Náðu í appið
Bönnuð innan 9 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

A Christmas Carol 2009

(Jólasaga, Disney's A Christmas Carol)

Justwatch

Frumsýnd: 20. nóvember 2009

Ready for Christmas? Neither is Scrooge. But it only takes one night to change your life.

98 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 52% Critics
The Movies database einkunn 55
/100

Jólasaga Charles Dickens, í nýjum búningi. Þessi sígilda saga segir frá Ebenezer Scrooge , bitrum gömlum manni sem þolir ekki jólin og allt tilstandið í kringum þau. Bæjarbúum er illa við hann og hann er ekkert alltof vinsamlegur við fólkið í kringum sig. En á jólanótt heimsækja hann þrír draugar, draugur fortíðar, nútíðar og framtíðar, sem tryggir... Lesa meira

Jólasaga Charles Dickens, í nýjum búningi. Þessi sígilda saga segir frá Ebenezer Scrooge , bitrum gömlum manni sem þolir ekki jólin og allt tilstandið í kringum þau. Bæjarbúum er illa við hann og hann er ekkert alltof vinsamlegur við fólkið í kringum sig. En á jólanótt heimsækja hann þrír draugar, draugur fortíðar, nútíðar og framtíðar, sem tryggir það að Scrooge verður ekki samur maður á eftir.... minna

Aðalleikarar

Jim Carrey

Scrooge / Ghosts of Christmas (voice)

Gary Oldman

Bob Cratchit / Marley / Tiny Tim (voice)

Colin Firth

Fred (voice)

Robin Wright

Fan / Belle (voice)

Cary Elwes

Portly Gentleman / Dick Wilkins / Fiddler / Business Man (vo

Bob Hoskins

Fezziwig / Old Joe (voice)

Daryl Sabara

Apprentice / Caroler / Beggar / Peter Cratchit (voice)

Steve Valentine

Funerary Undertaker / Topper (voice)

Sage Ryan

Tattered Caroler (voice)

Amber Gainey Meade

Tattered Caroler / Well Dressed Caroler (voice)

Ryan Ochoa

Caroler / Beggar / Cratchit Boy / Ignorance / Boy (voice)

Fionnula Flanagan

Mrs. Dilber (voice)

Sammi Hanratty

Beggar Boy / Young Cratchit Girl / Want Girl (voice)

Julian Holloway

Fat Cook / Portly Gentleman #2 / Business Man #3 (voice)

Lesley Manville

Mrs. Cratchit (voice)

Molly C. Quinn

Belinda Cratchit (voice)

Fay Masterson

Martha Cratchit / Guest #1 / Caroline (voice)

Paul Blackthorne

Guest #3 / Business Man #2 (voice)

Leikstjórn

Handrit

Flottur pakki en ábótavant að innan
A Christmas Carol eftir Charles Dickens er ein af þessum sögum sem flestir þekkja betur en eigin kennitölur. Hún er til í öllum stærðum og gerðum (persónulegt uppáhald mitt verður alltaf Prúðuleikaramyndin) og þess vegna þarf ansi mikið til að sannfæra mann um að nenna að horfa á enn eina útgáfuna. Það hjálpar að hafa fagmann eins og Robert Zemeckis við stjórnvölinn, jafnvel þótt hann sé fulllangt gengin með sitt Motion Capture "fetish" (er hann s.s. hættur að nenna að mæta á alvöru tökustaði??). Í þokkabót hefur myndin Jim Carrey upp á að bjóða ásamt metnaðarfullri tölvuvinnslu. Hvort tveggja hljómar - og lúkkar - mjög vel, en það þurfti aðeins meira til að ná áhuga mínum fyrirfram.

Það er ekki það að mér líki ekki við söguna, hún er frábær enda talin sígild af góðri ástæðu. Mér finnst samt eins og ég hafi séð hana billjón sinnum (og tvisvar bara á þessu ári, ef Ghosts of Girlfriends Past á að teljast með) og þess vegna vonaðist ég til þess að sjá Zemeckis gera einhverjar breytingar. Það kom mér þægilegt á óvart að ég skuli hafa fengið ósk mína uppfyllta. Sagan er auðvitað nákvæmlega eins en hvernig hún er borin fram er ólíkt flestum ef ekki öllum útgáfum sem ég hef séð, svo ekki sé minnst á það að hún sparar hvergi drungann til að hlífa börnunum. Zemeckis leggur meiri áherslu á draugasöguna heldur en jólagleðina. Myndin er voða dimm, bæði í tón og litum, stundum köld en allan tímann drungaleg. Það er heldur ekki mikið um húmor fyrr en í lokaatriðunum, en í raun nær þunga andrúmsloftið að styrkja glaðlyndari senurnar og undirstrika persónubreytingu Scrooge mun betur, þ.e.a.s. þegar hann loks breytist í góða gaurinn.*

Meira að segja draugarnir gefa manni lúmskan hroll. Í flestum útgáfum sögunnar eru tveir af þessum þremur lykildraugum túlkaðir á léttan máta en hér er hver einasti óþægilegur á sinn hátt. Zemeckis væri hér búinn að móta mjög niðurdrepandi mynd ef ekki væri fyrir nokkrar "hasarsenur" inn á milli þar sem Scrooge annaðhvort hleypur eða flýgur í gegnum borgina. Það er ágætis tilraun að mínu mati til að pumpa smá hraða í myndina, og góð afsökun hjá leikstjóranum til að monta sig aðeins með grafíkina. Manni líður samt oft eins og maður sé að horfa á bút úr virkilega flottum tölvuleik. Grafíkin er voða upp og niður. Yfir heildina er útlitið glæsilegt en mér finnst ennþá eitthvað svo ónáttúrulegt við þessar stafrænu eftirlíkingar af leikurunu (sérstaklega Gary Oldman, sem lítur út eins og Hobbiti). Scrooge er vel gerður og greinilegt er að mikil vinna hefur verið lögð í smáatriði í andlitinu hans, en allir aðrir eru eins og karakterar úr... tjah... tölvuleik.

Myndin sjálf, þrátt fyrir skemmtilegan tón, er afar langt frá því að vera fullkomin, og það sem einmitt angraði mig mest var hversu fjarlægur mér fannst ég vera frá henni, s.s. sem áhorfandi. Sagan hefur mikla sál en hún hitti aldrei til mín á tilfinningalegu stigi. Ýmsar lykilsenur fannst mér líka vera flýttar og áhrifalausar. Zemeckis þarf að læra að halda betur um taumanna þegar hann vinnur að pixlum. Fyrri Mo-Cap teiknimyndirnar, The Polar Express og Beowulf, þjáðust líka fyrir að innihalda persónur sem náðu engu sambandi við áhorfandann, ásamt öðru. Spurning hvort þetta sé útaf súrrealísku grafíkinni - sem er lítið annað en góð auglýsing fyrir þrívídd - eða sígandi leikstjórahæfileikum Zemeckis. Engu að síður vil ég sjá hann snúa aftur að hefðbundinni kvikmyndagerð. Þetta er orðið gott.

Ég er ánægður að sjá meira fullorðins útgáfu af A Christmas Carol, í stað þess að fá enn eitt feel-good eintakið. Það væri dapurt af mér að fjalla um þessa mynd án þess að minnast eitthvað á Jim Carrey, sem stóð sig hetjulega í burðarhlutverkinu. Hann nær líka undarlega vel að hemla á öllu gríni og sprelli. Einhvern veginn held ég að fólk búist við öðru þegar það sér nafnið hans ásamt Disney merkinu hlið við hlið, og hvað þá í jólamynd! Það er eins og aðstandendur séu að reyna að spila með áhorfendur, sem endar á því að krakkar bresti í grát eftirá. Jafnvel í lokaatriðunum er merkilega kaldur bragur á myndinni, sem gerir heildina mjög ójólalega.

Skemmtileg eða góð eru alls ekki réttu orðin til að lýsa henni, heldur frekar athyglisverð eða aðdáunarverð. Ég mæli frekar með öðrum útgáfum ef markmiðið er að eiga notalega kvöldstund með fjölskyldunni. Þessi er meira fyrir harða Dickens-aðdáendur.

6/10

*Ekki halda að ég sé að spoila myndinni. Það vita ALLIR hvernig þessi saga endar, og einhver sem hefur ekki séð hana í einhverju formi er ekki líklegur til að stíga fæti í kvikmyndahús á næstunni.

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

13.12.2020

Ekki gott lúkk, Zemeckis

Strætó-útgáfan:Þessi saga Roald Dahl býður upp á spennandi útfærslu, en hér er því miður um áhrifalitla útgáfu að ræða. The Witches frá Robert Zemeckies er flækt í tónaglundroða og sjónarspilið er s...

28.11.2016

Tvær nýjar í bíó - Vaiana og Allied

Samfilm frumsýnir tvær nýjar myndir fimmtudaginn 1. desember nk., teiknimyndina Vaiana, frá þeim sömu og færðu okkur Frozen og Zootropolis, og Allied, með  þeim Brad Pitt og Marion Cotillard í aðalhlutverkum. Vaia...

13.10.2015

Nýtt í bíó - The Walk

Hin ævisögulega kvikmynd The Walk verður frumsýnd á föstudaginn í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri. Jafnframt verður myndin forsýnd í Háskólabíói á morgun, miðvikudag kl. 20:00. Myndin segir ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn