Náðu í appið
Öllum leyfð

Slacker Uprising 2007

(Captain Mike Across America)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 17. apríl 2009

Þau sváfu til hádegis en höfðu samt tíma til að kjósa

102 MÍNEnska

Hér fylgjumst við með Michael Moore þar sem hann ferðast milli 60 borga árið 2007 og heldur fjöruga fyrirlestra í háskólum, eins og honum einum er lagið. Hann fær misjafnar undirtektir en missir aldrei dampinn og klikkar aldrei á því að skemmta áhorfendum sínum.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Það þurfti að reykhreinsa pleisið mitt eftir þessa mynd, en fnykurinn er enn til staðar. Ég hef yfirleitt haft nokkuð gaman af Michael Moore myndum en það er greinilega ekki hægt að treysta á það. Oftast hefur maður getað hlegið af einhverju og haft gaman af furðulegum uppátækjum eins og að fara til Guantanamo Bay eða lesa Patriot lögin fyrir þingmönnum. Þessi mynd er algjörlega botninn á hans ferli og einfaldlega ein versta mynd sem ég hef séð. Hún er það slæm að ég var farinn að hraðspóla en náði samt ekki út á enda, vonandi fyrirgefið þið mér það. Myndin er alls ekki heimildarmynd í raun og veru. Hún fylgir Moore eftir, rétt fyrir Bush-Kerry kosningarnar, þar sem hann fer í 60 borgir í Bandaríkjunum og heldur ræður í tilraun til að fá ungt fólk til að kjósa. Löng setning. Myndin er því bara ræða eftir leiðinlega ræðu og svo hræðileg að ég á bara ekki orð. Hún fær hálfa stjörnu fyrir ánægjulegt live atriði með Eddie Vedder. Annars var ég að spá í að sleppa henni í kvikmynd dagsins en langaði bara að vara ykkur við. Ekki sjá þessa mynd þó þið fáið borgað fyrir það, farið og gerið eitthvað skemmtilega í staðinn eins og að fara til tannlæknis eða eitthvað. Nóg komið...

“Hi, I´m Michael Moore. I´m an over weight guy who used to make documentaries. Now I´m only doing these self indulgent films about nothing to make money off my name.”
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn