Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

United 93 2006

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 1. september 2006

September 11, 2001. Four planes were hijacked. Three of them reached their target. This is the story of the fourth.

111 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 90% Critics
The Movies database einkunn 90
/100

Af þeim fjórum flugvélum sem var rænt þennan afdrifaríka dag var flug United 93 sú eina sem ekki náði á áfangastað sinn, sem talinn er hafa verið annað hvort Hvíta húsið eða þinghúsið í Washington DC. Eftir því sem best er vitað reyndu farþegar vélarinnar að yfirbuga flugræningjanna og hrapaði vélin að lokum áður en hún náði á áfangastað.... Lesa meira

Af þeim fjórum flugvélum sem var rænt þennan afdrifaríka dag var flug United 93 sú eina sem ekki náði á áfangastað sinn, sem talinn er hafa verið annað hvort Hvíta húsið eða þinghúsið í Washington DC. Eftir því sem best er vitað reyndu farþegar vélarinnar að yfirbuga flugræningjanna og hrapaði vélin að lokum áður en hún náði á áfangastað. Myndin, sem gerist í rauntíma, byggir á þekktum heimildum um atburðina og fyllir upp í holurnar eftir því sem þurfa þykir til að skapa sláandi atburðarás sem enginn mun gleyma.... minna

Aðalleikarar

Matt Sweeney

Wanda Anita Green

Gary Commock

First Officer LeRoy Homer

Polly Adams

Deborah Welsh

Jacob Smith

Lauren Catuzzi Grandcolas

Opal Alladin

CeeCee Lyles

Trish Gates

Sandra Bradshaw

Nancy McDoniel

Lorraine G. Bay

Antonin Artaud

Nicole Carol Miller

David Alan Basche

Todd Beamer

Richard Bekins

William Joseph Cashman

Susan Blommaert

Jane Folger

Christian Clemenson

Thomas E. Burnett, Jr.

Denny Dillon

Colleen Fraser

Jacob Smith

Waleska Martinez

Peter Hermann

Jeremy Glick

Jacob Smith

Georgine Rose Corrigan

Martha Holland

Mark Bingham

Jacob Smith

Major Kevin Nasypany

Simon Poland

Alan Anthony Beaven

Erich Redman

Christian Adams

John Rothman

Edward P. Felt

Daniel Sauli

Richard Guadagno

Khalid Abdalla

Ziad Jarrah

Leikstjórn

Handrit


Engin vondbrigði hjá mér gagnvart þessari mynd, skemmtilega leikstýrð og alveg frábærlega vel leikin.


Ég hef samt mikið pælt í því hvort það sé ekki einum of fljótt að fara að gera bíómynd um þennan atburð, en svo er nú samt að gera bíómyndir um hræðilega atburði út í heimi, sem er bara að gerast núna, svo ég held að þetta sé allt í lagi.


Það er svona hálfgerður dogma stíll á þessari mynd, það er eins og það er bara haldið á myndavélunum, sem persónulega finnst mér alveg frábært, gerir myndina einhvernvegin meira raunverulegri.

Allavega, frábær mynd, sem tekur á í alla staði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Snertir við manni - ótrúlegt en satt
United 93 er að öllu leyti kraftmikil bíómynd. Hún hefur þann kost að geta náð til áhorfandans á mjög tilfinningalegu stigi, og þá á mörgum sviðum. Í fyrsta lagi gengur hún út á viðburð sem við öll munum eftir og kafar hún út í þær hliðar sem sýna alvöru átökin og andlegu spennuna. Í öðru lagi þá er myndin borin fram á svo raunverulegan og eðlilegan máta að það virkar stundum eins og að áhorfandinn sé á staðnum, í stað þess að horfa upp á yfirdrifinn Hollywood frásagnarhátt með klisjukenndum áherslum og öfgakenndri kanadýrkun. Ónei!

Leikstjórinn Paul Greengrass segir hlið sína með afar hlutlausu hugarfari, og fókusar mest á það hversu átakanlegur og í raun og veru skelfilegur dagur þetta var í sögu bandaríkjanna. Stefna myndarinnar er ekki sú að sýna hvernig þjóðin varð fyrir högginu, heldur að sýna frá þeim sakleysingjum sem urðu óvænt að fórnarlömbum.

Einhvern tímann eftir að 11. september átti sér stað, þá veltu margir fyrir sér hvernig í ósköpunum hægt væri að gera kvikmynd um þann dag, sérstaklega þá án þess að misnota grunnhugmyndina algjörlega og blóðmjólka sorgina. Þetta voru þær helstu áhyggjur sem ég hafði þegar að ég frétti af þessari mynd (sem og World Trade Center - sem ég á enn eftir að sjá), en í stað þess að hrista hausinn yfir einhverju sem fer of langt og þvingar ofan í mann eitthvað sem margir hafa oft grátið yfir, þá gekk ég út af myndinni haldinn tilfinningu sem ég bjóst alls ekki við. Þessi mynd snerti við mér allsvakalega og get ég ekki annað en tjáð gríðarlega virðingu sem ég hef gagnvart því sem fest var á filmu.

Hver einasta sena í þessari mynd hélt vafalaust athygli minni. Ég var svo ánægður að horfa á kvikmynd sem virkaði ekki eins og hefðbundin kvikmynd, þ.e.a.s. í samtölum, persónueinkennum eða handritsbyggingu. Þetta er alvaran, og hún virkar! Svo hjálpar það að koma manni betur frá bíómyndaheiminum þegar maður þekkir ekki eitt einasta andlit á skjánum, sem er með þeim betri ákvörðunum sem að Greengrass tók. Hefðum við fylgst með Tom Cruise, Johnny Depp eða einhverjum eins og Philip Seymour Hoffman um borð í þessari flugvél, þá hefði sambandið við áhorfandann gjörsamlega slitnað.

Myndin reynir ekki einu sinni að kreista úr þessu einhverja þvingaða persónusköpun. Leikurinn heppnast a.m.k. ótrúlega vel og fann ég aldrei fyrir neinum veikum punkti. Ég viðurkenni reyndar að Greengrass teygði hlutina sitt og hvað með því að sýna fólk grenjandi í símanum einum of oft nær lokin, og fannst vel mátt stytta það smávegis.

Tónlist myndarinnar er hins vegar mjög lágstemmd, jafnvel stundum finnur maður ekki fyrir henni því hún nær að samhæfast svo vel við það sem er að gerast á skjánum. Myndatakan er líka á stöðugri hreyfingu, sem gefur myndinni ákveðið flæði. Miðað við það hversu lítið gerist sumstaðar í myndinni, þá nær vélin alltaf að halda manni föstum við skjáinn og það skilur eitthvað eftir sig.

Ég gagnrýndi leikstjórann mikið fyrir að nota ofaukið shaky-cam í The Bourne Supremacy, enda sá maður varla stundum hvað var í gangi þar. Hér, hins vegar, kemur það betur út en ég þorði að ímynda mér, en það er hugsanlega vegna þess að hér höfum við hvorki bílaeltingaleiki né eitthvað annað Hollywood-tengt, svo að samhengið er augljóslega allt annað og skapar það sömuleiðis yfir meira raunsæi einhvern veginn.

Þegar á heildina er litið er erfitt að segja eitthvað slæmt um þessa mynd. Að mínu mati gerir hún nákvæmlega allt það sem hægt er að búast við af henni. Myndin er ekki fyrir alla, en það er víst að hún skilur fullt eftir sig. Það skiptir engu máli hvernig augum þú lítur á hryðjuverkin sem áttu sér stað á þessum degi, eða eftiráhrifin.

United 93 er bæði ákaflega sterk mynd og líka ein sú mikilvægasta sem komið hefur út um gott skeið. Til að ljúka þessari umsögn þá held ég að þetta sé bara klárlega besta mynd ársins hingað til.

10/10

Þá er bara að vona að Oliver Stone forðist væmni og formúlur eins vel og þessi gerir með WTC.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég verð að segja að mér fannst United 93 alveg drepleiðinleg. Hún er ekki beint léleg eða illa gerð en sagan(hvort sem að hún er sönn eða ekki) er alveg glötuð. Mér fannst mér vera að horfa á eitthvað allt annað heldur en Sindri hér fyrir ofan, það sem ég sá var þurr og alltof venjuleg drama sem hafði fátt gott upp á að bjóða og spurning hvort að það hafi nokkuð verið algjört möst að kvikmynda þennan atburð? Það eina sem þessi mynd hefur sér til ágætis er að hún skánar aðeins eftir hlé og fer að verða pínulítið djúsí en það nær ekki að hífa hana lengra en upp í eina stjörnu sökum alveg ömurlega leiðinlegs fyrri parts. Ég ætla ekki að hafa þetta lengra en eins og ég segi þá er myndin í sjálfu sér mjög vönduð en efnið bara hræðilegt. Þetta er ekki fyrir mig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég ætla að byrja á því að segja að United 93 er rosalegasta mynd ársins. Sjaldan hefur ein kvikmynd haft jafn mikil áhrif á mitt litla. Greengrass tekur hér á viðkvæmu málefni með þvílíkri snilldarleikstjórn. Það er enginn Steven Seagal eða Jackie Chan um borð í þessari flugvél, þetta eru ósköp venjulegir Bandaríkjamenn sem urðu fyrir þessu mikla óláni að lenda í þessu. Persónurnar um borð eru þar að auki ekki flokkaðar í hina ólíklegustu flokka eins og gerist ósjaldan í flugvélamyndum sbr. hina nýútkomnu Snakes on a Plane. Þar er reynt að hafa farþegana eins áhugaverða eins og hægt er með því að breyta þeim í hálfgerðar teiknimyndafígúrur. Hryðjuverkamennirnir eru þá skiljanlega ekki fúlskeggaðir arabar í kufli heldur eru þeir snyrtilega klæddir og kurteisir allt þar til þeir láta skríða. Andrúmsloftið sem skapast í myndinni er vægast sagt yfirþyrmandi. Fyrri hluti myndarinnar tekur á því hvernig flugmálastjórn og hinar og þessar flugstöðvar reyna eftir bestu getu að komast til botns í því hvað sé að gerast þegar nokkrar flugvélar hætta að svara kalli. Síðari hluti myndarinnar gerist meira um borð í vélinni og þar fáum við viðbrögð farþega beint í æð. Engin einstaklingsframtök eru meðal farþega þar sem þetta eru allt almennir borgarar en ekki sérþjálfaðir leyniþjónustumenn. Síðasti hálftími myndarinnar er gríðarlega taugatrekkjandi og það tekur virkilega á að horfa upp á þau atriði sem fara þar fram. Útlit myndarinnar er í anda Greengrass, hrátt og raunverulekt og er það eitt lykilatriði myndarinnar. Þegar myndinni lauk heyrðist ekki múkk í salnum, allir steinþögðu og þurftu að jafna sig eftir þessa upplifun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

13.02.2014

Mini - Rýni: Captain Phillips (2013)

Myndin er byggð á sönnum atburðum og fjallar um Richard Phillips (Tom Hanks) sem hefur það að atvinnu að sigla stóru flutningaskipi við strendur Sómalíu. Hann verður var við einkennilega báta á ferð sinni og bregst...

31.05.2013

Whitaker mun hugsanlega leika Martin Luther King

Bandaríski leikarinn Forest Whitaker er í viðræðum við framleiðendur kvikmyndarinnar Memphins, sem er kvikmynd í burðarliðnum um síðustu daga Martin Luther King. Whitaker hefur leikið í stórmyndum á borð við Platoon,...

04.11.2011

Universal segir: Wolfman var hræðileg!

Ekki mörgum kvikmyndastúdíóum hefur gengið jafn illa og Universal að undanförnu, en búið er að dæla alls kyns fjármagni í myndir sem hafa engan veginn komið út í plús. Þar má nefna myndir eins og The Wolfman, Land of the Lost, S...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn