Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Bad Lieutenant: Port of Call - New Orleans 2009

(Bad Lieutenant: Port of Call New Orleans)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 11. desember 2009

The only criminal he can't catch is himself.

122 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 86% Critics
The Movies database einkunn 69
/100

Terence McDonagh er lögreglumaður illa haldinn af eiturlyfja- og spilafíkn. Hann býr og starfar í New Orleans, eftir að fellibylurinn Katrina hafði gengið þar yfir. Terence rannsakar nú morð á fimm innflytjendum frá Senegal.

Aðalleikarar

Nicolas Cage

Terence McDonagh

Eva Mendes

Frankie Donnenfeld

Val Kilmer

Stevie Pruit

Shawn Hatosy

Armand Benoit

Vondie Curtis-Hall

Captain James Brasser

Bojan Bazelli

Binnie Rogers

Brad Dourif

Ned Schoenholtz

Xzibit

Big Fate

J.D. Evermore

Rick Fitzsimon

Tim Bellow

G (Gary Jenkins)

Lauren Swinney

Antoinette

Nick Gomez

Evaristo Chavez

Bojan Bazelli

Jeremiah Goodhusband

Pippa Hall

Hurley

Gary Grubbs

Chief of Police

Kerry Cahill

Second Narcotics Detective

Leikstjórn

Handrit

Vonbrigði með fínum leik
Bad Lieutenant: Port of Call - New Orleans. Svona hljómar titilinn á nýjustu mynd Werner Herzogs sem kom síðast með Rescue Dawn og The Grizzly Man (held að hún hafi heitið það). Herzog er hinn fínasti kvikmyndagerðarmaður en þessi mynd er ekki nýtt meistaraverk eftir hann. Myndin er alls ekki bein endurgerð af Bad Lieutenant frá '92 og er sagan allt önnur. Nicolas Cage er Lieutenant í New Orleans og er að rannsaka morð nokkra blökkumanna og krakka. Myndin snýst mjög lítið í kringum morðin og meira í kringum Cage og hvernig hann klikkast alltaf meira og meira.

Myndin er með mjög skrýtinn tón og öll myndin bara mjög spes. Tónlistin er svosem fín en ekkert spes. Nicholas Cage stendur upp úr af öllum leikurum sem voru ekki að standa sig með klassaleikarar. Eva Mendes er alveg ágæt en skilur ekkert eftir sig. Nokkrar senur í myndinni eru mjög klikkaðar t.d.Kynlífssenan úti á götu og þegar Cage er að hóta gamallri konu. Síðarnefnda er örugglega skemmtilegasta atriði myndarinnar. Tvisvar til þrisvar í myndinni koma dýraatriði(þeir sem hafa séð myndina, vita hvað ég er að tala um) og hefði Werner sleppt þeim hefði myndin kannski skriðið upp í fimm stjörnur en nei, hann þurfti að hafa það. Jájá, til að sýna að Nicholas Cage sé í vímu en samt, meira en mínúta! Coolidge ofleikur mömmuna en pabbinn er fínn.

4/10
Mæli ekki með þessari, seinni helmingur samt miklu skárri!
Klikkuð mynd, já! Góð mynd, nei!
Ein af ruglaðri og djarfari myndum ársins
Nicolas Cage hefur kannski átt marga vonda daga á undanförnum árum en hann er alls ekki vondur leikari. Það er bara orðið svo langt síðan hann hefur fengið að njóta sín almennilega að fólk gleymir því hvað hann var magnaður í t.d. Raising Arizona, Leaving Las Vegas, Face/Off, Bringing Out the Dead, Adaptation og Matchstick Men. En takið sérstaklega eftir því að í þessum myndum sem hann hefur brillerað í, þá hefur hann leikið einhvern sem er annað hvort stórskrítinn eða snarklikkaður. Ekki bara nóg með það heldur hefur hann einnig leikið ýmsa yfirdrifna karaktera í mörgum lélegum myndum líka. Cage er s.s. alls ekki slæmur leikari, og það fer framhjá mörgum hvað hann er metnaðarfullur. Eini gallinn er að hann kýs oft að vinna með slæmum leikstjórum. Á besta tíma kemur Werner Herzog til sögunnar, sem - eins og flestir vita - er þekktur fyrir að vera einhver brjálaðasti leikstjóri heims sem er einnig þekktur fyrir það að kreista eðalframmistöður úr leikurum sínum. Hann og Cage eru hérna eins og Tim Burton og Danny Elfman; alveg fullkomin samstæða, og The Bad Lieutenant er besta mynd Cage í núna ansi mörg ár. Ábyggilega síðan Adaptation kom út.

Ég myndi þó frekar mæla með þessari mynd fyrir harða kvikmyndaunnendur heldur en "random" einstaklinga sem elska löggumyndir. Myndin er virkilega sérstök, og þótt ég myndi ekki segja á slæman hátt, þá get ég vel ímyndað mér að margir eigi eftir að hata hana. Hún er nokkurn veginn eins og útúrsnúningur á löggumyndum og spilast út eins og svört gamanmynd/satíra þar sem Cage heldur manni pikkföstum við skjáinn með einhverri sturluðustu en jafnframt bestu frammistöðu sem ég hef séð á þessu ári. Kallinn algjörlega eignar sér þessa mynd, og það er vægt til orða tekið. Það er eins og hann sé búinn að bíða þolinmóður eftir að geta leikið skemmdan karakter aftur, enda er hann bestur í slíkum rullum (hann vann nú Óskarinn fyrir Leaving Las Vegas). Fullt af skemmtilegum aukaleikurum fylla vel upp í smærri hlutverk en maður tekur varla eftir þeim þegar Cage leikur lausum hala. Hann er fullkominn!

Öll þessi mynd er eitthvað svo einstök, og aðeins brenglaður snillingur eins og Herzog gæti látið hana virka, sem hún gerir. Handritið er algjör steypa, en einhvern veginn gengur allt upp. Ekki nóg með það að myndin hefur mikinn húmor fyrir innihaldinu (sem ekki allir munu "fatta") heldur er hún að flestu leyti klisjulaus, að öllu leyti djörf og óútreiknanleg frá fyrstu mínútu. Herzog missir sig stundum í artí-stílbrögðum, en maður verður að fyrirgefa það. Þetta er allt í stíl við hegðunina hjá Cage.

Ég er enn í pínu áfalli yfir hversu grípandi mér fannst þessi mynd vera og ég er enn meira sjokkeraður yfir hversu fyndin hún var. Handritið spilar líka með tilviljanir, formúlur og kaldhæðni á stórskemmtilegan hátt. Öll úrlausn sögunnar er eins og einn stór brandari, og í vitlausum höndum hefði þetta getað orðið að hallærislegu svindli, en hérna fannst mér það frábært. Herzog hlær heldur betur framan í smettið á áhorfendum út alla lengdina og annaðhvort hlær maður með eða móðgast. Áður en ég settist niður til að horfa á þessa mynd var ég mest hræddur um að ég væri að fara að sjá einhverja auðgleymda endurgerð á hinni samnefndu Harvey Keitel-mynd (sem ég hef ekki séð í milljón ár), en á endanum gat ég ekki fengið neitt meira ólíkt því. Og burtséð frá svipaðri aðalpersónu þá er voða lítið sem þær myndir eiga sameiginlegt.

The Bad Lieutenant er einhver skrítnasta og óvenjulegasta mynd sem ég hef séð á þessu ári, en hún er líka ein sú besta. Það má vera að hún sé pínu fráhrindandi og grimm en ég verð að gefa henni hörð meðmæli og hvet sem flesta (sérstaklega kvikmyndafíkla) til að gefa henni séns að minnsta kosti.

8/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

31.12.2009

Áramóta-Tían!

Þrátt fyrir að ég hafi skrifað topplista fyrir cirka mánuði síðan yfir bestu myndir áratugarins sem nú er að baki þá finnst mér erfitt að réttlæta það að telja upp einungis 25 titla og fjalla bara um 10. Notendur...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn