Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Wolfman 2010

(The Wolf Man, Wolfman)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 12. febrúar 2010

When the moon is full the legend comes to life

114 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 33% Critics
The Movies database einkunn 43
/100

Endurgerð klassískrar hryllingsmyndar frá 1941 með sama nafni. Í lok 19. aldar snýr Lawrence Talbot aftur til æskuheimilisins eftir að bróðir hans hverfur á dularfullan hátt. Lawrence sem hefur eytt mörgum árum í að gleyma skelfilegri barnæsku sinni og drungalegu þorpinu sem hann kom frá, þarf nú að horfast í augu við föður sinn og hræðileg örlög sín.... Lesa meira

Endurgerð klassískrar hryllingsmyndar frá 1941 með sama nafni. Í lok 19. aldar snýr Lawrence Talbot aftur til æskuheimilisins eftir að bróðir hans hverfur á dularfullan hátt. Lawrence sem hefur eytt mörgum árum í að gleyma skelfilegri barnæsku sinni og drungalegu þorpinu sem hann kom frá, þarf nú að horfast í augu við föður sinn og hræðileg örlög sín. Á meðan er hver þorpsbúinn á fætur öðrum myrtur og fulltrúi Scotland Yard fer að spyrja óþægilegra spurninga.... minna

Aðalleikarar

Anthony Hopkins

Sir John Talbot

Emily Blunt

Gwen Conliffe

Hugo Weaving

Inspector Francis Abberline

Art Malik

Singh

Antony Sher

Dr. Hoenneger

David Schofield

Constable Nye

Cristina Contes

Solana Talbot

Judi Bowker

Young Ben

Simon Merrells

Ben Talbot

Lorraine Hilton

Mrs. Kirk

Nicholas Day

Colonel Montford

Clive Russell

MacQueen

Max von Sydow

Passenger on Train (uncredited)

Leikstjórn

Handrit

Nær markmiði sínu... næstum því
The Wolfman er 85 milljón dollara Hollywood-framleiðsla í klassískum B-mynda stíl, og ég fíla það! Myndin reiðir sig mikið á tölvubrellur og hefðbundnar bregðusenur en það er samt nóg pláss eftir fyrir gamla góða gotneska andrúmsloftið og sígildu skrímslaförðunina (sem meistarinn Rick Baker sér um). Það er sjaldan sem að stórmyndir ná svona þéttri blöndu af því gamla og nýja, og væri ekki fyrir fáeina handritsgalla og heldur flata keyrslu þá væri hægt að kalla þetta möst fyrir aðdáendur sígildra skrímslamynda.

Ef mér skjátlast ekki þá á Joe Johnston mjög lítið í stílnum. Upphaflega var það hinn fjölhæfi Mark Romanek (One Hour Photo) sem átti að leikstýra. Framleiðslan var m.a.s. komin langa leið þegar hann ákvað að yfirgefa svæðið (sem ég býst við að hafa verið útaf "listrænum ágreiningi"). Mér fannst það fúlt, því ég held að hann hefði getað gert gríðarlega dimma og óþægilega útgáfu af þessari sögu. Í smástund kom Brett Ratner til greina en á endanum var Johnston fenginn til að taka við. Handritið fór í gegnum fáeinar breytingar en tökuplanið var samt alveg eins og útlitið líka. Kvikmyndaáhugamenn sjá það nánast strax að þessi mynd gat ómögulega verið alfarið gerð af Johnston. Hann leikstýrir afþreyingarmyndum, og oftast mjög auðgleymdum. Stíll og andrúmsloft er sjaldan nefnt í sömu setningu og nafnið hans. Með The Wolfman finnst mér samt eins og hann hafi vanmetið verkefnið svolítið og bara litið á það eins og aðra hverja vinnu. Hann leggur meira púður í að búa til hraðskreiða mynd heldur en öfluga hryllingsmynd sem leggur einnig áherslu á góða sögu og tekur tillit til persóna.

Maður finnur nánast fyrir því að það hafi verið meira á bakvið myndina en hún sýnir. Johnston klippti víst alveg góðan bút úr heildarlengdinni og bitnar það mest á persónusköpun myndarinnar. Í svona mynd er einmitt mjög mikilvægt að maður tengist persónunum og finni fyrir harmleik sögunnar. Maður fær aðeins brot af því hérna því myndinni liggur svo mikið á að komast frá einni senu til þeirrar næstu. Ég get samt ekki kvartað því mér leiddist ekkert á meðan myndinni stóð. Það er samt borðliggjandi staðreynd að í höndum einhvers annars hefði þetta getað orðið að einhverju frábæru, í stað þess að vera aðeins ágætt yfir heildina.

Mér líkaði við leikaranna og fannst þeir standa sig ljómandi vel. Benicio Del Toro veit alveg hvað hann er að gera og stendur sig afar vel. Það eina sem vantaði er meiri dýpt hjá persónu hans, sem gildir í rauninni um alla leikaranna. Del Toro fangar óttann, sorgina og reiðina hjá Lawrence Talbot vel en maður fær samt aldrei að kynnast honum af einhverju viti. Það vantaði meiri áherslu á það að hann hafi verið leikari því sagan hans endurspeglar Shakespeare á ýmsan hátt. Það er rétt svo minnst á það, ekkert meir. Emily Blunt, Anthony Hopkins og Hugo Weaving gera góða hluti þrátt fyrir ofannefnda galla. Þessir leikarar eru meira að segja minnisstæðari yfir heildina heldur en öll myndin.

Á endanum get ég ekki sagt að ég hafi gengið ósáttur út úr bíóinu. En hefðu aðstandendur lagt meiri metnað í framleiðsluna hefði The Wolfman skilið miklu meira eftir sig. Það nægir ekki bara að vera skemmtileg á köflum og blóðug (eða í þessu tilfelli, MJÖG blóðug) því myndin virðist setja sér æðri markmið heldur en það. Sterkustu hliðarnar eru í höndum þeirra Rick Baker og Danny Elfman, en förðunin og tónlistin virðist akkúrat ná rétta "múdinu" og ég er næstum því tilbúinn til að gefa ræmunni létt meðmæli bara útaf þessu tvennu. Það vantar samt gæsahúðina og þar fær Johnston á sig skömmina.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

02.12.2020

Nýr Van Helsing í bígerð

Kvikmyndaverið Universal Pictures hefur ekki enn gefist upp á því að blása nýju lífi í sígilda skrímslasafn sitt (sem samanstendur af Drakúla, múmíunni, sköpun Frankensteins o.fl.) og þeirra tilheyrandi fígúrur. Á meðal þeirra er skepn...

10.06.2017

Skelfilegt upphaf að myrkum heimi

Í stuttu máli er „The Mummy“ hreint skelfileg mynd. „The Mummy“ er fyrsta myndin í væntanlegum myndabálk sem sameinast undir heitinu „Dark Universe“ eða Myrki heimurinn og á að búa til sameiginlegan heim fyrir gömlu Universal skrímslin*. Grunnur er lagður a...

04.05.2016

Þriðja skrímslamyndin væntanleg

Þriðja skrímslamynd Universal er væntanleg í bíó vestanhafs 15. febrúar 2019. Samkvæmt frétt The Wrap er búið að taka daginn frá en ekkert kemur fram um hvað myndin heitir.   Hún verður hluti af vörumerkin...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn