Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Haunting in Connecticut 2009

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 25. september 2009

Some things cannot be explained.

92 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 17% Critics
The Movies database einkunn 33
/100

Myndin segir frá fjölskyldu nokkurri sem flytur úr stórborginni og í stórt hús frá Viktoríutímanum í úthverfi í Connecticut. Þau eru varla búin að taka upp úr kössunum þegar þau fara að finna fyrir undarlegum hlutum í húsinu. Fljótlega komast meðlimir fjölskyldunnar að því að húsið á sér svakalega fortíð. Ekki aðeins var húsið umbreytt útfararheimili... Lesa meira

Myndin segir frá fjölskyldu nokkurri sem flytur úr stórborginni og í stórt hús frá Viktoríutímanum í úthverfi í Connecticut. Þau eru varla búin að taka upp úr kössunum þegar þau fara að finna fyrir undarlegum hlutum í húsinu. Fljótlega komast meðlimir fjölskyldunnar að því að húsið á sér svakalega fortíð. Ekki aðeins var húsið umbreytt útfararheimili þar sem ótrúlegir hlutir áttu sér stað á sínum tíma, heldur var Jonah, sonur þáverandi eiganda, skyggn með meiru. Hæfileikar hans ollu því að hann varð eins konar gátt á milli heims hinna lifandi og hinnar myrku veraldar handan dauðans. Nú er eins og Jonah hafi sjálfur snúið aftur eftir eigin dauða og sé búinn að koma sér rækilega fyrir á heimilinu og fer hann sérstaklega að ásækja unglingsson hjónanna Söru og Peters, Matt (Kyle Gallner), en smám saman ágerist draugagangurinn þar sem hin saklausa og grandalausa fjölskylda verður skotmark hans, með hræðilegum afleiðingum, nái þau ekki að komast til botns í málinu áður.... minna

Aðalleikarar

Virginia Madsen

Sara Campbell

Kyle Gallner

Matt Campbell

Martin Donovan

Peter Campbell

Elias Koteas

Reverend Popescu

D.W. Brown

Dr. Brooks

John B. Lowe

Mr. Sinclair

Sarah Constible

Paramedic #2

Leikstjórn

Handrit

Sumt ágætt, sumt slæmt
Ég veit ekki alveg með ykkur, en ég er engan veginn að trúa því að allt þetta sé satt. Kannski eitthvað af þessu en margt af þessu er ýkt og mjög ótrúverðugt, það böggaði mig smá (já, ég ætla að byrja á göllunum). Ekki er þetta bara ótrúverðugt og fokking ýkt, hún eru engar nýjar hugmyndir eða eitthvað original. Þetta er eins og The Amityville Horror, Poltergeist og Stir of Echos hafa farið í threesome og eignast barn sem heitir: Haunting in Connecticut.

Myndin hefur þessa týpisku hryllingsmynda-formúlu eins og er í dag. Einhæf bregðuatriði, fljótar fucked up klippingar og einnhver ein persóna sem veit eitthvað ógeðslega mikið (sem á að vera krípí) og enginn trúir á hana. Fyrir utan þegar helmingurinn á Connecticut er búin þá kemur einnhver kall og hlustar á hann. Ekkert eitthvað spes náungi.

Atburðarásin á myndinni er ekkert spennandi þannig séð. Það koma móment þegar maður er spenntur en þau endast ekki lengi. Bregðuatriðinn voru böggandi. Fyrstu tvö var maður "vó" en seinustu þrjúhundruð skiptin voru "UGH". Þetta voru svona "draugur birtist og hverfur svo" atriði. Alls Ekkert Spes.

Mest af þessum persónum skiptu mér engu máli. Mér leiddist að hlusta á þau tala og mér persónulega langaði til þess að sjá þau drepast. Leikararnir léku frekar illa, þetta handrit hafði kannski einnhver áhrif á þá, þannig að ég get ekki dissað neinn. Fyrir utan Virginia Madsen, hún var hroðaleg og pínleg. "Grenju"-senurnar hennar voru hörmulegar, kom ekki eitt tár og gerði bara ljótt andlit.

Varðandi um kosti þá hönnuninn frekar cool og ég verð að gefa henni smá klapp á bakið til að geta kveikt smá á ýmundunar-aflið og kannski annað klapp fyrir að vera hryllingsmynd fyrir stúlkur sem eru að byrja á gelljuskeiðið.

4/10
Step-By-Step
Þessi mynd er svakalega formúlukennd bandarísk hryllingsmynd. Persónurnar eru beinlínis copy-paste-aðar úr öðrum myndum og öðrum nöfnum hent á þær. Strax frá fyrstu mínútunni vissi ég hvernig hún myndi enda og að skrifa endinn í þessari umfjöllun myndi ekki spilla áhorfinu. En ég læt það ógert. Endirinn er samt lélegasti parturinn og mjög fyrirsjáanlegur og kjánalegur.

Leikurinn er fínn, en samt rétt undir mediocre leik. Mamman, Virginia Madsen er ótrúlega líflaus í þessari mynd og hræðilega auðgleymd. Pabbi er aðeins skárri en er líka líflaus. Sonurinn finnst mér skárstur af fjölskyldunni en besta frammistaðan fer til prestsins, hvað sem leikarinn heitir, sem leikur utanaðkomandi mann sem reynir að hjálpa fjölskyldunni. Fyndið hversu oft prestar fá það hlutverk... Leikarinn nær a.m.k. hræðslunni að það séu draugar í húsinu. Hinir eru bara í chillinu.

Takan er ekkert spes og tónlistin sleppur. Myndin nær ekki að byggja upp neinni spennu og plottið í endann (FYRIRSJÁANLEGT!) er aum tilraun til þess að hífa myndina upp. Myndin er með nokkur bregðuatriði sem eru flest fyrirsjáanleg en nokkur ekki og þar brá mér. Mér bregður mjög mikið þegar það eru bregðuatriði í myndum en þoli það ekki þegar það er það eina sem myndin gengur út á. Svo eru nokkrar tilraunir til þess að hræða mann sem eru fáranlegar og hreint út hlægilegar. T.d. sturtuhengið og ,,lifandi'' hús.

Myndin fellur í sömu hrúgu og flestar hryllingsmyndir og er mjög auðgleymd. Hún skilur ekkert eftir sig en ég bjóst reyndar ekki við neinu öðru þegar ég byrjaði að horfa á hana og vissi alveg hvað ég væri að fara að sjá.

4/10
Mjög ímyndunarlaus mynd sem er byggð upp eins og basically allar hryllingsmyndir nú til dags, nokkur ógeðsleg skot, mjög auðgleymanleg, ef þú vilt horfa á hryllingsmynd (ekki hardcore) þá mæli ég náttúrúlega með Scream 1 (og mögulega 2, allavega betri en flestar hrollvekjur)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Leiðinlegir draugar
Ef þér finnst það óhugnanleg tilhugsun að sjá sturtuhengi ráðast á einhvern og reyna að kæfa hann, þá ætti The Haunting in Connecticut að vera skrefinu nær því að vera ágæt hrollvekja í þínum augum. Líka, ef það eitt að bregða gerir þig nógu hrædda/n, þá ætti þessi mynd að vera einhvers konar skylduáhorf fyrir þig! Ég, hins vegar, vil smá andrúmsloft með þessum bregðum og helst söguþráð sem er svo spennandi að hann fær mig til að færast á brún bíósætisins. Ég fann nefnilega hvorugt.

Ef þessi mynd er byggð á sannri sögu, eins og hún segist vera, þá heiti ég Michael Cera. Ég skal naumlega trúa því að hún sé lauslega byggð á sönnum atburðum, þar sem "draugagangurinn" er gríðarlega ýktur, en jafnvel *það* virðist afar ólíklegt. Að einhver í raunheiminum skildi hafa upplifað svona klisjukennda viðburði er ótrúlega absúrd. Ef svo er, þá hefði ég frekar viljað sjá heimildarmynd um viðkomandi fólk frekar en að horfa á slíka formúlumynd eins og þessa. Tilraunir leikstjórans til að hræða fólk eru á köflum hlægilegar, eins og kom t.d. fram hér að ofan. Myndin fer líka svo mikið eftir klisjum að hún hefði varla talist frumleg á áttunda áratugnum. Meira að segja titillinn er svakalega þurr, og hann setur punktinn yfir i-ið með því að láta myndina virka hundrað sinnum meira gleymda og ómerkilega en hún í raun og veru er. Allt við framleiðsluna öskrar: "Þessi mynd hefði átt að fara beint á DVD!"

Elias Koteas er yfirleitt góður reyndar og hér nær hann rétt svo að hífa upp heildina frá skítalæknum. The Haunting in Connecticut er alls ekki óáhorfanleg mynd, heldur meira bara slöpp og leiðinlega standard. Hún mun týnast með árunum í hrúgu af hefðbundnum hrollvekjum sem fara fljótt á ódýran vídeómarkað, enda býður hún nánast ekki upp á neitt sem Amityville-myndirnar gerðu ekki.

4/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

25.10.2011

Heart of Darkness verður Sci-Fi mynd

Í júní síðastliðnum var leikstjóri The Haunting in Connecticut, Peter Cornwell, ráðinn til að leikstýra sci-fi handriti byggt lauslega á bókinni frægu Heart of Darkness eftir Joseph Conrad. Myndin mun heita Into Darkn...

01.07.2010

Twilight í framför og fleira misgott

Í glænýjum dómi um The Twilight Saga: Eclipse, sem frumsýnd var á Íslandi í gærkvöldi, segir kvikmyndagagnrýnandi kvikmyndir.is að hér sé um talsverða framför að ræða frá fyrri myndum, númer eitt og tvö, og gefur myndin...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn