Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Journey to the Center of the Earth 2008

(Journey to the Center of the Earth 3D)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 12. september 2008

Sama pláneta - annar heimur

93 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 60% Critics
The Movies database einkunn 57
/100

Vísindamaðurinn Trevor Anderson, frændi hans og fjallgönguleiðsögumaður hefja leit að týndum bróður Trevors en finna þess í stað ótrúlegan heim djúpt í iðrum jarðar.

Aðalleikarar

Brendan Fraser

Trevor Anderson

Josh Hutcherson

Sean Anderson

Anita Briem

Hannah Ásgeirsson

Seth Meyers

Professor Alan Kitzens

Jean Michel Paré

Max Anderson

Kevin Turen

Elizabeth

David Stiven

Leonard

Leikstjórn

Handrit

Tómlegur en vel unninn rússíbani
Fyrir cirka áratugi síðan man ég eftir að hafa farið í Universal Studios í Flórída og sá þar alveg meiriháttar 3-D sýningu af Terminator 2. Það var u.þ.b. það flottasta sem ég man eftir að hafa séð í hefðbundinni þrívídd, og í raun finnst mér ekkert hafa toppað það síðan.

Mér finnst virkilega nett að horfa á myndir í þrívídd þegar að þær gera eitthvað almennilegt við það. En oftast er þetta bara svokallað "visual gimmick" til að sjá til þess að þú gleymir því hversu innantómt efni þú ert að glápa á. Journey to the Center of the Earth er að mörgu leyti eins og að horfa á Spy Kids 3-D (nema þrívíddargleraugun eru betri). Þetta er heilalaus, þunnur rússíbani þar sem nákvæmlega engar áherslur eru lagðar á persónur og fer allt púðrið í tölvuvinnuna. Persónurnar hoppa úr einu fjölbreyttu ævintýraumhverfi yfir í það næsta og heldur það þannig áfram út alla lengdina. Þessi mynd gegnir sínu hlutverki þannig séð, en það er voðalega lítið hérna sem er eitthvað nýtt. Meira að segja fékk ég að heyra það frá 11 ára gamalli systur minni hvað þetta var líkt mörgu sem hún hafði séð áður. Viti menn.

Leikararnir eru lítið annað en skraut, svipað og brellurnar, en þeir koma reyndar prýðilega út. Brendan Fraser hefur alltaf verið einhver hallærislegasti leikari sinnar kynslóðar, og á hann best heima í myndum eins og George of the Jungle og Looney Tunes: Back in Action, þar sem að kjánalætin eru viðeigandi. Hér kemur hann ágætlega út, þrátt fyrir asnalegar línur og það hversu ósannfærandi hann er sem einhver prófessor. Hún Anita okkar Briem er einnig sæmileg en mér fannst ég alltaf heyra hana skipta um hreim í öðru hverju atriði. En þar sem að leikararnir eru einungis til skrauts er hún fín á skjánum, enda er um að ræða alveg brjálæðislega sæta stelpu sem minnir þó pínu á unga útgáfu af Judi Dench.

Journey flæðir á góðum hraða, sem er gott. Myndin kemur sér beint að efninu, þrátt fyrir að vera þunn. Það eru nokkur skemmtileg atriði hér að finna, en allan tímann fannst mér eins og ég væri meira að horfa á gimmick heldur en bíómynd. Þrívíddin sjálf var ekkert spes. Mér fannst hún hefði getað verið mun betur nýtt og var ég eiginlega fyrir vonbrigðum með hana. Hún var eiginlega eitthvað svo ónauðsynleg og hefði myndin e.t.v. litið betur út í tvívídd, en þar fá litirnir mun betur að njóta sín.

Journey to the Center of the Earth er sæmileg leið til að drepa tímann. Ég hvet auðvitað þá yngstu til að kynna sér þrívíddarbíóið þrátt fyrir að það hafi ekki verið upp á marga fiska, en engu að síður gæti verið ánægjulegt að fylgjast með því ef að maður hefur ekki séð neitt betra.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Góð skemmtun
Ég fór á forsýningu á þessa mynd í gær og mér fannst hún mjög góð. Þetta er náttúrulega ævintýramynd og inniheldur alveg slatta af ótrúlegum atriðum (sem gætu aldrei átt sér stoð í raunveruleikanum) en það skiptir bara engu máli. Ef fólk vill endilega halda sig við raunveruleikann getur það horft á raunveruleikasjónvarp eða drama myndir.

Myndin er góð skemmtun og það var dálítið spes upplifun að horfa á hana í þrívídd (manni brá stundum meira en manni hefði brugðið ef myndin hefði ekki verið í þrívídd). Ég ætla ekkert að fara út í söguþráðinn, enda er ég aðallega að fjalla um hvernig ég upplifði myndina. Aníta Briem stóð sig mjög vel í sínu hlutverki (og einnig Brendan Frasier enda þekktur leikari), og mér fannst hún á tímabili minna mig á Lauru Dern úr Jurassic Park (meint sem hól, ef einhver er ósammála mér, þá það). Maður gleymdi því á 2 sekúntum að hún væri íslensk, því hún einhvern veginn passaði algjörlega inn í þessa bandarísku bíómynd. Allavega hefði hver sem er getað logið því að mér að hún væri þekkt bandarísk leikkona og vonandi sjáum við meira af henni á hvíta tjaldinu.

Mér fannst hálfpartinn leiðinlegt að þekkja söguna ekki nógu vel, en ég held að eftir þetta kíki ég á Leyndardóma Snæfellsjökuls, bara svona fyrir forvitnissakir um hvort myndin fylgi bókinni vel eftir (hef ekki hugmynd um það) - voru risaeðlur í Leyndardómum Snæfellsjökuls? Myndin var góð afþreying og þannig eiga svona ævintýramyndir að vera. Langar samt hálfpartinn að fara á hana aftur og taka þá jarðfræðing með mér, bara til þess að vita hvort eitthvað af þessu jarðfræðidóti eigi sér stoð í raunveruleikanum (ég efast um það, en það eyðileggur sko ekkert skemmtunina).

Ein snilldin var líka að 3D gleraugun pössun yfir gleraugun mín (hversu oft gerist það að maður getur sett (sól)gleraugu yfir sín eigin gleraugu og séð eitthvað) þannig að maður þurfti ekki að velja á milli að vera með 3D gleraugu og sín eigin (enda hefði ég þá ekkert getað notið myndarinnar því ég hefði ekki séð neitt).

En allavega, fyrir ævintýragjarnt fólk sem vill fá góða afþreyingu í bíó, þá mæli ég eindregið með þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

06.11.2021

Flogaveiki og minnisleysi í fyrstu stiklu úr Skjálfta

Fyrsta stiklan fyrir nýja íslenska kvikmynd, Skjálfti, sem gerð er eftir verðlaunabók rithöfundarins Auðar Jónsdóttur, Stóra skjálfta, var frumsýnd nú í vikunni. Anita Briem ( Journey to the Center of the Earth, Rá...

28.06.2020

Íslendingar stela senunni af vanaföstum Will Ferrell

Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga er miklu fjörugri bíómynd heldur en halda mætti út frá bæði dómum myndarinnar, almennum ferli Wills Ferrells svo ekki sé minnst á þennan glataða titil. Það að risarnir ...

15.10.2019

Óendanlega mikið efni á Disney+

Ný streymisveita Disney afþreyingarrisans fer brátt í gang, og nú er orðið ljóst hvað boðið verður upp á í veitunni, en um er að ræða gríðarlegt magn af efni. Sagt er frá þessu á vef Gizmodo. Um helgina birti fyrirtækið stutta kitlu á Twitter, þar sem stiklað var á stóru, og sagt frá einhverjum af þeim kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem í boði verða. Þar er ekki eingöngu um nýtt og frumsamið efni eins og geimvestrann The Mandalorian að ræ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn