Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Pathology 2008

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 3. október 2008

Hver getur framið hið fullkomna morð?

95 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 46% Critics
The Movies database einkunn 55
/100

Pathology segir frá hinum bráðskarpa læknanema Ted Grey (Milo Ventimiglia), sem er að hefja starfsnám í Washingtonborg. Hann er að læra að verða réttarlæknir og vinnur með öðrum nemum með sama metnað. Hinir nemarnir líta Ted hornauga til að byrja með, en þegar hann sýnir hæfni sína við krufningar og greiningu á líkum er hann samþykktur af hinum samhenta... Lesa meira

Pathology segir frá hinum bráðskarpa læknanema Ted Grey (Milo Ventimiglia), sem er að hefja starfsnám í Washingtonborg. Hann er að læra að verða réttarlæknir og vinnur með öðrum nemum með sama metnað. Hinir nemarnir líta Ted hornauga til að byrja með, en þegar hann sýnir hæfni sína við krufningar og greiningu á líkum er hann samþykktur af hinum samhenta hóp sem vinnur með honum. Þegar hann byrjar að eyða tíma með hópnum kemst Ted hins vegar að því að starfsfélagar hans eiga sér mjög skuggalegt áhugamál – þau skiptast á að fremja morð, sem hinir verða svo að ráða fram úr hvernig var framið, auk þess sem þau lifa mjög frjálslegu kynlífi. Brátt er Ted neyddur af Jake Gallo (Michael Weston), nokkurs konar leiðtoga hópsins, til að taka þátt hinum sjúku leikjum sem þau stunda, ellegar eiga á hættu að verða næsta fórnarlamb hinna færu en siðlausu réttarlæknanema. Hann þarf því að gera upp við sig hvort hann vill ná frama í draumafagi sínu, með óheyrilegum fórnarkostnaði, eða láta undan þrýstingi unnustu sinnar og reyna að sleppa út úr slæmum félagsskap sínum. Það getur þó reynst erfiðara en virðist að sleppa.... minna

Aðalleikarar

Alyssa Milano

Gwen Williamson

Michael Weston

Jake Gallo

Lauren Lee Smith

Juliette Bath

Johnny Whitworth

Griffin Cavenaugh

John de Lancie

Dr. Quentin Morris

Keir O'Donnell

Ben Stravinsky

Larry Drake

Fat Bastard

Alan Blumenfeld

Mr. Williamson

Brett Kelly

Dead Kid

Leikstjórn

Handrit


Pathology fjallar um ungt læknafólk á líkhúsi sem myrðir hina og þessa og notar kunnáttu sína til að nást ekki. Alveg fín mynd, þrælspennandi og tekst jafnvel að vera myrk á köflum en því miður líður hún fyrir verulega slappan leik(flesta leikaranna kannaðist ég lítið við fyrir utan leikkonuna úr Charmed þáttunum) og handritið er hálf klisjulega skrifað. En það sem kom mér stórlega á óvart voru öll ógeðsatriðin sem eiginlega minna talsvert á Saw. Jább. Pathology er á yfirborðinu býsna skemmtileg og flott mynd en hana skortir karaktera sem ná til manns og eins og ég segi þá er handritið klisjulega skrifað þó það sé í sjálfu sér kannski ekki 100% klisja. En svona vel tekin og drulluskemmtileg mynd verður bara að fá einkunn yfir meðallagi og því segi ég tvær og hálf stjarna eða 7/10 í einkunn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn