Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Drag Me to Hell 2009

Justwatch

Frumsýnd: 19. ágúst 2009

Christine Brown has a good job, a great boyfriend, and a bright future. But in three days, she's going to hell.

99 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 92% Critics
The Movies database einkunn 83
/100

Hér segir frá hinni ungu Christine Brown sem gengur allt í haginn. Hún vinnur sem lánafulltrúi í banka og á von á stöðuhækkun í bráð. Lífið er gott þar til gömul kona, frú Ganush, kemur í bankann og biður um lán. Til að spilla ekki fyrir möguleika sínum á að fá stöðuhækkun hafnar Christine lánabeiðninni, en það veldur því að Ganush missir heimili... Lesa meira

Hér segir frá hinni ungu Christine Brown sem gengur allt í haginn. Hún vinnur sem lánafulltrúi í banka og á von á stöðuhækkun í bráð. Lífið er gott þar til gömul kona, frú Ganush, kemur í bankann og biður um lán. Til að spilla ekki fyrir möguleika sínum á að fá stöðuhækkun hafnar Christine lánabeiðninni, en það veldur því að Ganush missir heimili sitt. Í hefndarskyni leggur hin dularfulla, gamla kona á hana Lamia-bölvunina. Christine hefur litla trú á áhrifagildi bölvunarinnar í fyrstu, en fljótlega snýst líf hennar upp í helvíti á jörðu. Hún er hundelt af illum anda og leitar aðstoðar miðils til að forðast eilíft líf í helvíti. En hversu langt mun hún þurfa að ganga til að losna undan bölvuninni?... minna

Aðalleikarar

Alison Lohman

Christine Brown

Justin Long

Clay Dalton

Paul Trinka

Mrs. Ganush

Dileep Rao

Rham Jas

David Paymer

Mr. Jacks

Adriana Barraza

Shaun San Dena

Chelcie Ross

Leonard Dalton

Reggie Lee

Stu Rubin

Trisha Edwards

Trudy Dalton

Kerry Fox

Farm Worker

Fernanda Romero

Female Mortgage Customer

Ted Raimi

Doctor

Sandra Voe

Bank Co-Worker

Bill E. Rogers

Security Guard

Cherie Franklin

Cackling Woman at Death Feast

Alex Veadov

Man with Ponytail at Death Feast

Leikstjórn

Handrit

Óhugnanleg en stutt í húmorinn
Það er oft litið á hryllingsmyndir sem óæðri kvikmyndagerð. Þær eru vissulega oft á tíðum ódýrari í framleiðslu og leikstjórar þeirra ekki eins reyndir og gengur og gerist. Hins vegar gerist það af og til að reyndir leikstjórar fá fjármagn til að ráðast í slíkar myndir. Frægasta dæmið er líklega þegar Stanley Kubrick gerði The Shining eða þegar Roman Polanski gerði Rosemary‘s Baby.

Leikstjóri Drag Me To Hell er Sam Raimi, sá hinn sami og leikstýrði Spiderman myndunum. Hann vakti hins vegar fyrst á sér athygli þegar hann leikstýrði Evil Dead þríleiknum. Evil Dead myndirnar eru gerðar með litlu fjármagni en svo skemmtilega skrifaðar og leikstýrt að þær urðu sannar „cult“ myndir. Eftir að hafa leikstýrt Spiderman myndunum er Sam Raimi nú orðinn heimsfrægur og kominn með reynslu af því að gera stórar sumarmyndir.

Drag Me To Hell markar endurkomu leikstjórans í gerð hryllingsmynda og hann hefur engu gleymt. Myndin segir frá Christine Brown sem er bankastarfsmaður. Dag einn kemur gömul og frekar ófrýnileg kona í bankann og biður um greiðslufrest á húsnæðisláni sínu, enda stendur til að bera hana út. Christine hefur það í valdi sínu að fallast á beiðnina eða hafna henni en ákveður að hafna henni til að sýna yfirmanni sínum hversu hörð hún getur verið, enda á hún von á stöðuhækkun. Það fer þó ekki betur en svo fyrir henni að gamla konan leggur á hana þau álög að illur andi muni pynta hana næstu þrjá daga og síðan taka hana með sér til heljar. Við tekur örvæntingarfull leit Christine til að losna við álögin.

Drag Me To Hell er nokkuð svipuð Evil Dead myndunum í því að það er ávallt stutt í húmorinn. Myndin er gríðarlega óhugnaleg á köflum, jafnvel hörðustu harðjaxlar ættu að finna til með aðalpersónunni. Hins vegar er myndin stórkostlega fyndin inn á milli. Það er kostur leikstjórans að geta vakið þessar tilfinningar meðal áhorfenda. Myndin er því mikil rússíbanaferð allan tímann.

Davíð Örn Jónsson.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ég hló!
Þessi mynd er leikstýrð af Sam Raimi, meistara hrollvekjunar, eða það myndi ég segja. Það er gott að Raimi er byrjaður að leikstýra hrollvekjur aftur og fór í Spider Man-Pásu. Enda byrjaði hann á hrollvekju á yngri árum. Eins og Evil-Dead 1-3, Darkman og The Gift, en voru allar misjafnar en góðar. Svo byrjaði hann að framleiða, en þær voru oftast lélegar, mjög sjaldgæft ef þær voru góðar. Eins og 30 Days of night.

Myndin hefur kosti og galla, en það voru fleiri kostir. Ég er rosalega mikill hrollvekju aðdáandi og dýrka þessa mynd í botn. Ef maður vill horfa á þessa mynd, þá verður að vera í mjög stóru hátalarakerfi, stillt í botn.

Söguþráðurinn er mjög klassískur og handritið líka. Klassískar-línur og bregðu atriði. Samt verður maður dáldið hissa því að það eru nýjar leiðir til þess að bregða manni og meira segja nokkur bregðuatriði í einni senu. Það kom fyrir nokkrum sinnum. Myndin leynir samt ekkert á sér, eins og gamla konan sérst oft, en hún er ekki með margar línur fyrir utan öskrin hennar. En hún getur látið mann skíta á sig af hræðslu.

Á meðan myndir stendur þá getur allavegana verið hræddur eða springur af hlátri. Mjög góður húmor, gerðist stundum eitthvað fyndið á meðan það kom eitthvað hræðilegt. Ef maður pælir í því, þá er þetta bara Evil Dead! Leikarar myndarinar standa sér mjög vel, sérstaklega Lorna Raver sem Sylvia Ganush. Myndin er vel tölvugerð og illa tölvugerð. Enda vildi líka Sam Raimi ekki mikin pening, sem er fínt...held ég.

Myndin er góð. Yfir höfuð. Hún hræðir manni, skemmtir manni, bara allt. Ég mæli með fólki sem elskar hrollvekju og hatar.

8/10 - Æðislegt að fara á hana í bíó!!!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Næstum því 2 þumlar upp
Drag Me to Hell er nýjasta mynd frá Sam Raimi þar sem hann hverfur aftur til Evil Dead stílsins. Virkilega óhugnaleg með skemmtilegan söguþráð í bland við steiktan húmor. Maður er á köflum scared shitless yfir henni og oft hlær maður um leið, tók eftir að oftar en ekki eru brandararnir vökvakenndir........) Ég vil þó setja út á hana að hún er full fíflaleg á köflum og ég er ekki alveg nógu sáttur með dialoginn sem er hálf klígjulegur. Ef að handritið hefði orðað margar samræðurnar betur þá hefði þetta getað orðið betri mynd. Einnig verð ég að minnast á Justin Long sem er ömurlegur hér og dregur sín atriði niður. En þetta er alveg drulluskemmtileg steypa sem hræðir mann um leið, ég var allavega ágætlega sáttur við hana þó að ég sá að þetta hefði jafnvel getað orðið frábær mynd. En einkunn yfir meðallagi frá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Stríðnispúkinn Raimi
Það er ekki hægt að neita því að Sam Raimi getur stundum verið lúmskur djöfull. Hann hefur að vísu ekki verið duglegur að sýna það á þessum áratug enda búinn að vera fastur undir stjórn Sony og Marvel-framleiðenda. Þar af leiðandi er það ekki skrítið að hann hafi litið á Drag Me to Hell sem gilda afsökun til að fá að sleppa sér algjörlega lausum og gera það sem honum finnst greinilega dúndurskemmtilegt; að "kvelja" áhorfandann með sjúkri stemmningu, ógeðfelldum húmor og óhugnanlegu andrúmslofti.

Einhvern veginn finnst manni það mjög erfitt að hugsa ekki til Evil Dead-myndanna (sérstaklega nr. 2), sem þessi ræma á margt sameiginlegt með. Bara verst að stærsti munurinn er ofbeldið, enda ber þessi mynd hinn skömmustulega PG-13 stimpil, þótt ég verði að játa, myndin tapar ekki miklu fyrir vikið því hún er óvenju "intense" miðað við merkið. Annars skiptist hún reglulega á milli þess að vera óþægileg, yfirdrifin og ógeðslega kómísk (og ég meina það í orðsins fyllstu merkingu). Það er rosalega "campy" fílingur yfir þessu öllu og það er akkúrat það sem Raimi vildi gera. Myndin á að vera kjánaleg, vandræðaleg og súr á köflum og stundum líður manni hálf illa fyrir að hlæja að þeim ósmekklegheitum sem hér finnast. Ég sé fyrir mér leikstjórann veinandi af hlátri yfir að senda áhorfandann í gegnum þá rússíbanareið (m.ö.o. "helvíti") sem myndin er, og þess vegna getur hann verið svona mikill prakkari.

Raimi er líka þekktur fyrir það að gera lífið leitt fyrir leikarana sína á setti, í góðu gríni að sjálfsögðu (af hans hálfu). Það muna kannski einhverjir eftir því hvernig hann fór með Bruce Campbell í gegnum Evil Dead-seríuna. Hann kaffærði honum í drullu, dældi mörgum lítrum af blóði framan í hann og lét hann strekkja á raddböndunum með áköfum öskrum við og við. Það hættir heldur ekki þar. Raimi hefur kannski aðeins róað sig síðan þá en engu að síður hefur hann enn leikið sér að fólkinu sem hann vinnur með. Gleymum því heldur ekki að þetta er eini maðurinn sem fékk Katie Holmes til að fara úr að ofan á kameru, en það er einn af mörgum kostum við myndina The Gift, en það er auðvitað allt annar handleggur. Með Drag Me to Hell ákveður Raimi að gera hina fjallmyndarlegu Alison Lohman að nýju "tíkinni sinni," og hann fer ekkert vægar með hana þótt að hún sé stelpa. Hún hlýtur alveg hreint rosalega pyntingu í gegnum þessa mynd, og þá ekkert síður en Campbell fékk. Hún er mikil hetja fyrir að leggja allt þetta á sig, og á endanum skilar hún traustri frammistöðu og gerir persónunni góð skil. Hún neglir hræðsluna frábærlega og reynist vera líka mjög fyndin á réttum stöðum (persónulegt uppáhald mitt er "kitty, kitty" senan - sem er líka ein sú grimmasta).

Aðrir leikarar reynast einnig prýðis uppfylling. Justin Long gerir alls ekki mikið en hann virkar ágætlega sem týpíski "hryllingsmynda-kærastinn." Annars var ég virkilega sáttur með Lornu Raver, sem lék ógeðfelldu gömlu konuna (sem virðist alltaf vera drekkhlaðin viðbjóði sem hún spýtur út úr sér), og Dileep Rao (hann er víst líka í Avatar), sem lék sjáandann. Raimi heldur þó nánast alltaf athyglinni á Lohman, sem er nánast í hverju einasta atriði. Myndin dregur líka hægt og hægt mottuna undan áhorfandanum með því að láta persónu hennar, Christine, vera meira en bara "krúttlegu stelpuna." Stundum veit maður ekki hvort manni eigi að líka við hana eða ekki, en það gerir það bara fyndnara þegar maður hlær að óförum hennar, sem kemur stundum fyrir.

Raimi kann ennþá að skemmta gömlu áhorfendum sínum, og þá er ég ekki endilega að tala um markhóp Spider-Man-myndanna. Það er reyndar ákveðinn punktur í handritinu sem mér fannst hafa mátt vera betur meðhöndlaður. Án þess að fara of mikið út í smáatriði kemur ákveðin sena fyrir nálægt lokum þar sem Christine fær ráðleggingu um hvað skal gera í framhaldi þess sem hafði nýlega gerst (mikið rosalega er erfitt að segja ekki frá of miklu). Hálfgert plan B, ef svo má orða það. Engu að síður fær Christine nýtt "verkefni" sem kemur svo harkalega mikið upp úr þurru í sögunni að maður hristir hausinn yfir því af hverju það kom ekki fram fyrr! Kannski þið fattið.

En þrátt fyrir þessa holu skemmti ég mér suddalega mikið yfir þessum sjúskaða bræðingi. Öll hráefnin eru á réttum stað og upplifunin gerist aðeins betri með vel staðsettum (og oft ófyrirsjáanlegum) bregðum og glæsilegri tónlist Christophers Young sem einnig gefur manni gæsahúð á réttum stöðum. Skemmtilega öðruvísi afþreyingarmynd sem mætti alveg kalla létta, "fjölskylduvænni" útgáfu af Evil Dead, ef það er eitthvað til í því.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

20.11.2009

Tían: "Bjór og pizzu-myndir"

Ef það er eitthvað sem ég fíla örlítið meira en að sitja einn eða í fámennum hóp horfandi á uppáhalds dramamyndirnar mínar þá er það að sitja með góðum félögum horfandi á góða "stemmaramynd." Ég tek það...

12.03.2008

Justin Long fer til helvítis

Justin Long (Jeepers Creepers) hefur tekið að sér hlutverk við hlið Alison Lohman í næstu mynd Sam Raimi sem ber nafnið Drag Me To Hell.Raimi og bróðir hans Ivan gera handritið og á Long að leika kærasta Lohman, sem le...

11.08.2013

Topp 50 gestahlutverk leikstjóra í myndum annarra

Gestaleikur ( cameo ) leikstjóra í eigin bíómyndum, er eitthvað sem flestir kvikmyndaáhugamenn hafa gaman af. Alfred Hitchcock var frægur fyrir sín gestahlutverk í eigin myndum, en margir kannast við að hafa séð Marti...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn