Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

American Dreamz 2006

Justwatch

Frumsýnd: 26. maí 2006

Imagine a country where the President never reads the newspaper, where the government goes to war for all the wrong reasons, and more people vote for a pop idol than their next President.

107 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 39% Critics
The Movies database einkunn 45
/100

Martin Tweed stjórnar vinsælli hæfileikakeppni í sjónvarpi, American Dreamz, og þó að hann þoli ekki í hvert sinn þegar ný þáttaröð byrjar, þá er keppnin alltaf gríðarlega vinsæl. Tweed ákveður að nú sé kominn tími til að fá inn nýja og spennandi þátttakendur og sendir starfsmenn sína útaf örkinni til að finna skrýtnasta fólkið sem það finnur,... Lesa meira

Martin Tweed stjórnar vinsælli hæfileikakeppni í sjónvarpi, American Dreamz, og þó að hann þoli ekki í hvert sinn þegar ný þáttaröð byrjar, þá er keppnin alltaf gríðarlega vinsæl. Tweed ákveður að nú sé kominn tími til að fá inn nýja og spennandi þátttakendur og sendir starfsmenn sína útaf örkinni til að finna skrýtnasta fólkið sem það finnur, til að taka þátt í þáttunum. Á meðan þetta er að gerast þá er forseti Bandaríkjanna að verða sífellt þunglyndari, og stólar á starfsmannastjóra sinn í einu og öllu, jafnvel þegar kemur að því að verða dómari í hæfileikakeppninni. Þetta eru frábærar fréttir fyrir hryðjuverkamennina sem sjá hæfileikakeppnina sem fyrirtaks leið til að komast í tæri við forsetann. ... minna

Aðalleikarar

Hugh Grant

Martin Tweed

Dennis Quaid

President Staton

Mandy Moore

Sally Kendoo

Willem Dafoe

Chief of Staff

Chris Klein

William Williams

Jennifer Coolidge

Martha Kendoo

Seth Meyers

Chet Krogl

Judy Greer

Accordo

Bernard White

Agha Babur

Noureen DeWulf

Shazzy Riza

Shohreh Aghdashloo

Nazneen Riza

Andy Nicholson

Uncle Fitz

Adam Busch

Sholem Glickstein

Haaz Sleiman

Mujeheddin Captain

André Morell

White House Butler

Aldis Hodge

Soldier Chuck

David Goodis

Chinese Premiere

Desmond Llewelyn

Chinese Translator

James Gleason

Journalist

Leikstjórn

Handrit

Fín hugmynd en er ekki að gera sig
Veit ekki alveg hversu mikið ég ætti að skrifa um jafn þunna mynd og "American Dreamz" en hún sýnir samt vel hvernig sjónvarpsefni er að verða í dag, þunnt, leiðinlegt og endalausir raunveruleikaþættir.
Allir sem horfa á myndina átta sig strax á hverju verið er að gera grín að, raunveruleika þáttum, George Bush og stelpum sem gera hvað sem er til þess að komast í sjónvarpið og verða frægar.
Mynd í meðallagi sem væri í lagi að horfa á ef ekkert væri á öðrum sjónvarpsstöðvum, videoleigan lokuð og eingin heima til að spila við.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Beittari húmor, takk!
Það má alltaf hafa gaman af góðri satíru þar sem skotmarkið er nútíma samfélag. American Dreamz er klárlega einn stór brandari á bandaríkin. Þetta er sömuleiðis galli. Myndin er alltof upptekin við það að reyna að gera grín að bandaríkjunum (hvort sem það tengist stjórnmálum, stereó-týpum eða raunveruleikasjónvarpinu) og það veldur eiginlega því að nokkur vottur af söguþræði fuðrar upp og eftir stendur voða innihaldslaus satíra með fáeinum góðum sprettum, nokkurn veginn eins og SNL.

Síðan verð ég að viðurkenna, að þrátt fyrir að hún skjóti á heitustu málefnin, t.d. forsetann eða Idol-ið, þá er hún hallærislega væg og þjáist húmorinn pínulítið fyrir það. Ef maður ætlar að gera satríu á bandaríkin (sem er ekki óvinsælt í dag), því þá ekki ganga alla leið?

Dennis Quaid gerir sína bestu Bush-eftirhermu og stendur sig þokkalega. Hugh Grant á nokkrar góðar línur og Mandy Moore túlkar staðalímynd Idol-ljóskunnar með prýði. Jafnvel er hálf skondið að sjá þarna Willem Dafoe í mjög áberandi Dick Chaney-gervi. Maður brosir mikið yfir þessu öllu saman, en einhvern veginn fær maður þá tilfinningu að þetta gat hafa orðið svo miklu, miklu fyndnara. Einhverra hluta vegna fór ég að hugsa hvað South Park-gaurarnir hefðu gert með svona efni. Þetta býður upp á svo margt, en Paul Weitz fór öruggu leiðina og reynir að skemmta manni jafnóðum. Virkar ekki alveg.

Það hefði samt verið betra að þræða einhvern ákveðin söguþráð með öllu innihaldinu, í stað þess að hafa myndina flæðandi út í allar áttir. Ojæja...

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

American Dreamz er einn stór brandari um Bandaríkin, það er enginn skýr söguþráður né nein markmið sett fram fyrir utan það að dissa hver einustu pólitísku og samfélagsgildi bandaríkjamanna. Í staðinn fyrir skýran söguþráð fáum við mikið af furðulegum persónum af öllum gerðum, allt frá nettheimska forsetanum til kvenlega hommans. Dennis Quaid leikur forsetan mjög skemmtilega, það er greinilegur Bush þarna inn í honum og svo er það Hugh Grant sem kom líka með eitt þá bestu brandarana en það var þó Willem Dafoe sem var nálægt því að stela myndinni þrátt fyrir sitt litla hlutverk. Hver einasti leikari var góður, allir pössuðu í hlutverkin sín sem er stór plús fyrir American Dreamz. Endinn skilur mann þó eftir svolítið tóman, þar sem enginn söguþráður er til staðar þá endaði myndin á varla neinum endi. American Dreamz er bara skemmtileg og fyndin á sinn eigin hátt, og virkar mjög vel sem sýrð ádeila á bandaríkjamenn, tvær og hálf stjarna er hentugt þetta skiptið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn