Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Witness 1985

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Harrison Ford is John Book - A big city cop who knows too much.

112 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 93% Critics
The Movies database einkunn 76
/100
Vann tvenn Óskarsverðlaun, fyrir klippingu og handrit. Tilnefnd alls til átta óskara.

Samuel Lap er ungur Amish drengur sem verður vitni að morði í Fíladelfíu, þegar hann er á ferð þar með móður sinni. Góðhjartaður lögregumaður að nafni John Book þarf að fara með þeim í felur eftir að morðingjarnir veita þeim eftirför. Þau fara öll þrjú inn í Amish samfélagið og Book þarf að laga sig að nýjum lífsstíl. Hann verður ástfanginn... Lesa meira

Samuel Lap er ungur Amish drengur sem verður vitni að morði í Fíladelfíu, þegar hann er á ferð þar með móður sinni. Góðhjartaður lögregumaður að nafni John Book þarf að fara með þeim í felur eftir að morðingjarnir veita þeim eftirför. Þau fara öll þrjú inn í Amish samfélagið og Book þarf að laga sig að nýjum lífsstíl. Hann verður ástfanginn af móður drengsins, sem auðveldar ekki málið. Morðingjarnir eru þó ekki langt undan. ... minna

Aðalleikarar

Harrison Ford

Det. Capt. John Book

Kelly McGillis

Rachel Lapp

Josef Sommer

Chief Paul Schaeffer

Eric Roberts

Samuel Lapp

Lukas Haas

Samuel Lapp

Alexander Godunov

Daniel Hochleitner

Frederick Rolf

Stoltzfus

Viggo Mortensen

Moses Hochleitner

John Garson

Bishop Tchantz

Beverly May

Mrs. Yoder

Ed Crowley

Sheriff

Leikstjórn

Handrit

Harrison Ford hjá Amish lúkkar vel
Witness er mynd um ungan Amish strák sem er að ferðast í sitt fyrsta skipti í bæinn og verður honum mikið mál og fer á klósettið og verður svo vitni af morði og svo þegar að lögreglan John Book (Harrison Ford) tekur að sér málið þá taka þeir samn höndum John Book og Samuel (Amish vitnið) og finna út hver morðinginn er. Eftir stutta stund þá sér Samuel mynd af McFee (Danny Glover) á lögreglustöðini sem lögregla ársins þá lætur hann Book vita og þá á þessum stundum verður Book fyrir óhappi og verður skotinn. Rachel (Kelly McGillis) er mamma Samuel, þau taka Book með sér til Amish þorpsins síns og fara að lækna hann á meðan ná þeir McFee og félagar að láta sumum lögreglumannanna snúast hugur og halda að Book sé illmenni og fara að eltast við hann.
Þegar að ég sá Witness í fyrsta skiptið þá var svoldið augljóst að lesa úr myndini eins og í bók, það eru sum atriði sem er mjög augljós hvað er að fara að gerast. Harrison Ford hefur verið betri, en þessi karakter John Book er þessi svali kall sem er ekki hræddur við að sýna byssuna og hleypa af skoti og þannig (Eins og Han Solo nema það að Solo er svalari). Harrison Ford hefur leikið í fjölda mörgum meistaraverkum á borð við Star Wars safnið, Indiana og Blade Runner og fjölda fleiri. Þetta er líka fyrsta hlutverk sem Viggo Mortensen tekur svona almennilega að sér. Danny Glover sem er þekktur fyrir Lethal Weapon myndirnar og svo Saw eitt. Allir þessir leikarar hafa staðið sig mjög vel í þessari mynd og hafa skarað fram úr í kvikmyndaheiminum.

Einkunn: 8/10

Mjög góð spennumynd með Harrison Ford.

Myndir fjallar um amish strák sem er vitni að morði og svo á Harrison að vernda hann.

Myndatakan er góð en tónlistinn mætti vera betri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Witness er eitt af stórverkum Peter Weir (The Mosquito Cast, The Truman Show) sem fjallar um ungan amish-dreng sem verður vitni að hrottalegu morði. Lögreglumaðurinn John Book (Harrison Ford) er sendur til að verja drenginn. Hann felur sig í amish-býli þar sem hann þarf að lifa á þeirra hátt. Þessi hrífur alla sanna kvikmyndaáhugamenn upp úr skónum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Eftirminnileg og ljúf kvikmynd frá ástralska leikstjóranum Peter Weir. Lítill Amishdrengur á ferðalagi með móður sinni í stórborginni verður vitni að morði á lestarstöð en þegar lögreglumaðurinn sem rannsakar morðið kemst að því að félagar hans úr lögreglunni standa að baki því flýr hann með mæðgininum til fólksins þeirra í sveitinni. Dúndurgóður þriller í bland við ástarsögu á milli Harrison Ford og Kelly McGillis í forvitnilegu umhverfi Amishanna. Peter Weir tekst að fjalla bráðvel og jafnvel fallega um siði þeirra og hefðir og stilla friðsælu lífi þeirra gegn annarri og dekkri siðmenningu borgarinnar án þess að missa niður spennuna. Leikararnir fara á kostum, sérstaklega Ford sem á stórleik í hlutverki löggunnar og ekki er McGillis verri. Hlöðudans þeirra í myndinni undir ljúfum tónum Sam Cookes er með sígildustu og eftirminnilegustu atriðum myndarinnar, það hefur mikið verið stælt síðan. Ég gef Vitninu eða The Witness þrjár og hálfa stjörnu og mæli ég eindregið með henni, hún er hreint frábær.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög góð mynd með Harrison Ford í aðalhlutverki. Hér leikur hann lögguna John Book sem veit fyrstur af því að lítil amish drengur sem hafði komið í borgina með mömmu sinni hefur orðið vitni að morði. Amish drengurinn sér hann þá fljótt á mynd upp á lögreglustöð. Morðinginn kemst fljótt að því að Book veit af honum og líka að amish drengurinn er vitni að morðinu. Þá þarf Book að fara í felur og býr hjá amish fólkinu í langan tíma.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

21.06.2018

Malkovich sem Poirot - Fyrsta ljósmynd

Eins og við sögðum frá á dögunum, þá er von á nýjum leikara í hlutverki belgíska spæjarans vinsæla og sérvitra, Hercule Poirot, sem leysir morðgátur á færibandi í sögum breska rithöfundarins Agatha Christie. Um ...

20.08.2016

Affleck í nýrri Agatha Christie ráðgátu

Batman leikarinn Ben Affleck á í viðræðum um að leikstýra og leika aðalhlutverk í myndinni Witness For The Prosecution, en það er mynd sem gera á eftir smásögu Agatha Christie og leikriti sem fyrst kom í bíó árið...

10.09.2013

Ríkustu leikstjórarnir

Kvikmyndaframleiðandinn og leikstjórinn George Lucas er auðugastur allra leikstjóra samkvæmt greiningu tímaritsins Next Movie. Eignir Lucas eru metnar á fjóra milljarða Bandaríkjadala. Á eftir honum kemur félagi hans Steven...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn