Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Children of Men 2006

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 29. desember 2006

No children. No future. No hope.

109 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 92% Critics
The Movies database einkunn 84
/100

Árið er 2027 og konur heimsins eru ófærar um að eignast börn. Bretlandi er stjórnað með harðri hendi, en fyrrum aðgerðarsinninn Theo Faron (Clive Owen) er þar beðinn af hálfu andspyrnunnar um að flytja ólétta konu úr landi.

Aðalleikarar

Clive Owen

Theo Faron

Julianne Moore

Julian Taylor

Michael Caine

Jasper Palmer

Pam Ferris

Miriam

Oana Pellea

Marichka

Mishal Husain

Newsreader

Rob Curling

Newsreader

Jon Chevalier

Café Customer

Barbara Munch

Café Customer

Simon Poland

Preacher Trafalgar Square

Leikstjórn

Handrit

Öskrandi góð!
=Hugsanlegur spoiler, ef þið hafið ekki séð myndina, ekki skoða=

Það er hægt að segja að þessa mynd er allt. Það er mjög góð spenna, hasar, góður húmor og mjög mikil speki. Myndin er eftir bók (sem ég er reyndar ekki búin að lesa) og ég held að hún gekk mjög vel í sölu. Ef ekki þá er fólk eitthvað vangefið. Mér actully brá því að þessa mynd var svo sjitt góð. Ég vissi ekki að Clive Owen gat verið Svona góður leikari. Ég hef ekki séð margar myndir með honum fyrir utan Shoot Em'Up, Sin City (snilld) Gosford Park, mér fannst frekar innlokaður í henni á mínu mati. Svo er það leikstjórinn Alfonso Guaró sem gerði Harry Potter á sínu tíma og var mjög góð, svo gerði hann þessa!

Leikararnir eru mjög skrautlegir og leika allir asnalega vel. Clive Owen sem persónan Theo pössuðu mjög vel saman. Báðir rónalegir, dáldið daufir en samt fyndnir. Svo er það Julianne Moore sem ég fíla ekkert það mikið, það er bara eitthvað svo böggandi við hana (kannski því hún er rauðhærð? nei djók) en hún var þolanleg í þessari en samt endist hún ekkert lengi. Svo var það Chiwetel Ejiofor, mjög lúmskur í þessu hlutverki. Hann gerir sig voðalega saklausan allan tíman og leikur það mjög vel. Michael Cain ávalt klassískur, það er svo gaman að horfa á hann að það er ekki fyndið. Hann líka gerir sig voðalega heimskan og kjánalegan en í samt er hann mjög gáfaður. Pam Ferris er mjög góð leikkona er alls ekki léleg í þessari mynd, hún lætur bara lítið befa af sér, koma svona sirka 2 stór atriði með henni, ég myndi alveg vilja sjá meira af henni en hún var samt alveg nógu lengi.

Það sem heillaði mig mjög mikið við þessa mynd var handrit, útlit og myndatökurnar. Allt sem maður sér í myndinni er skrifað í handritinu og það fer á svið og það er tekið upp (eins og við vitum). En það er bara svo mikið. Það er bara svo mikið og flott að gerast í bakgrunninum og nærum því tekið upp bara í einu skoti, sem er svo sjúklega flott. Handritið gerir rosalegan basic söguþráð af flækju. Alls enginn galli, það bara sýnir það hvað myndin er með mikið ýmindunarafl og með búnka af skemmtilegum hugmyndum.

Það sem gerir myndina mjög sérstaka er að það er mjög mikil speki í henni og margar pælingar. Til dæmis, Risastóra blöðru-svínið á coverinu á plötunni Animals með Pink Floyd var bara fljúgandi í bakgrunninum í einu atriðinu. Ég var pínu hissa að sjá það fljúgandi þarna eins og ekkert sé, og leggur mjög mikið á heilann minn til þess að skilja bara þetta eina atriði. Myndin sagði mér mjög eitt skemmtilegt við mig og það finnst mér frekar djók og það hljómar svona: Sjá hvað heimurinn gæti orðið brjálaður ef ekkert barn er búið að fæðast í 18 ár.

Myndin er rosaleg góð og finnst mér frekar gleymd. Hún var tilnefnd til þriggja óskarsverðlauna og var ekki neitt af þeim. Besta myndatakan, besta klippingin og besta handritið. Ég meina, hún gat allavegana fengið fyrir bestu myndatökurnar (klárlega) því þær voru sjúklega góðar. Geðveikt innihald, æðislegt útlit og rosalega vel leikinn.
HÆL CAINE!

10/10

Skemmtileg mynd með nokkuð frumlegum söguþræði.



Byrjar doldið hægt, en þegar líður á myndina verður hún meira og meira spennandi með atriðunum.



Svona í heildina litið þá er þetta skemmtilega útfærð mynd með spennandi söguþræði. Skemmtilegum karekturum og tónlistin alveg smellpassar inn í myndina.



Eitthvað sem að allir þyrftu að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Tilvonandi klassík
Children of Men er ein af þessum myndum sem náði mér frá fyrstu mínútu og hélt mér föstum alveg þangað til að lokatextinn byrjaði að rúlla. Myndin er að mínu mati Meistaraverk með stóru M-i og því er hún allt sem hún á að vera og hefur allt sem þarf. Myndin er kvikindislega vel unnin, ómótstæðilega fersk, klisjulaus, vel skrifuð, frábærlega leikin og bara nánast fullkomin út á alla kanta! Ég segi það ekki oft, en myndin náði eitthvað svo sterkt til mín og því finn ég ekki dauðan eða veikan punkt við hana.

En burtséð frá framleiðslugildinu þá er myndin ótrúlega spennandi, stundum fyndin, grípandi allan tímann og síðast en ekki síst ótrúlega falleg undir yfirborði ógeðsins sem umvefur söguna; [Smá spoiler!] Til dæmis í senunni þar sem að Clive Owen og Claire-Hope Ashitey ganga niður stigann í gegnum ringulreið ofbeldisins með nýfædda barnið, og hver einasti maður vopnaður gerir nákvæmlega ekkert annað en að hleypa þeim í gegn með undrunarsvip og óvissu um hvernig skal láta í kringum fyrsta barnið sem fæðst hefur í 18 ár, áður en kúlnahríðirnar halda áfram strax eftirá. Ég missi kannski stig í karlmennsku minni fyrir að segja þetta, en þetta er eitt fallegasta atriði sem ég hef á ævi minni séð og það var ekki langt í það að ég hefði fundið fyrir tárum.[Spoiler endar]

Alfonsó Cúaron slær rétt á allar nótur með þessari mynd. Leikstjórn hans er markviss og kröftug. Líka ákvarðarnir hans gagnvart litlum hlutum eins og hvernig myndatakan fer fram er alveg stórkostleg. Það er náttúrlega vert að taka það einnig fram að þessi mynd hefur án efa eina flottustu kvikmyndatöku sem að ég hef séð. Clive Owen er líka að mínu mati hálf vanmetinn þarna. Mér fannst hann vera frábær, og á hann fjölmörg verðlaun skilið (Óskar, halló?!?!). Julianne Moore er líka að venju góð þrátt fyrir lítinn skjátíma og Michael Caine stelur öllum senum sem hann sést í.

Tónlistarnotkun myndarinnar er sömuleiðis áhrifamikil og fyllir hún vel upp í andrúmsloftið. Ég er ekki frá því að segja að þetta sé besta mynd ársins 2006, með úrvalsmyndunum The Departed og El Laberinto del Fauno rétt hangandi á eftir henni. Mér finnst hún vera gullmoli án nokkurs vafa. Get ekki beðið eftir að eigna mér hana.

Ég slæ þá kvikmyndaáhugamenn kalda utanundir ef að þeir neita að horfa á þessa mynd!

10/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór á þessa mynd og vissi ekkert hvað ég var að fara á þannig ég vissi ekkert við hverju ég mátti búast. Þessi mynd gefur manni nýja og frekar slæma sýn inn í framtíðina. Ágætis söguþráður með mörgum skemmtilegum pælingum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög góð mynd í alla staði, sérstaklega fyrir þá sem hafa gaman af pólitiskum myndum. Innflytjendamál, stríð og mengun jarðar. Hér er á ferðinni að mínu mati góður leikstjóri sem velur úrvalsleikara frá Bretlandi í þessari dökku framtíðarsýn. Michail Caine bregst ekki í aukahlutverki frekar en fyrri daginn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

12.03.2020

Ómissandi kvikmyndir um útbreiðslu vírusa: „Svona getur of mikið af bíómyndaglápi farið með mann“

„Það er nú þannig á þessum viðsjárverðu tímum, að eitthvað verður maður að hafa sér til dundurs. Ég er ein af þeim sem bíð í ofvæni eftir öllum fréttum sem berast af þessari COVID-19 veiru og er alv...

02.12.2016

Nicolas Cage leikur í hamfaramynd

Óskarsverðlaunahafinn Nicolas Cage hefur verið ráðinn í nýja náttúruhamfaramynd, The Humanity Project, eða Mannkynsverkefnið, í lauslegri íslenskri þýðingu. Um er að ræða vísindaskáldsögu sem gerist árið 2030, þegar loftslagsbreyt...

23.08.2016

100 bestu myndir 21. aldarinnar

Ný könnun ríkisútvarpssins breska BBC, leiðir í ljós að besta mynd aldarinnar sem við lifum nú á, þeirrar 21., er Mulholland Drive frá árinu 2002 eftir David Lynch. Þó einungis séu liðin 16% af öldinni, þá streyma...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn