The Eye
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn
Í myndinni er ljótt orðbragð
DramaHrollvekjaSpennutryllir

The Eye 2008

Frumsýnd: 28. mars 2008

How can you believe your eyes when they're not yours?

5.4 50021 atkv.Rotten tomatoes einkunn 22% Critics 6/10
98 MÍN

Sydney Wells (Jessica Alba) er fiðlusnillingur. Hún hefur verið blind frá því augnhimnan hennar eyðilagðist í flugeldaslysi þegar hún var fimm ára. Þá var ekkert hægt að gera til að hjálpa henni, en núna, nær tuttugu árum seinna, býðst henni að fá augnhimnur frá líffæragjafa. Sjónin kemur hægt og rólega aftur eftir aðgerðina en Sidney er skiljanlega... Lesa meira

Sydney Wells (Jessica Alba) er fiðlusnillingur. Hún hefur verið blind frá því augnhimnan hennar eyðilagðist í flugeldaslysi þegar hún var fimm ára. Þá var ekkert hægt að gera til að hjálpa henni, en núna, nær tuttugu árum seinna, býðst henni að fá augnhimnur frá líffæragjafa. Sjónin kemur hægt og rólega aftur eftir aðgerðina en Sidney er skiljanlega ringluð á allri litadýrðinni eftir tuttugu ára myrkur. En Sidney fer fljótt að gruna að það sé eitthvað bogið við þessar nýju augnhimnur. Þær sýna henni alls konar óhuggulega hluti, eins og drauga og ókomin slys. Og Sidney spyr sig: Hvaðan komu eiginlega þessar yfirnáttúrulegu augnhimnur og hvað kom fyrir fyrri eiganda þeirra? Myndin er endurgerð á spennuþrunginni hryllingsmynd frá Asíu sem kom út árið 2002 og heitir Jian Gui.... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn