Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Date Movie 2006

Frumsýnd: 31. mars 2006

Everyone wants a happy ending.

83 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 7% Critics
The Movies database einkunn 11
/100

Grínútgáfa af rómantískum gamanmyndum. Julia Jones hefur fundið þann eina rétta, hinn mjög svo breska, með hið mjög óheppilega nafn Grant Fockyerdoder. En áður en þau geta haldið sitt Big Fat Greek Wedding, þá þurfa þau að Meet the Parents, redda sér Wedding Planner, og eiga við vin Grant, Andy, sem vill koma í veg fyrir Best Friend´s Wedding.

Aðalleikarar

Alyson Hannigan

Julia Jones

Eddie Griffin

Frank Jones

Jennifer Coolidge

Roz Funkyerdoder

Fred Willard

Bernie Funkyerdoder

Tony Cox

Hitch

Adam Campbell

Grant Funkyerdoder

Charlie Dell

Justice of the Peace

Tom Lenk

Frodo

Leikstjórn

Handrit

Síðan hvenær var King Kong deitmynd?
Alltaf þykir mér gaman að sjá hressa grínmynd sem hefur eitthvað nýtt og skemmtilegt fram að færa. Date Movie er því miður ekki slík mynd, og hvergi nálægt því!

Hún notfærir sér svipaða grunnhugmynd og Scary Movie-myndirnar (ásamt líklega Not Another Teen Movie – ef einhver man þá enn eftir henni) hafa notast við nema nú eru það formúlukenndu, rómantísku klisjurnar sem fá að kenna á því, eða svo hélt ég a.m.k.

Jú jú, myndin skellir nokkrum titlum í hrærivél á borð við My Big Fat Greek Wedding, My Best Friend’s Wedding, Bridget Jones, Pretty Woman en útaf einhverjum ástæðum þá eru þarna Meet the Parents/Fockers, Napoleon Dynamite, Hitch, Mr. & Mrs. Smith, Kill Bill (?), Lord of the Rings (??), King Kong (!!)... Ég get haldið lengi áfram.
Allavega, sumum þykir þetta örugglega voða sniðugt og nett fyndið. Mér persónulega fannst þessi mynd vera ófyndin út í gegn, og meira niðurdrepandi til áhorfs.

Hún er furðulega þreytt og í sumum tilvikum langdregin. Hún kemur með eitt og eitt skot sem hægt er að glotta yfir, eða mig minnir svo... Get hins vegar ekki sagt að einhver ákveðin augnablik hafi staðið upp úr.

Date Movie er bara pjúra tímasóun, og það er lýsing sem ég hika ekki við að fullyrða. Í bland við það er myndin leiðinleg og örvæntingarfull, og ekki sé ég fyrir mér að nokkur einstaklingur undir ca. 14 ára aldri muni sjá eitthvað gott í þessu.

2/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ouch. Þetta er ömurleg mynd hún er fokking hræðileg ég glotti ekki einu sinni aldrei í gegnum alla helvítis myndina (afsakið orðbragðið en þess mynd á það skilið) í alvöruni fólk þetta er ömurleg mynd hún er nágkvæmlega ekkert fyndin hún er illa leikin og illa leikstýrð. það er oftar en einu sinni reynd að gera grín af öðrum og miklu betri myndum og mistekst það alveg hræðilega eins og allt annað sem var reynd í þessari mynd. Að horfa á þessa mynd var eins og einhver hefði stungið nál í augun á mér og sprautað blásýru í þau og eftir það rifið þau út og nauðgað þeim. þetta er með verstu myndum sem ég hef nokkrun tíman séð og mæli ég eindregið með að þið horfið aldrei á hana og forðist hana. ekki horfa á þessa mynd !!!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar ég fór á þessa mynd bjóst ég við að sjá eitthvað svipað því sem ég sá í auglýsingunni. Var reyndar nokkuð spenntur fyrir henni. Ótrulegt hvað ég hafði rangt fyrir mér! Það eina sem ég sá var það sem var í auglýsingunni, nema hvað að það voru aðeins lengri útgáfur af bröndurunum. Brandararnir voru langdregnir og margir bara ekkert fyndnir. Þetta er mynd sem virðist skemmtileg og fyndin en langdregnir brandarar og lítill söguþráður skapa hina fullkomnu tíma- og peningaeyðslu og svei mér þá ég mæli gegn því að fólk fari á þessa mynd þar sem hún er langt í frá penginganna virði!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

12.01.2023

Bíósalirnir á höfuðborgarsvæðinu - Frá verstu til bestu

Heimir Bjarnason kvikmyndagerðarmaður skrifar: Kvikmyndahús á Íslandi eru með þeim betri í heiminum. Undanfarin ár hafa miklar breytingar átt sér stað. Það virðist sem samkeppnin milli kvikmyndahúsanna sé ekki...

17.01.2023

Bestu og verstu bíósalirnir á höfuðborgarsvæðinu

Það er engu líkt að sækja kvikmyndahús og njóta magnaðrar bíómyndar í bíósal eins og oft er til ætlast. Það snýst vissulega ekki aðeins upplifunin um stærð tjaldsins heldur almenn gæði og þægindi salarins. En...

29.07.2017

Verstu leikstjórar aldarinnar

Eftir að gagnrýni-vefsíðan Metacritic, sem safnar saman gagnrýni héðan og þaðan og býr til vegið meðaltal, útnefndi Alfonso Cuarón sem besta leikstjóra 21. aldarinnar, þá hefur síðan nú gengið skrefinu lengra, og...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn