Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

Land of the Lost 2009

Justwatch

The world's greatest scientists agree: Dr. Rick Marshall is completely nuts. But he's about to show the world he's not as crazy as he looks.

102 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 26% Critics
The Movies database einkunn 32
/100

Dr. Rick Marshall segist hafa fundið upp tímavél, en enginn trúir honum. Dag einn, eftir að doktorsnemi frá Cambridge heimsækir hann og hvetur hann til að klára tímavélina, fer hann að ráðum hennar, og stuttu síðar lenda þau í tímaferðalagi út á hlið, þar sem allir mögulegir tímar koma saman. Með í för er sveitadurgur sem þau kynnast í hellaskoðunarævintýri.... Lesa meira

Dr. Rick Marshall segist hafa fundið upp tímavél, en enginn trúir honum. Dag einn, eftir að doktorsnemi frá Cambridge heimsækir hann og hvetur hann til að klára tímavélina, fer hann að ráðum hennar, og stuttu síðar lenda þau í tímaferðalagi út á hlið, þar sem allir mögulegir tímar koma saman. Með í för er sveitadurgur sem þau kynnast í hellaskoðunarævintýri. Í tímaferðalaginu þá kynnist þetta þríeyki frummanninum Chaka, sem hjálpar þeim að lifa af í heimi sem er fullur af illvígum risaeðlum, geimverum og öðrum furðuskepnum.... minna

Aðalleikarar

Will Ferrell

Dr. Rick Marshall

Danny McBride

Will Stanton

Matt Lauer

Matt Lauer

Geoffrey Arend

Tar Pits Kid

Brian Huskey

Teacher

Logan Manus

Teenager

Ben Best

Ernie

Marti Matulis

Sleestak

Leikstjórn

Handrit

Týndist handritið líka?
Hann var síðast fínn í Blades of Glory, þar á undan þolanlegur í Talladega Nights, síðan ekkert sérstakur í Semi-Pro, hundleiðinlegur í Step Brothers, en núna er ég opinberlega kominn með feitt ógeð á Will Ferrell eftir að hafa séð Land of the Lost. Mig langar svo að sjá hann gera eitthvað í líkingu við Stranger Than Fiction aftur, enda áberandi að innst inni, undir endalausum lögum af smábarnalátum, leynist maður sem kann að leika. En nei, í staðinn fer hann Bewtiched-leiðina, með að þvælast í metnaðarlausri Hollywood-tjöru sem byggð er á gömlum þáttum sem enginn man eftir. Það er samt ekki bara Ferrell sem gerir þessa mynd svona slæma, því það er í raun voða erfitt að sjá einhverja kosti við hana. Hann er bara mest áberandi. Svona eins og Steve Carell í Evan Almighty.

Ég reyni að dæma leikstjóra ekki of harkalega en ég hef afar lítið álit á Brad Silberling. Á ferilskrá hans má finna ræmur eins og Casper, City of Angels (munið þið? þar sem Nic Cage lék einmana engil sem varð hrifinn af Meg Ryan), Moonlight Mile og mynd sem ég mynd sem ég persónulega þoldi ekki, 10 Items or Less (þar sem Silberling reyndi af fullum krafti að apa eftir Richard Linklater). Reyndar var Lemony Snicket-myndin nokkuð góð og í besta falli vonaðist ég eftir saklausu afþreyingargildi af Land of the Lost, en því miður þá reyndist hún vera sú versta til þessa.

Hún vill vera skemmtileg afþreying, enda telur hún sig hafa flest öll réttu hráefnin: fræg andlit, tæknibrellur, einna-línu brandara og léttan, fjölskylduvænan hasar. En eins og margar sumarmyndir gera oft, þá tekur hún ekkert tillit til handrits, og reyndar á ég erfitt með að trúa að hér hafi slíkt verið til staðar á setti vegna þess að myndin spilast út eins og aðstandendur hafi bara ákveðið senurnar á staðnum og síðan spunnið reglulega. Myndina skortir fáein lykilatriði: húmor sem virkar, söguþráð sem vekur lágmarks áhuga, persónur sem þú vilt halda með og auðvitað skemmtanagildi.

Þegar öllu er á botninn hvolft þá fannst mér þessi mynd bara leiðinleg. Það vantar allt í hana sem gerir góða ævintýramynd þess virði að horfa á. Mér fannst samt Anna Friel standa sig þokkalega. Það er eitthvað lúmskt heillandi við hana í myndinni. Ferrell og sérstaklega Danny McBride gera bara það sem þeir gera yfirleitt og vonast eftir hlátri í hvert skipti. Ég bjóst ekki við að ég myndi nokkurn tímann nota þessi orð, en frekar myndi ég mæla með Journey to the Center of the Earth ef þið viljið horfa á "betri" mynd af svipuðu tagi.

3/10 - Þetta er sem betur fer ekki "ég-vil-rífa-úr-mér-augun" léleg mynd, heldur bara skuggalega venjuleg "komið-mér-héðan" léleg mynd.

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

13.10.2015

Nýr Anchorman bar í New York

Þeir sem eru á leið til New York geta nú sett nýjan áfangastað á tékklistann hjá sér,  því búið er að opna barinn Stay Classy New York á lower east side í Manhattan, samkvæmt ktxs.com vefsíðunni. Barinn er til heiðurs Anchorman persónunni, fr...

04.11.2011

Universal segir: Wolfman var hræðileg!

Ekki mörgum kvikmyndastúdíóum hefur gengið jafn illa og Universal að undanförnu, en búið er að dæla alls kyns fjármagni í myndir sem hafa engan veginn komið út í plús. Þar má nefna myndir eins og The Wolfman, Land of the Lost, S...

09.08.2010

Ferrell á toppinn í USA

Gamanmyndin The Other Guys ýtti draumalandi Christophers Nolan í Inception úr toppsæti bandaríska aðsóknarlistans um helgina, en myndin er með þeim Will Ferrell og Mark Wahlberg í aðalhlutverki. Myndin þénaði 35,6 milljó...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn