Náðu í appið
56
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Saw VI 2009

(Saw 6)

Frumsýnd: 11. desember 2009

The Game Comes Full Circle

90 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 39% Critics
The Movies database einkunn 30
/100

Rannsóknarlögreglumaðurinn Strahm er látinn, og kollegi hans, Hoffman, hefur tekið við keflinu sem Jigsaw. Þegar alríkislögreglan, FBI, kemst á slóð Hoffmans neyðist hann til að setja af stað leik, en um leið opinberast lokatakmark Jigsaw.

Aðalleikarar

Tobin Bell

John Kramer / Jigsaw

Costas Mandylor

Mark Hoffman

Mark Rolston

Dan Erickson

Betsy Russell

Jill Tuck

Shawnee Smith

Amanda Young

Athena Karkanis

Agent Perez

Samantha Lemole

Pamela Jenkins

Jon Mack

Female Addict

Irene Maetzig

Irate Clinic Woman

Leikstjórn

Handrit

Óvenju þolanlegt að þessu sinni
Saw-serían hefur versnað svo hrikalega með hverri mynd að það var í rauninni bara tímaspursmál um hvenær hún tæki skrefið upp, sem Saw VI gerir. Ég mun aldrei ganga svo langt með að kalla þetta góða mynd, en hún er hins vegar skemmtilega brjáluð og annað en síðustu fjórar myndir í seríunni þá prófar hún ýmsa nýja hluti. Pyntingarklámið hefur aldrei verið grófara og söguþráðurinn svokallaði vakti hjá mér lágmarks áhuga. Ástæðan er sú að þessi mynd reynir ekki *bara* að skófla viðbjóði ofan í áhorfandann, heldur er aðalmarkmið hennar að taka skot á bandaríska heilbrigðiskerfið. Það hljómar eins og steiktur brandari, en trúið mér, þetta er ekki grín. Saw-serían er sumsé orðin að samfélagsádeilu!

Þegar ég sá myndina Law Abiding Citizen fyrr á árinu þá kom það mér á óvart hvað hún minnti mig mikið á Saw, og núna, eftir að hafa séð Saw VI kemur það á óvart hvað hún minnir mikið á Law Abiding Citizen. Jigsaw-morðinginn (sem greinilega finnst í öllum stærðum, gerðum og af báðum kynjum) er metnaðarfyllri en nokkru sinni fyrr og beinir reiði sinni að gallaða heilbrigðiskerfinu (á meðan Gerard Butler tók sinn pirring út á réttlætiskerfinu - þessir menn ættu að vinna saman!), svipað og Michael Moore gerði með Sicko nema á öfgakenndari hátt, augljóslega. Hugmyndin er óneitanlega pínu skemmtileg og af einhverjum ástæðum náði ég að þrauka út þessa Saw-mynd án þess að líta á úrið reglulega. Hefði handritið tekið fleiri skref í átt að nýjungum hefði þessi mynd getað orðið álíka traust og fyrsta myndin, en því miður er hún dregin niður af öllum dæmigerðu göllunum sem hafa fylgt hverri einustu Saw-framhaldsmynd (sérstaklega IV og V).

Ég þoli ekki hvernig aðstandendur reikna sífellt með því að áhorfandinn þekki öll helstu smáatriðin úr hverri einustu mynd. Þessi sjötta, alveg eins og hin framhöldin, stendur ekki á eigin fótum og sýnir manni stanslaust atriði úr hinum myndunum frá öðru sjónarhorni. Er virkilega of mikið að biðja um SMÁ re-cap/upprifjun?? Þetta er eins og að opna bók og ætlast til þess að byrja að lesa hana frá miðjunni, og annað en hörðustu Saw-fíklar (ef þeir eru til) þá get ég bara ómögulega munað hvernig atburðarásin spilaðist út í fyrri myndunum. Manni langar heldur ekkert til þess ef þær eru lélegar. Sem betur fer tókst mér að fylgja þessari mynd þokkalega (það hjálpaði líka til að lesa ýtarlega um síðustu tvær myndir á Wikipedia).

Ekki halda að ég sé nálægt því að vera búinn að telja upp gallana. Það er nóg eftir. Klippingarstíllinn stendur t.d. upp úr. Þetta er orðið meira en gott núna. Mér hefði þótt það ágætis tilbreyting að sjá mildari stíl og ekki eins niðurdrepandi litapalettu, ojæja. Persónur myndarinnar eru líka allar frekar óspennandi, og þær nýju eru ekkert skárri. Leikurinn hefur ekkert skánað heldur, en hann skiptir svosem ekki öllu. Fólk gerir ekki mikið annað en að öskra, þjást og gretta sig. Ég myndi eflaust sýna sömu viðbrögð ef ég þyrfti að horfa á Saw IV og V aftur. Tobin Bell er samt ennþá örlítið svalur og hann virðist aldrei ætla að fá leið á þessu hlutverki. Ég gef honum hrós fyrir það að sýna þessum bíógeira eins mikinn áhuga og hann gerir.

Saw-serían gæti alveg endað hérna. Sagan hnýtir sína helstu hnúta þótt ýmsar spurningar séu skildar eftir ósvaraðar, en það sama var hægt að segja um mynd nr. 3. Sjöunda eintakið er víst á leiðinni, og ég er hættur að nenna að bölva Lionsgate fyrir að blóðmjólka þetta einsog þeir hafa gert. Því meira sem handritshöfundarnir ná að "stækka" þennan heim með að sífellt troða nýjum upplýsingum inn í fyrri atburðarásirnar því fyndnara verður þetta á endanum. Saw VI, þrátt fyrir að vera ein stór hrúga af flashback-senum, þótti mér bara nokkuð ágæt. Hún var talsvert markvissari og einbeittari heldur en hinar myndirnar. Söguþráðurinn leysist ekki eins mikið upp og pyntingarsenurnar náðu loks aftur að verða óþægilegar frekar en syfjandi.

VI/X - Algjör kurteisiseinkunn hjá mér. Ég bjóst samt við miklu verra.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

16.06.2015

11. Halloween myndin á leiðinni

Ellefta Halloween hrollvekjan er á leiðinni, aðdáendum myndaflokksins til mikillar gleði eða hryllings, eftir því sem á það er litið. Myndin heitir Halloween Returns og tökur munu hefjast í júlí. Handrit skrifa hr...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn