Náðu í appið
Bönnuð innan 6 ára

Nacho Libre 2006

Frumsýnd: 15. september 2006

He's not lean. He's not mean. He's nacho average hero.

92 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 40% Critics
The Movies database einkunn 52
/100

Nacho er kokkur í klaustri, sem starfar við það að gefa munaðasum börnum að borða. Þegar nunnan Encarnación kemur í klaustrið, þá sér Nacho að eina leiðin til að vinna ástir hennar og bjarga börnunum, er að breyta sér á nóttunni í Luchador fjölbragðaglímukappann Nacho Libre.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Ég er ekki viss hvað á að kalla þessa mynd, fáranleikamynd mögulega. Nacho Libre er venjuleg ´overcoming obstacles´ hetjumynd aðeins nú er það hinn skemmtilega feiti Jack Black að leika hálf Skandinavískan og hálf Mexíkóskan munk í Kaþólsku klaustri, hann hefur þráð að verða glímukappi síðan á ungum aldri, og loks fær það tækifæri og ætlast til þess að nota peninginn til þess að hjálpa munaðarleysingjunum í klaustrinu. Með hjálp hjá heimilislausum fáranlingi sem hefur hrossatennur, og traust hjá mjög aðlaðandi nunnu þá verður hann einn aðalkeppinauturinn í átt að sigri. Myndin er skondin á pörtum, jafnvel fyndin stundum, en innihaldið virkar mjög veikt fyrir lengdina á myndinni, og húmorinn var ekki alveg að halda myndinni uppi. Einn aðaltilgangur myndarinnar er þetta tilgangsleysi sem ræður ríkjum fyrir húmorinn, án þess hefði myndin líklegast verið frekar leiðinleg. Ég gekk út eftir myndina og fann ekki fyrir neinu, Nacho Libre er tilgangslaust rugl, en miðað við það, þá var hún allt í lagi sem einfalt áhorf.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég er bara helvíti ánægður með þessa mynd. Jared Hess stóð sig frábærlega. Ekki eins og í Napoleon Dynamite, það var hræðileg mynd. Nacho Libre hefur uppá margt á að bjóða, eins og húmor og náttúrulega einn fyndnasta grínleikara í heimi, Jack Black. Æðisleg mynd sem á 100% skilið að fá 3 og 1/2 stjörnu í einkunn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

13.05.2019

Nacho Libre leikari látinn

Fyrrum fjölbragðaglímukappi sem lék aðalhlutverk í kvikmynd með Jack Black, lést á glímusýningu í Lundúnum. Jack Black á flugi, en Silver King á flótta. Silver King, sem lék aðal óþokkann í myndinni Nacho Libre, ...

16.11.2010

Pride & Prejudice & Zombies fær leikstjóra

Á tímabili virtist maður ekki getað þverfótað fyrir vampírumyndum, en næsta hrollvekjuæði er handan við hornið og virðast uppvakningar ætla að koma sterkt inn á næsta ári. Kvikmyndin Pride and Prejudice and Zomb...

16.11.2010

Pride & Prejudice & Zombies fær leikstjóra

Á tímabili virtist maður ekki getað þverfótað fyrir vampírumyndum, en næsta hrollvekjuæði er handan við hornið og virðast uppvakningar ætla að koma sterkt inn á næsta ári. Kvikmyndin Pride and Prejudice and Zomb...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn