Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Lucky Number Slevin 2006

(Lucky Number S7evin)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 7. apríl 2006

Your Numbers up, February 06 / Wrong Time. Wrong Place. Wrong Number.

109 MÍNEnska

Maður í hjólastól á flugvelli segir ókunnugum manni sögu af veðreiðarsvindli árið 1979 sem olli dauða fjölskyldna. Á Manhattan deyja tveir veðbókarar og sonur mafíuforingja. Ungur maður fer úr sturtu og fer til dyra, en þar er nágrannakona hans mætt, og hann segir henni að hann sé gestkomandi, hann hafi átt ömurlega viku, hafi verið rændur, og viti ekki... Lesa meira

Maður í hjólastól á flugvelli segir ókunnugum manni sögu af veðreiðarsvindli árið 1979 sem olli dauða fjölskyldna. Á Manhattan deyja tveir veðbókarar og sonur mafíuforingja. Ungur maður fer úr sturtu og fer til dyra, en þar er nágrannakona hans mætt, og hann segir henni að hann sé gestkomandi, hann hafi átt ömurlega viku, hafi verið rændur, og viti ekki hvar vinur hans er, sem býr í íbúðinni. Nágrannakonan, sem er útfararstjóri, spjallar við hann. Tveir þorparar koma og álykta sem svo að maðurinn sé sá sem á íbúðina, og þeir fara með hann til mafíuforingjans sem missti son sinn, og hann skipar honum að drepa son annars mafíósa sem er erkióvinur hans. Er hann ekki að fara mannavillt? Hvað tengir þræðina saman? Og löggan er að horfa á allt saman.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Hvernig gat þessi mynd floppað?
Lucky Number Slevin er nett skemmtileg og að mörgu leyti óvenjuleg glæpamynd. Hún er svona bræðingur af alvarlegum þriller og léttri, kómískri glæpamynd.

Handritið er höggþétt og stútfullt af skrautlegum uppákomum. Samtöl myndarinnar eru hnyttin og flétturnar góðar. Leikaraúrvalið er heldur ekkert til að setja út á, hvað þá þegar maður hefur nöfn á borð við Morgan Freeman, Sir Ben Kingsley, Bruce Willis eða jafnvel Stanley Tucci. Síðan, þarna á milli, höfum við fyrrum sjarmerinn Josh Hartnett. Satt að segja hef ég aldrei séð Hartnett standa sig eins vel og í þessari mynd og kemur hann sér mjög vel fyrir innan um eldri módelin. Bruce Willis stendur annars sjálfur upp úr, enda óneitanlega svalur í hlutverki leigumorðingjans Goodkat, sem er án efa eftirminnilegasti karakter myndarinnar (er það bara ég eða minnir hann á hálfgerða blöndu af John McClane og Hartigan úr Sin City?).

Paul McGuigan (sem seinast gerði hina vanmetnu Wicker Park) gerir líka margt skemmtilegt og frumlegt með leikstjórnina, og það sést strax að hann er lítið fyrir að afrita stílbrögð frá mönnum eins og Tarantino eða Guy Richie. Það eru einkenni í Lucky Number Slevin sem að minna gjarnan á eitthvað úr myndum þeirra beggja, en til að rétta því við fer þessi einnig aðrar leiðir. Athyglisverðast er að sjá skiptinguna á hvar myndin fer úr alvarleikanum yfir í léttari gírinn, og það kemur jafnvel mér á óvart að sjá hvað handritið jafnar þetta vel út og virkar atburðarásin aldrei neitt ójöfn.

Stíll myndarinnar er ógurlega ferskur; hann skiptist á milli þess að vera skuggalegur og litríkur í senn (takið t.d. eftir hvernig leikstjórinn velur veggfóðrið í ýmsum senum), og kemur það tvímælalaust vel út. Mér finnst hálf leiðinlegt að sjá hvað Slevin hefur fengið litla athygli (og misjafna dóma). Myndin er virkilega solid og kemur líka með góðan húmor sem vefst utan um spennandi og áhrifaríka glæpasögu. Hún er kannski pínu góð með sig, en ég lít meira á það sem part af þessum skrítna stíl hennar. Sumum finnst hún líka "svindla" aðeins of mikið með lokafléttunni, en ég gæti ekki verið meira ósammála því.

Allt í allt mjög góður pakki að mínu mati, og ég sé alls ekki eftir því að hafa eignað mér ræmuna.

8/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei



Mér var sagt að taka þessa mynd því að hún er sögð allveg frábær. Ég tók mér hana á dvd og hlakkaði til. Ég varð fyrir smá vonbrigðum því að ég bjóst við meira. Myndin er mjög róleg en sammt er handritið mjög gott og flest allir leikarar standa sig vél,Morgan freman og Brus vilis eru flottastir. Smá hasar, gott handrit og góðir leikarar gera þessa mynd að góðri skemmtun. FÍN MYND.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hreint og beint drullugóð spennukómedía um hinn óheppna Slevin(Josh Hartnett) sem lendir í því að vera tekinn í misgripum fyrir annan mann og skuldar nú tveimur glæpaforingjum(Morgan Freeman og Ben Kingsley) pening og hvaðeina. Ósætti ríkir mill þessara tveggja glæpaforingja og hvorugur yfirgefur bækistöðvarnar af ótta við að verða tekinn af lífi. En ekki er allt sem sýnist. Skotheld skemmtun sem byggist að mörgu leiti á smellnum samtölum og góðum fléttum og ljóst er að handritið hefur verið skrifað af mikilli nákvæmni því myndin gengur að flestu leiti alveg upp. Lucky number Slevin tekur sér að vísu aðeins of langan tíma að koma sér af stað en maður gleymir því fljótt þegar hún verður svona sniðug og verður að vísu flókin en sem betur fer ekki of flókin. Hartnett sem fer með aðalhlutverkið er alveg frábær og gerir Slevin að virkilega viðkunnalegum karakter. Kingsley alltílæ en ekkert meira og Freeman á gott comeback. Bruce Willis leikur leigumorðingja nokkurn og er næstum því senuþjófur en nær því samt ekki alveg. Ég ætla ekki að neita því að endaplottið kemur á óvart en það þyrfti samt ekki mikið til til að sjá það fyrir. Í stuttu máli sagt er Lucky number Slevin alveg prýðisgóð og fær þrjár stjörnur frá mér. Endilega sjáðu þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Lucky Number Slevin...


En ég segi bara, vá vá vá vá!!! Þessi mynd er eitt stykki meistaraverk út í gegn varðandi alla kvikmyndavinnslu, leikstjórn og vel valin og fágaðan leikara hóp sem á sér næstum engan líkan.


Josh Harnett, Bruce Willis, Morgan Freemann, Sir Ben Kingsley, Lucy Liu og hin mjög vanmetni leikari sem er alltaf sama skítmennið í hvívetna, Stanley Tucci.


Handritið er hreint afbragð sem er Jason Smilovic fyrsta tilraun, leikstjórnin er sem eitt hreint augnakonfekt sem skilur þann sæta og ljúfa eftirkeim sem kvikmyndir eiga að gera, það er að áhorfandinn er í marga daga að hugsa um það sem hann upplifði sem hann sá á hvíta tjaldinu.


Sem dæmi hef ég aldrei tekið neitt sérstaklega eftir hvernig herbergi eða gangar íbúðarhúsa í kvikmyndum eru fóðraðir, en það sem er eitt af snilldarverkum leikstjórans er að nota sitt listnæma auga til að fá áhorfendurna til að fara að spá í veggfóðri og list. Þetta er leikstjóranum einum sem hrós að auðga þetta meistarastykki sitt. Veggfórðin eru svo stingandi fyrir augað en um leið svo heillandi að manni leið eins og áhorfanda á listasýningu fyrir afbrygðilegt skúlptursverk snarruglaðra veggfóðursmeista.


Paul McGuigan er leikstjóri þessara snilldar matreiðslu í formi kvikmyndar, en hann hafði gert kvikmyndina Wicker Parck áður.


Jæja ég læt það í ykkar hlutverk að dæma þessa góðu afþreyingu sem ég keypti fyrir algjöra tilviljun á London Heathrow Airport til að klára hið konunglega klink mitt hehehe


That Was a Good Buy!


And Thats The Truth Ruth!


Kær kveðja,

Lecter

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

18.08.2015

Sjáðu skrímslið lifna við! Fyrsta stikla úr Victor Frankenstein!

Fyrsta stiklan er komin út fyrir hrollvekjuna Victor Frankenstein með þeim James McAvoy í hlutverki hins hálf klikkaða vísindamanns og Daniel Radcliffe í hlutverki Igor, aðstoðarmanns hans. En hvernig skyldi nú hið fræga F...

12.12.2009

Tían: Vanmetnustu myndir áratugarins

Topplistar eru alls staðar núna á helstu kvikmyndasíðum og þeim fer hiklaust fjölgangi á næstu vikum. Ég vil helst bíða með það að telja upp bestu myndir ársins '09 þangað til í janúar. Í staðinn finn ég eitthvað...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn