Náðu í appið
115
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Basic Instinct 1992

A brutal murder. A brilliant killer. A cop who can't resist the danger.

127 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 56% Critics
The Movies database einkunn 43
/100
Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir klippingu og tónlist. Tilnefnd til japönsku kvikmyndaverðlaunanna sem besta erlenda mynd.

Fyrrum rokkstjarnan Johnny Boz, er myrtur með hrottafengnum hætti, á meðan hann er í miðjum klíðum að stunda kynlíf. Rannsóknarlögreglumaðurinn Nick Curran fær málið í sínar hendur. Í rannsóknarferlinu þá hittir Curran Catherine Tramell, glæpasagnahöfund sem var kærasta Boz þegar hann lést. Catherine reynist vera eldklár, útsmogin og stjórnsöm kona,... Lesa meira

Fyrrum rokkstjarnan Johnny Boz, er myrtur með hrottafengnum hætti, á meðan hann er í miðjum klíðum að stunda kynlíf. Rannsóknarlögreglumaðurinn Nick Curran fær málið í sínar hendur. Í rannsóknarferlinu þá hittir Curran Catherine Tramell, glæpasagnahöfund sem var kærasta Boz þegar hann lést. Catherine reynist vera eldklár, útsmogin og stjórnsöm kona, og þó að Nick sé meira og minna sannfærður um að Catherine hafi drepið Curran, þá á hann erfitt með að sanna það. Síðar, þegar Nilsen, keppinautur Nicks í lögreglunni, er drepinn, þá grunar Nick að Catherine eigi einhvern hlut að máli. Hann byrjar síðan að leika hættulegan en funheitan leik með Catherine, í þeim tilgangi að negla hana fyrir glæpina, en eftir því sem samband þeirra þróast, þá fjölgar morðunum og misvísandi sannanir neyða Nick til að efast um sekt Catherine. ... minna

Aðalleikarar

Michael Douglas

Det. Nick Curran

Sharon Stone

Catherine Tramell

George Dzundza

Gus Moran

Jeanne Tripplehorn

Dr. Beth Garner

Denis Arndt

Lt. Philip Walker

Ken Foree

Andrews

Chelcie Ross

Capt. Talcott

Steve Grumette

Hazel Dobkins

Wayne Knight

John Correli

Daniel von Bargen

Lt. Marty Nilsen

Mirjam Wiesemann

Dr. Lamott

Jack McGee

Sheriff

Bill Cable

Johnny Boz

Stephen Rowe

Internal Affairs Investigator

Mitch Pileggi

Internal Affairs Investigator

Eve Channing

Juvenile Officer

Freda Foh Shen

Berkeley Registrar

James Rebhorn

Dr. McElwaine

Alexander Ramati

Polygraph Examiner

Pina Bausch

Bartender / Country Western Bar

Leikstjórn

Handrit


Eftir einkennilegt morð á fyrrverandi rokkstjörnu, er Nick Curran(Michael Douglas) kallaður á morðstaðinn og kemst hann að tvennu: blóðugan íssting og hvítan trefil festan við rúmið. Þrjár konur eru grunaðar, allar með óvænta ástæðu fyrir morðinu. Catherine Tramell(Sharon Stone) er rithöfundur sem skrifar sögur með morðum sem á einkennandi hátt verða að veruleika. Roxy er kærasta Catherine. Og Beth Garner(Jeanne Tripplehorn) er sálfræðingur Nicks. Hver er morðinginn? Þessi mynd er brilliant.




Allt í myndinni er gert mjög fagmannlega, þ.e.a.s: Sagan í myndinni er virkilega vel sögð. Mystery saga af bestu gerð og fetar vel í fótspor með myndum Hitchcock og fleiri mystery sagna. Svo er það leikurinn. Sharon Stone er alveg meiriháttar í hlutverki sínu og skilar því snilldarlega frá sér. Með bestu hlutverkum hennar með Casino. Michael Douglas og Jeanne Tripplehorn eru fín í sínum hlutverkum en ekki eins sannfærandi og Stone. Svo er leikstjórn Paul Verhoeven mjög góð, handrit Joe Eszterhas frábært, kvikmyndataka Jan De Bont og tónlist Jerry Goldsmith stórkostleg. Spennan í myndinni er rosaleg og plottið í endanum fannst mér brilliant. Svo er myndin með eitt umdeildasta atriði síðustu ára(yfirheyrsluatriðið, you know what I'm talkin about). Lokaniðurstaða: Basic Instinct er mystery/spennumynd eins og þær gerast bestar, og ein besta mynd Paul Verhoeven til þessa.

Basic Instict er ein umtalastaðsta mynd síðustu aldar. Vegna grófra kynlífsatriða og blóðsúthellingum. Að mínu er þetta alveg frábær mynd.

Rokkstjarna að nafni John Boz er myrtur. Lögreglan rannsakar málið og grunar strax kærustu hans, Catherine Tramell um morðið. Hún er mjög dularfull og sjálfsörugg. Hún er rithöfundur og skrifaði bók sem minnti akkurat á morðið á rokkstjörnunni ári fyrr enn morðið var framið. Ekki ætla ég að fara mikið meira í söguþráðinn því það gæti skemmt fyrir.

Sharon Stone fer þvílikt á kostum í hlutverki Catherine Tramell. Og sýnir einn besta leik seinustu aldar. Einnig er Micheal Douglas frábær í hlutverki lögreglumannsins Nick Curran.

Leikstjórinn, Paul Verhoeven er þekktur fyrir misjafnar myndir. Hann hefur gert myndir einsog Total Recall, Showgirls, Robocop og Hollow Man. Það er ekki spurning að þetta er hans langbesta mynd. Handritið er líka af betri gerð. Þótt að höfundurinn á því, Jos Esztheras telst af þeim verstu í bransanum.

Kvikmyndataka Jan De Bot er algjört yndi að horfa á. Einnig er tónlistin frábær og er hún frábærlega notuð til magna upp spennuna.

Þessi mynd er einfaldlega frábær og ekki er galli á henni að finna. Basic Instinct er algjört tímamótaverk. Ekki spurning!

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Basic Instinct er ein af mínum uppáhalds myndum. Hún er frábærlega vel leikin (þá sérstaklega af Sharon Stone) og plottið í henni er yndislega skemmtilegt og óvænt. Þetta er ein af þessum myndum sem ég get horft á aftur og aftur án þess að fá leið á henni. Paul Verhoeven hefur gert misjafna hluti um árin en er þessi mynd án efa sú langbesta. Kvikmyndataka Jan De Bont er frábær og tónlist Jerry Goldsmith fullkomin! Kaupið geisladiskinn, hann er alveg þess virði. Basic Instinct er einnig eina góða handritið sem hálfvitinn Joe Ezsterhas hefur skrifað! Brilliant mynd í alla staði!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

01.05.2020

20 magnaðar kynlífssenur í kvikmyndum

„Kynlíf er leiðinlegt ef þú ert ekki þátttakandi í því“ Þetta sagði leikstjórinn Ridley Scott eitt sinn, aðspurður um hvers vegna ástarleikir hafi svona oft verið fjarverandi í hans kvikmyndum. Sjálfur hefur...

22.02.2020

Verstu framhaldsmyndir allra tíma

Breska blaðið The Independent hefur birt á vef sínum nýjan lista yfir 27 verstu framhaldsmyndir allra tíma, og kennir þar ýmissa slæmra grasa. Blaðið segir að listinn sé tekinn saman í tilefni af væntanlegu framhaldi kvikmyndarinnar PS ...

13.09.2013

De Niro og Stallone boxa í Grudge Match - Fyrsta stikla!

Fyrsta stiklan er komin úr box-gamanmyndinni Grudge Match, með gömlu box-leikurunum Sylvester Stallone ( Rocky ) og Robert De Niro ( Jake LaMotta ). Söguþráðurinn er á þá leið að Henry "Razor" Sharp og Billy "The Kid...

Svipaðar myndir


Myndir í sömu seríu

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn