn er af Arsenio Hall, fylgir honum í Queens-hverfið í New York því hvar væri nú betri staður til að finna nýja drottningu en í Queens? Saman leigja þeir íbúð með einum glugga og múrsteinsveggjum, sem áður var notuð í vafasömum tilgangi. Prinsinn fær sér vinnu á skyndabitastaðnum McDowals sem er í hverfinu en verður fljótt ástfanginn af dóttur eiganda staðarins, sem býr yfir öllum þeim eiginleikum sem prinsinn leitaði að. Prinsinn og aðstoðarmaður hans sigla undir fölsku flaggi og segjast vera erlendir skiptinemar. Myndin snýst um tilraunir prinsins til þess að vinna hönd stúlkunnar, en hún reiðist mjög þegar hún kemst að hinu sanna.... minna

Aðalleikarar

Eddie Murphy

Prince Akeem / Clarence / Randy Watson / Saul

Arsenio Hall

Semmi / Extremely Ugly Girl / Morris / Reverend Brown

Shari Headley

Lisa McDowell

John Amos

Cleo McDowell

James Earl Jones

King Jaffe Joffer

Madge Sinclair

Queen Aoleon

Eriq La Salle

Darryl Jenks

Allison Dean

Patrice McDowell

Samuel L. Jackson

Hold-Up Man

Calvin Lockhart

Colonel Izzi

John Colicos

Imani Izzi

Vondie Curtis-Hall

Basketball Game Vendor

Cuba Gooding Jr.

Boy Getting Haircut

Stephanie Simon

Rose Bearer #2

Garcelle Beauvais

Rose Bearer #3

Clyde Jones

Soul Glo Man

Donnelly Rhodes

Face on Cutting Room Floor

Phillip Alford

Bather / Dancer

Sheila Johnson

Lady-in-Waiting

Ralph Bellamy

Randolph Duke / Homeless Man #1 (uncredited)

Don Ameche

Mortimer Duke / Homeless Man #2 (uncredited)

Leikstjórn

Handrit


Eddie Murphy leikur Akeem, pjattaðan, ungan prins frá Zamunda. Á 21. afmælisdegi sínum hittir hann tilvonandi brúði sína en hann vill ekki giftast henni svo hann fer til Ameríku til að finna konuna sem hann vill. Hann hittir unga stúlku svo þá er ekkert annað að gera en að vinna hug hennar og hjarta. Mjög vel gerð og skemmtileg mynd, ein af þeim myndum sem maður hefur alltaf gaman af. Ég gef henni þrjár og hálfa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Eitt af meistarastykkjum Eddie Murphy. Hann leikur afrískan prins sem kemur til Bandaríkjanna og sannar það í eitt skipti fyrir öll að glöggt er gests augað. Með því að gera grín að öllu og öllum eins og Eddie er einum lagið. Ég vil þó benda á að þessi mynd er aðeins skemmtileg ef maður er Eddie Murphy aðdáandi, á meðan sumar nýrri mynda hans eru ekki einu sinni skemmtilegar ÞÓ maður sé aðdáandi hans!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

11.08.2019

Skyndibitastjóri snýr aftur í Coming 2 America

Deadline segir frá því að bandaríski leikarinn John Amos hyggist mæta aftur til leiks í framhaldið á gamanmyndinni Coming to America, sem kölluð er Coming 2 America. Keppir við McDonald´s. Í myndinni mæta aft...

13.01.2019

Prinsinn snýr aftur til Bandaríkjanna

Framleiðslufyrirtækið Paramount Pictures hefur ráðið Craig Brewer til að leikstýra framhaldi hinnar bráðskemmtilegu Eddie Murphy kvikmyndar, Coming to America, Coming to America 2. Murphy gaf út tilkynningu nú fyrir helgi...

14.11.2011

Mánudagsbíó hefst aftur

Mánudagsbíó hefst aftur í kvöld eftir sumarfrí og það er kvikmyndin Coming to America með Eddie Murphy sem ríður á vaðið. Dagskrá vetrarins verður aðgengileg á undirsíðu Mánudagsbíó síðar. Hér má lesa fréttatilkyn...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn