Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Changeling 2008

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 9. janúar 2009

141 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 62% Critics
The Movies database einkunn 63
/100

Changeling gerist á þriðja áratug síðustu aldar og segir frá einstæðu móðurinni Christine (Angelina Jolie), sem kemst að því að syni hennar hefur verið rænt. Eftir að fá hann aftur í hendur kemst hún að því að hún hefur fengið vitlaust barn og leitar hún til yfirvalda. Enginn trúir henni hins vegar og er hún sögð vera með ofskynjanir. Því meira... Lesa meira

Changeling gerist á þriðja áratug síðustu aldar og segir frá einstæðu móðurinni Christine (Angelina Jolie), sem kemst að því að syni hennar hefur verið rænt. Eftir að fá hann aftur í hendur kemst hún að því að hún hefur fengið vitlaust barn og leitar hún til yfirvalda. Enginn trúir henni hins vegar og er hún sögð vera með ofskynjanir. Því meira sem Christine hamrar á því að þetta voru mistök, því meira reynir hún á þolinmæði yfirvalda.... minna

Aðalleikarar

Angelina Jolie

Christine Collins

John Malkovich

Rev. Gustav Briegleb

Jeffrey Donovan

Captain J.J. Jones

Michael Kelly

Detective Lester Ybarra

Colm Feore

Chief James E. Davis

Jason Butler Harner

Gordon Northcott

Amy Ryan

Carol Dexter

Geoff Pierson

S.S. Hahn

Scott Johnson

Dr. Jonathan Steele

Marc Vanocur

Ben Harris

Peter Gerety

Dr. Earl W. Tarr

Reed Birney

Mayor Cryer

Gattlin Griffith

Walter Collins

Morgan Eastwood

Girl on Tricycle

Ric Sarabia

Man at Diner

Marie Irakane

Police Matron at Train

Leikstjórn

Handrit

Ein besta mynd ársins 2008
Clint Eastwood sem leikstjóri á sína ágætu daga, góðu daga og frábæru daga. Ég myndi samviskusamlega setja Changeling í síðasta flokkinn. Þetta er átakanleg, vönduð en umfram allt kvikindislega grípandi saga sem sendir mann í gegnum spíral af alls kyns tilfinningum og hegðunum. Eins og góðu drama er lagið, þá virkar ræman eins og margföld kjaftshögg á áhorfandann en þegar öllu er á botninn hvolft er myndin sérstæð og minnisstæð upplifun sem vekur mann til umhugsunar um spillingu og grimmd í samfélaginu.

Clint hefur svo sannarlega sýnt að hann kunni að gefa áhorfendum sínum sterkt drama. Mystic River og Million Dollar Baby voru báðar frábærar myndir. Eitthvað fór pínu úrskeiðis með Flags of our Fathers og systurmyndina Letters from Iwo-Jima, en þær framkölluðu ekki helminginn af þeim áhrifum sem þær áttu að gera. Mikið er ég feginn því að Clint kallinn sé farinn að eldast svona mikið, því það sést að hann reynir sífellt að toppa sig, þrátt fyrir fáein feilspor.

Changeling er gríðarlega athyglisverð til áhorfs. Myndin spannar vel yfir tvo klukkutíma en heldur dúndurgóðu flæði allan tímann og heldur manni í heljargreipum. Það er kannski orðið áberandi miðað við lýsingu mína, en myndin er helvíti þung. Það eru ýmsar senur sem sýna svo vondar hegðanir manna og þær verða ósjálfrátt sterkari því maður veit að þetta er allt byggt á sönnum atburðum. Reyndar er stundum svo mikil spilling í myndinni að það virkar næstum því hálf ýkt, en svona átti þetta víst að hafa verið. Áts.

Fyrir mynd eins og þessa til að virka almennilega þarf hún líka að vera vel leikin. En hver einasti leikari í þessari mynd er frábær, en fremst meðal jafningja er auðvitað bomban Angelina Jolie (þótt að kynæsandi hlutir um hana séu það síðasta sem maður hugsar meðan á myndinni stendur - þrátt fyrir truflandi sturtusenu). Jolie er ósköp lágstemmd meirihlutann á myndinni, en það eru fáeinar senur þar sem hún brýst út andlega og gerir frammistöðuna að leiksigri.
Ef hún gat unnið óskar fyrir Girl, Interrupted þá ætti hún klárlega skilið að fá styttuna aftur fyrir þessa.
Það er samt talsverður galli við myndina hvað persóna hennar er tvívíð. Jolie gerir sitt albesta með hlutverk óvæntu kvenhetjunar en sagan hrekkur svo snöggt í gang að við fáum ekki nægan tíma til að kynnast persónunni áður en allt fer til fjandans. Myndin er þegar ágætlega löng, en auka 10 mínútur hefðu ekki skaðað heildina. Sérstaklega ef um dýpri persónusköpun er að ræða.

John Malkovich, Jeffery Donovan og Jason Butler Harner koma líka verulega sterkir inn. Aukapersónurnar sem þeir túlka fá þó einnig litla sem enga áherslu, en miðað við að þetta er saga um móður sem berst við "kerfið" er minni þörf á því. Það hefði samt verið ágætt að sjá aðra hlið af "vondu mönnunum," en þeir voru stundum heldur einhliða.

Þrátt fyrir nokkra veika hlekki í handritinu þá hefur Clint vel unnið vinnuna sína sem leikstjóri og tónlistarhöfundur. Hann skapar alveg ljómandi kaldlynt andrúmsloft í kringum þessa trufluðu sögu, og það smellpassar. Tónlistin er líka aldrei of yfirdrifin eða melódramatísk, heldur mátulega lágstemmd og reyndar mjög ljóðræn. Ég er a.m.k. dauðafeginn að Clint skuli ekki syngja lokalag myndarinnar, eins og hann gerði í Gran Torino...

Það eru nokkrir staðir í frásögninni þar sem að auka söguþráðurinn (sub-plottið) vefst pínu ópasslega inn í heildina, en um leið og kemur í ljós hversu mikilvægur hann er, þá verður myndin e.t.v. öflugri.
Changeling er langt frá því að vera fullkomin mynd, og mér hefur heyrst hún vera talsvert ofmetin af mörgum. Persónulega hélt ég mikið upp á baráttu Jolie í myndinni og ef því takmarki er náð, þá er myndin að skila einhverju réttu - a.m.k. í mínu tilfelli. Myndin er vel keyrð, hún er kröftug á öllum réttu stöðum og stígur nánast alltaf framhjá væmni. Ég límdist við þessa mynd frá upphafi til enda og vildi ólmur sjá hvernig heildin myndi spilast út.
Þetta eru kostir sem geta varla annað en tryggt eðal meðmæli fyrir myndina. Hún er ekki eins brilliant og Million Dollar Baby, en sú mynd hafði líka persónusköpun í fyrirrúmi. Engu að síður er hér um að ræða eina af betri myndum ársins 2008, og mögulega eina af bestu myndum Clints.

8/10

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

06.11.2016

10 hræðilegustu hrollvekjur allra tíma

Þó að Hrekkjavakan sé búin í bili þá má skemmta sér yfir góðum hrollvekjum allt árið um kring. Vefsíðan Reel Scary hefur nú búið til nýja og áhugaverða aðferð við að komast að því hverjar eru hryllileg...

27.09.2012

Krimmar með kjaft!

Lawless er eins og hún sé hönnuð fyrir mig. Hörð, grípandi, skemmtileg og smávegis öðruvísi gangster mynd sem hefur fullt af þursasterkum hápunktum og leikaraval þar sem tekist hefur að gera hér um bil hvern og einn ei...

10.02.2011

Houdini og Arthur Conan Doyle leysa glæpi

DreamWorks hefur fest kaup á handriti eftir J. Michael Straczynski sem ber nafnið Voices From the Dead, en Straczynski skrifaði meðal annars Changeling frá árinu 2008. Mun handritið vera spennutryllir sem fjallar um vináttu galdram...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn