Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Ghost Town 2008

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Hann sér framliðið fólk... og það pirrar hann

102 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 85% Critics
The Movies database einkunn 72
/100

Aðalsöguhetjan er Bertram Pincus (Gervais), tannlæknir sem getur gert margt vel, en eitt af því sem hann kann alls ekki eru mannleg samskipti. Þegar hann er í ristilskoðun deyr hann skyndilega og er dáinn í alls sjö mínútur áður en það tekst að endurlífga hann, nánast fyrir kraftaverk. Eftir að Betram vaknar aftur til lífsins breytist margt á stuttum tíma... Lesa meira

Aðalsöguhetjan er Bertram Pincus (Gervais), tannlæknir sem getur gert margt vel, en eitt af því sem hann kann alls ekki eru mannleg samskipti. Þegar hann er í ristilskoðun deyr hann skyndilega og er dáinn í alls sjö mínútur áður en það tekst að endurlífga hann, nánast fyrir kraftaverk. Eftir að Betram vaknar aftur til lífsins breytist margt á stuttum tíma hjá honum. Hann fer nefnilega að sjá drauga. Þessir draugar byrja brátt að fara verulega í taugarnar á Bertram og þá sér í lagi draugurinn Frank (Kinnear). Frank er stöðugt að angra Bertram vegna þess að hann er ósáttur við hvaða mann ekkja hans, Gwen (Leoni) er byrjuð að slá sér upp með. Frank nær á endanum að fá Bertram til að hjálpa sér að stía Gwen og kærastanum hennar í sundur, en eftir því sem Bertram á meiri samskipti við Gwen verður hann sífellt hrifnari af henni, sem boðar ekki gott í samskiptum hans við Frank…... minna

Aðalleikarar

Ricky Gervais

Dr. Bertram Pincus

Greg Kinnear

Frank Herlihy

Téa Leoni

Gwen Herlihy

Aasif Mandvi

Dr. Jahangir Prashar

Dana Ivey

Marjorie Pickthall

Kristen Wiig

Surgeon

Michael-Leon Wooley

Hospital Lawyer

Jordan Carlos

Young Husband

Joseph Badalucco Jr.

Accident Bystander #1

Brian Hutchison

Accident Bystander #2

Julia K. Murney

Sneezy Lady

Joey Mazzarino

Food Delivery Guy

Aaron Tveit

Anesthesiologist

Betty Gilpin

WWII Nurse

Barry Humphries

Ghost Dad

Glenn Morshower

Construction Worker Ghost

Brian Tarantina

Ghost Cop

Leikstjórn

Handrit

Nær sér aldrei á flug
 Eftir að hafa dáið í 7 mínútur vegna læknamistaka, öðlast tannlæknirinn Bertram Pincus (Ricky Gervais) þann eiginleika að geta séð og talað við drauga. Einn þessara drauga (Greg Kinnear) sannfærir Pincus um að aðstoða sig við að stía í sundur ekkju sinni og nýja kærastanum hennar.

Hér er á ferðinni fyrsta mynd Ricky Gervais með honum í aðalhlutverki. Eftir að hafa gert garðinn frægan með ‘The Office’ og ‘Extras’ hefur hann hægt og bítandi verið að flytja sig yfir til Hollywood með litlum hlutverkum í myndum á borð við ‘Stardust’, ‘Night at the museum og fleirum’.

Þó svo að myndin sjálf sé í raun ágætis afþreying fyrir sunnudagskvöld, þá er efni hennar hvorki nýtt af nálinni né nær hún sér almennilega á flug. Þess í stað hangir hún undir meðallagi allan tímann og gefur Gervais ekki mikið til að vinna með. Söguþráðurinn er einskonar samansull af ‘The Sixth Sense’ og ‘Ghost’ en engan veginn jafn skemmtileg. Ekki misskilja mig samt, ég hafði gaman að henni. Hló upphátt nokkrum sinnum en fékk þó oftar kjánahroll, en ef þig bráðvantar léttmeti fyrir sunnudagskvöld, horfðu þá á Ghost Town.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

03.11.2012

Kósýkvöld í kvöld?

Það er laugardagskvöld í kvöld. Ef stefnt er á bíóferð þá er fullt af góðum myndum í bíó. Gamanmyndir, spennumyndir, teiknimyndir og kínverskar myndir, svo eitthvað sé nefnt. En þeir sem vilja frekar kúra undir...

02.11.2012

Kósýkvöld í kvöld?

Á að kúra uppi í sófa í kvöld, með popp og kók. Ef svo er, er ekki verra að vita hvaða bíómyndir stóru sjónvarpsstöðvarnar bjóða upp í kvöld: RÚV Dansóður ( Footloose ) Bandarísk bíómynd frá 2011 ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn