Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Avatar 2009

Frumsýnd: 18. desember 2009

Enter the World

162 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 82% Critics
The Movies database einkunn 83
/100
Óskarsverðlaun fyrir tæknibrellur, kvikmyndatöku og listræna stjórn. Tilnefnd einnig sem besta mynd, fyrir leikstjórn, tónlist, klippingu, hljóð og hljóðvinnslu.

Avatar gerist í framtíðinni og segir frá fyrrum hermanninum Jake Sully sem lamaðist í bardaga á Jörðinni og er bundinn við hjólastól. Er hann sendur út í geim til að taka þátt í Avatar-verkefninu á fjarlægri plánetu sem heitir Pandora. Er það undurfögur, skógi vaxin pláneta sem býr yfir miklu magni af verðmætum málmi. Er ætlun jarðarbúa að nýta... Lesa meira

Avatar gerist í framtíðinni og segir frá fyrrum hermanninum Jake Sully sem lamaðist í bardaga á Jörðinni og er bundinn við hjólastól. Er hann sendur út í geim til að taka þátt í Avatar-verkefninu á fjarlægri plánetu sem heitir Pandora. Er það undurfögur, skógi vaxin pláneta sem býr yfir miklu magni af verðmætum málmi. Er ætlun jarðarbúa að nýta þær auðlindir sem þar eru og græða óheyrilega í leiðinni. Hins vegar stendur eitt vandamál í vegi fyrir þeim: þeir sem búa þar. Á Pandoru býr ættbálkur vera sem líkjast manninum í útliti og nefnast Na‘vi. Eru þær taldar frumstæðari en mannfólkið, þrátt fyrir að vera með líkamlega yfirburði. Na‘vi búa í sátt og samlyndi við umhverfi sitt og vilja alls ekki flytja sig um set svo mannfólkið geti nýtt málmana sem leynast undir heimkynnum þeirra. Því er Jake fenginn til að taka þátt í verkefni þar sem líkami hans er sameinaður líkama Na‘vi og hann sendur til plánetunnar sem svokallaður Avatar til að njósna fyrir hermennina sem eru að undirbúa árás á frumbyggjana. Þegar Jake kynnist og verður ástfanginn af hinni fallegu Na‘vi-prinsessu Neytiri flækist leikurinn og hann þarf að ákveða hvoru megin víglínunnar hann ætlar að standa.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

tæknibrellur og lítið meira
Þegar ég sá þessa myndi í bíó þá fannst mér hún geðvek, en síðan fór ég að hugsa um hana og fattaði að hún er bara með tæknibrellur og lítið meira, ég horfði á hana aftur og já, þetta var rétt, mér hálfvegin leiddist.
Leikararnir eru flestir mjög góðir og ná að vinna mjög vel með handritið sem var alveg fínt.
Þessi mynd er með frábærar tæknibrellur, góða leikara en lítið meira.
6/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Blandaður poki frá helvíti...
Ár er liðið frá að Avatar var gefin út í kvikmyndahús þar til að þessi umfjöllun er skrifuð. Mín fyrstu viðbrögð á myndinni á þeim tíma voru blendin, ég var sammála þeim sem fannst myndin vera tæknilega vel gerð og "byltingarkennd" í tæknivinnslu. Ég var hinsvegar einnig sammála þeim sem fannst sagan vera ófrumleg og löt, en niðurstaðan mín var sú að hér væri á ferð býsna fín kvikmynd. Það er erfitt að finna byrjunarreit til að gagnrýna þessa mynd, það er einfaldlega of mikið til að skrifa um.

Avatar byggist á sjónbrellum, nánast að því leiti að myndin gæti talist tölvuleikur frekar en kvikmynd. Brellurnar eru góðar, í bland við þrívíddina er þetta sjónræn upplifun. En sama hve flott Avatar gæti talist, þá hefur hún lítið sem ekkert til að halda sér gangandi fyrir utan brellur. Sumir telja söguna ófrumlega, aðrir telja hana klassíska. Það er augljóst að James Cameron var ekki að miða á að gera frumlega sögu, en þetta finnst mér fáranlegt. Pocahontas, Dances With Wolves og The Last Samurai eru fá dæmi um þessa sögu nema þær myndir framkvæmdu þá sögu mun betur.

Avatar drukknar hægt og rólega í sínum eigin klisjum og ég fór að fyrirsjá hvert einasta atriði í réttri röð á seinasta klukkutímanum. Þá fer sagan á sjálfsstýringu og fremur sjálfsmorð, það er eiginlega ekki hægt að neita þeirri staðreynd að Avatar hefur slæman endi. Þegar sagan er svona ófrumleg og persónurnar það einhliða þá virðast allar þessar brellur einkis virði, því það þarf eitthvað jafnvægi þarna á milli til þess að skapa sterka kvikmynd. Þarf bara smá meiri þroska til þess að gera jafnvægið þarna á milli þolanlegt til að skapa ásættanlega niðurstöðu. Því það eru punktar í myndinni sem eru líkt og ungabarn hafi skrifað myndina, t.d "Unobtainium" eða þessi helvítis fljúgandi fjöll sem af einhverjum ástæðum hafa fossa. Hvaðan kemur vatnið? Allavega, Avatar er troðfull af litlum hlutum sem standast ekki rök og mér fannst það mjög truflandi.Það sem James Cameron gerði vel var að skapa furðulegt umhverfi, frumskógar Pandoru eru sérstakir og ég fílaði ímyndinunaraflið bakvið það. Heimurinn sem Avatar er staðsettur í er áhugaverður, sérstaklega eftir að hafa séð lengri útgáfuna þar sem við sjáum hvernig Jörðin er orðin árið 2148.

Aðalpersónan Jake Sully er þungamiðjan, hann er hinn dæmigerði "America Boy" en mér fannst Sam Worthington leika hann rétt. Hann hefur fengið gagnrýni útaf hreimnum sínum og fyrir að vera stífur en ég sé ekki alveg hvernig það er réttlát skoðun. Worthington náði að leiðbeina mér gegnum myndina þar sem hans viðbrögð gagnvart heimi Pandoru voru ekki einungis raunveruleg heldur líkt mínum eigin. Svo í stuttu máli þá náði ég að seta mig í spor Jake Sully og ég gef Worthington hrós fyrir að geta það miðað við handritið sem ég tel vera frekar veikt. Ég get þó ekki gefið Zoe Saldana mikið hrós, sú leikkona virðist vera nýtt uppáhald stórmynda uppá síðkastið og ég hef ennþá ekki séð hana sýna neitt sem ég myndi kalla leikhæfileika. Persóna hennar í Avatar var þurr, tilgerðarleg og næstum leiðinleg, sem er eiginlega James Cameron að kenna. Ég segi ekki að Zoe Saldana sé slæm leikkona, hún á þó eftir að sanna sig sem leikkona þess verðug að vera í svona dýrum stórmyndum á borð við Star Trek og Avatar. Hvaðan kom hún eiginlega? Það er eins og hún hafi hoppað fullvaxin úr höfði James Cameron fyrir Avatar og verið lánuð J.J. Abrams fyrir Star Trek og einhvern vegin losnað úr búrinu sínu til að leika í The Losers.

Sigourney Weaver, Stephen Lang, Michelle Rodriguez og Giovanni Ribisi reyna sitt besta en eru hvorki neitt sérstaklega góð né slæm í hlutverkum sínum. Handritið gefur þeim hvorki persónudýpt né skjátíma til að sýna sig. Undirstaðan á Avatar virðist aldrei hafa verið sagan sem Cameron vildi segja, heldur heimurinn sem hún gerist í og þar með er handritið aðallega um það að koma persónum frá A til B. Spurningin er hve vel náa brellurnar að heilla þig til þess að þú farir ekki að gagnrýna handritið, því hefðin er sú að ef handritið er ekki að standa sig þá leitar maður af öðrum kostum við myndina. Sama hverjir þeir kostir gætu verið, þá er handritið samt veikt og veikt handrit þýðir yfirleitt veik kvikmynd. Handrit Avatar, sem er klisjuorgía (hún inniheldur kylífsatriði sem er bókstaflega ljósblátt), er ekki hægt að taka með fullri alvöru.

Það hjálpaði ekki að hlusta á tónlistina hans James Horner, fyrir þá sem þekkja vel í tónlist kvikmyndaheimsins þá er James Horner yfirleitt talinn virtur stórlax. Hann gerði slatta af góðu efni fyrir 20-30 árum síðan, mikið af góðu fyrir 10-20 árum síðan. Á seinustu 10 árum hefur hann lítið gert nema endurnota sín eigin eldri stef og blanda þeim saman í þeirri von að enginn taki eftir því. í Avatar heyrast hlutar úr Aliens, Braveheart, Titanic, The Perfect Storm, Glory, Troy, Enemy at The Gates og fleiri myndum sem Horner hefur gert. Þetta truflaði mig sérstaklega, að horfa á nýja kvikmynd meðan ég heyri tónlist úr eldri myndum fær mig til að hugsa um þær myndir og ekki þá mynd sem ég er að horfa á. Heimurinn sem Avatar skapaði bauð uppá nýja gerð tónlist, en í stað þess að gera neitt sem gæti talist ferskt eða frumlegt þá kaus Cameron að taka sömu leið með tónlistina og hann gerði með handritið, hefðbundið og ófrumlegt.

Það bætir heldur ekki að Cameron tekur ástarsöguna úr Titanic og setur hana í Avatar. Ég á erfitt með að virða kvikmyndagerðamann sem leyfir sér að vera svona latur, því ég er fullviss um að Cameron hafði fulla stjórn á framleiðslunni og öllu tengt henni. Hugsunarháttur Camerons er samt skiljanlegur, hann vildi skapa örugga kvikmynd sem tekur fáar áhættur en skemmtir fólki. Þrátt fyrir alla sína galla þá er Avatar alls ekki leiðinleg, en hún er ekki kvikmynd sem ég get ekki horft á oft. Mér þykir það hinsvegar ljóst að Cameron er orðinn alltof sjálfsöruggur og ríkur til að snúa sér aftur í gamla formið, sem er skömm.

Svo hvað finnst mér um Avatar? Mér finnst hún ofmetin, barnaleg, klisjukennd og líkari tölvuleik en kvikmynd. Mér finnst hún þó einnig vera nett skemmtileg, á köflum áhugaverð og einstök tilraun í kvikmyndagerð tæknilega séð. Niðurstaðan er mjög blandaður poki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Kámug þrívíddargleraugu
Pocahontas og Battlefiled Earth koma saman í afþreyingu sem er um margt í lagi. Þríviddargleraugun eru margnota og kámug og sjálfsagt hefði verið að þrífa þau fyrir sýningu eða láta fylgja með tissue til að bíógestir gætu þá gert það sjálfir. Í lok myndar er fyrirheit um framhald þar sem amma viðja og Jake ,,Goodboy" Sully taka höndum saman á ný gegn vondu jarðarkapítalistunum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Flottari en hún er góð
Þessi mynd er vissulega eitt mesta sjónarspil sem sést hefur á bíótjaldi. Söguþráðurinn er eins og samsuða úr nokkrum Star Trek þáttum eða einhverju álíka sem Sci-Fi unnendur ættu að kannast við úr ýmsum áttum. Þó er tengingin við nútímasamfélagið það sterk að það ætti ekki að þurfa mikið ímyndunarafl til að líka þessi mynd.

Söguþráðurinn minnir líka óneitanlega á innrás evrópubúa til ameríku og þá vanvirðingu sem átti sér stað gegn indjánum, náttúrrunni og öðrum frumbyggjum ameríku. Það má því segja að það sé ákveðinn pólitískur þráður í myndinni, fyrir þá sem vilja sjá hann. Þrátt fyrir að þessi tenging væri mér augljós fór hún alls ekki í taugarnar á mér, heldur var farið mjög skemmtilega í þetta, smá dramatík og síðan uppgjör í endan að týpískum Hollywood sið.

Þetta er rússíbanaferð sem er vel þess virði að sjá, sérstaklega í 3D. Eftirvinnslan er öll með þeim hætti að maður er ekkert að spá í að þetta sé tölvugert. Söguþráðurinn ristir ekki djúpt, en þeir fá prik fyrir að reyna.

Einkunn: 8/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Takk, Mr. Cameron
Næst þegar grámygla hversdagsleikans þjakar mig get ég lokað augunum og ferðast í huganum til Pandóru.

Þvílíkur heimur sem Cameron hefur skapað, það liggur við að manni hafi fundist söguþráðurinn þvælast fyrir og viljað helst bara fylgjast með daglegu lífi Na'vi veranna í þessum fallegasta heimi sem ég hef séð í kvikmynd. Ég var ekki alveg að kaupa þessar verur í auglýsingum á myndinni en eftir að sagan er komin vel af stað eru þær orðnar algjörlega sannfærandi og jafnvel kynþokkafullar líka.

Ég hefði að vísu viljað sjá eitthvað annað en hina týpísku græðgi mannkyns fléttast inn í söguþráðinn og vona bara að ef gerð verður önnur mynd í þessu umhverfi að þá verði öllu svona amerísku hernaðarbrölti sleppt. Það er af nógu að taka til að búa til frábærar sögur í þessu umhverfi á Pandóru.

Ég sá myndina í 3D og ætla aftur á hana í 3D, ekki spurning.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

23.08.2023

Barbie fram úr Villibráð - söluhæsta kvikmynd ársins

Kvikmyndin Barbie með þeim Margot Robbie og Ryan Gosling í aðalhlutverkum hefur farið sigurför um heim allan. Hún varð nýverið söluhæsta kvikmynd ársins hérlendis. Frá frumsýningu Barbie þann 20. júlí hefur hún n...

03.08.2023

12 bestu hákarlamyndir sögunnar

Allt síðan Jaws skráði sig á spjöld sögunnar sem fyrsti sumarstórsmellurinn í bíó árið 1975 hafa hákarlamyndir átt sérstakan stað í huga bíógesta og ástæðan er einföld: Hvort sem sögð er saga af trylltum man...

04.05.2023

43 þúsund hafa séð Mario bræður

The Super Mario Bros. eiga greinilega stóran aðdáendahóp á Íslandi því myndin um þá kumpána hefur nú setið á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans í heilar fjórar vikur! Alls hafa nú 43 þúsund manns barið myndina au...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn