Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Next 2007

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 27. apríl 2007

If you can see the future, you can save it.

96 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 28% Critics
The Movies database einkunn 42
/100

Las Vegas töframaðurinn Cris Johnson býr yfir þeim leynda eiginleika að geta séð nokkrar mínútur fram í tímann. Hann er orðinn langþreyttur á rannsóknum á þessu fyrirbæri þegar hann var krakki, og áhuga yfirvalda á honum, og lætur því lítið fyrir sér fara undir dulnefni í Vegas. FBI kemst að því hvaða eiginleikum hann býr yfir og vilja nota hann... Lesa meira

Las Vegas töframaðurinn Cris Johnson býr yfir þeim leynda eiginleika að geta séð nokkrar mínútur fram í tímann. Hann er orðinn langþreyttur á rannsóknum á þessu fyrirbæri þegar hann var krakki, og áhuga yfirvalda á honum, og lætur því lítið fyrir sér fara undir dulnefni í Vegas. FBI kemst að því hvaða eiginleikum hann býr yfir og vilja nota hann til að koma í veg fyrir að hryðjuverkamönnum takist að koma fyrir sprengju einhversstaðar í Bandaríkjunum.... minna

Aðalleikarar

Nicolas Cage

Cris Johnson / Frank Cadillac

Julianne Moore

Callie Ferris

Jessica Biel

Liz Cooper

Jim Beaver

Wisdom

Tory Kittles

Cavanaugh

Enzo Cilenti

Mr. Jones

José Zúñiga

Security Chief Roybal

Miranda Frigon

Diner Waitress

Julien Donada

Road Crew Foreman

Stephen Elliott

Lisa Joyner

Chris Palermo

SWAT Commander

Leikstjórn

Handrit


Next er alveg býsna góð mynd að mínu mati. Hún segir frá Chris Johnson(Nicolas Cage) sem hefur þann eiginleika að sjá fram í tímann. Þó aðeins í tvær mínútur hámark og aðeins það sem snertir hann persónulega. Hann notar þetta sem skemmtiefni í Las Vegas borg en FBI vill fá okkar mann í þjónustu sína og...sjón er sögu ríkari hvað gerist næst og sérstaklega hvað varðar endinn sem er virkilega óvæntur. Fyrri helmingurinn er að vísu mjög hægur og þá hafði ég áhyggjur um að ég þyrfti að gagnrýna myndina fyrir að vera ekki nógu hröð en svo kemur keyrslan sem helst út rest. Veiki hlekkur myndarinnar er leikurinn. Cage er fínn leikari og hann leikur vel í Next en einhvernveginn fannst mér hann ekki vera í eins skrautlegu hlutverki og myndin á skilið miðað við að þetta er aðalsögupersónan. Julianne Moore og Jessica Biel leika heldur týpískar persónur og gamli refurinn Peter Falk er í alltof litlu hlutverki. En myndin er bara svo sniðug og skemmtileg að það er ekki hægt annað en að hafa gaman af. Hún byggist meira á sögufléttu heldur en karakterum og þess vegna fær hún ekki meira en þrjár stjörnur. Ef hún hefði byggst á báðum hefði hún sennilega fengið hærri einkunn frá mér. En fyrir þá sem vilja láta koma sér á óvart þá er um að gera að sjá Next. Góð skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

09.01.2024

Ástin kom sá og sigraði

Rómantíska gamanmyndin Anyone But You kom sá og sigraði á íslenska bíóaðsóknarlistanum um síðustu helgi, ný á lista, en næstum 4.500 manns borguðu sig inn til að sjá þessa skemmtilegu mynd. Í öðru sæti...

07.01.2024

Vilja ná að skora eitt mark

Next Goal Wins, sem komin er í bíó á Íslandi, segir hvetjandi sögu byggða á sannsögulegum atburðum, af fótboltalandsliði Bandarísku Samóaeyja. Eyjarnar eru staðsettar í Kyrrahafinu, miðja vegu milli Nýja Sjálands og Hawa...

18.05.2023

Verndarar alheimsins langvinsælastir

Verndarar alheimsins í Marvel kvikmyndinni Guardians of the Galaxy - Vol. 3 eru langvinsælastir í bíó á Íslandi aðra vikuna í röð. Tekjur kvikmyndarinnar námu næstum því átta milljónum króna um síðustu helgi og ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn