Náðu í appið
Bönnuð innan 14 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

A Little Trip to Heaven 2005

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 26. desember 2005

There is no such thing as a no fault death.

98 MÍNEnska

Maður með vafasama fortíð deyr í harkalegu bílslysi utan alfaraleiðar. Tortryggni vaknar þegar í ljós kemur að maðurinn var líftryggður fyrir himinháa fjárhæð. Abe Holt (Forest Whitaker), starfsmaður tryggingafyrirtækisins er sendur á vettvang til að rannsaka málið. Isold, systir mannsins (Julia Stiles) er bótaþegi líftryggingarinnar og býr ásamt manni... Lesa meira

Maður með vafasama fortíð deyr í harkalegu bílslysi utan alfaraleiðar. Tortryggni vaknar þegar í ljós kemur að maðurinn var líftryggður fyrir himinháa fjárhæð. Abe Holt (Forest Whitaker), starfsmaður tryggingafyrirtækisins er sendur á vettvang til að rannsaka málið. Isold, systir mannsins (Julia Stiles) er bótaþegi líftryggingarinnar og býr ásamt manni sínum á afskekktu býli skammt frá slysstaðnum og þangað leggur Abe Holt leið sína. Við tekur spennandi og óvænt atburðarás sem heldur áhorfendum föngnum allt til enda.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Vel unnin mynd úr smiðju Baltasár Kormákar.



Varð ekki undir vonbrigðum þegar ég sá hana, og með leikara valið.

Án efa ein flottasta, og skemmtilegasta, íslenska kvikmyndin sem hefur komið út.



Tæknibrellurnar ekki slæmar í myndinni, og er klippingin sem lýsinging til fyrirmyndar.

Væri gaman að sjá eitthvað meira í þessum dúr, auðvitað bara með meiri hasar.



En þessi mynd er einmitt nokkuð róleg, en alveg með spennandi söguþræði sem og atriðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór á myndina í kvöld og var ekki með miklar væntingar eftir að hafa lesið hérna um myndina að hún hefði byrjað vel og svo farið niður á við eftir því sem leið á myndina. Einnig sagði vinur minn við mig að ég myndi líklega ganga út af myndinni. Þannig að væntingar mínar voru nánast engar, nema bara að því leytinu til að Julia Stiles var að leika í myndinni, sem er leikkona sem ég hef alltaf haldið upp á.

En þessi mynd kom mér á óvart. Ég hef aldrei haldið mikið upp á íslenskar myndir, en þessi mynd er án efa ein af þremur bestu íslensku myndum sem ég hef séð. Hinar eru Benjamín dúfa og Þegar djöflaeyjan rís.

Ég ætla ekki að lýsa söguþræði myndarinnar en þessi mynd er ekki fyrirsjáanleg eins og svo margar myndir eru. Hún kom á óvart. Einnig var tónlistin í myndinni hreint og beint snilld.

Þetta er mynd sem maður má ekki missa af, hvort sem þú munt sjá hana í bíó eða á video... Hún er SNILLD!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þar sem ég er ekki mikill aðdáandi Baltasars Kormáks, var ég nokkuð laus við ofuvæntingar til þessarar myndar, bjóst ekki við neinu sérstöku enda búinn að heyra frá ýmsum að hún væri nú ekkert snilldarverk. Því gat ég alveg eins átt von á að hún gæti komið mér skemmtilega á óvart. Var reyndar búinn að sjá trailerinn sem mér fannst ekki segja mér neitt um hvað myndin væri.


Ætla að byrja á að viðurkenna að ég pældi meira í flestum atriðum en ég geri venjulega með dæmigerða Hollywood-mynd, kannski ekki skrítið, en það getur verið ástæða þess að ég dæmi þessa mynd frekar hart.


Helsti kostur myndarinnar að mínu mati er fín myndataka og alveg brilliant tónlist eftir Mugison (sem er bara snillingur). Forest Whitaker lék bara helvíti vel en sama er ekki að segja um Juliu Styles. Ég veit ekkert um þessa leikkonu en hennar leikur var bara flatur og líflaus. Veit ekki hvort það er henni að kenna alfarið eða bara slakri leikstjórn. Jeremy Renner (Fred/Kelvin) var ágætur.


Það sem stakk mig mest var leikmyndin sem mér fannst oft ótrúverðug og yfirdrifin. Alltof mikið um svona spreyjaða drullu og snjó sem var mjög gervilegt. Sem Íslendingur er ég alltaf viðkvæmur fyrir því að snjór sé ekki úr plasti heldur ekta.


Sagan var ágæt að ýmsu leyti og myndin náði alveg að halda athygli manns. Maður var forvitinn að vita hvað myndi gerast næst og það var enginn dauður punktur í henni. Fínt flæði. En mér fannst helst til mikið um svona dæmigerðar Hollywood-klisjur. Sem dæmi: Vetvangur slyss... lögreglan vaktar staðinn og mannfjöldi hefur safnast að og stendur fyrir aftan gula borðann. Máður kemur að, röltir í gegnum hópinn, stígur létt yfir borðann og inn á lokaða svæðið án þess að löggan geri við það athugasemd. Svona dæmigerð sena sem maður hefur séð milljón sinnum áður. Fleira í þessum dúr má sjá en ég ætla ekki að fara skemma fyrir og blaðra um það.


Það vara gaman að sjá fallegt íslenskt landslag inná milli og kunnuglega staði í Reykjavík og annarsstaðar á landinu. Æ, kannski er þetta bara ágætis mynd eftir allt. En samt... var ekki alveg nógu ánægður með hana.


Stærsti mínus, slakur leikur í heildina, hvort sem það er leikurum eða leikstjóra að kenna.




Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Litle trip to Heaven er eins og lang flestir íslendingar vita eftir Baltasar Kormák.

Myndin er lauslega um ungann mann sem vinnur hjá tryggingarstofu, sem þarf að rannsaka dauðaslys sem gerist í litlum smábæ í bandaríkjunum, og þegar hann kemur á staðinn sér hann strax að það er ekki allt með feldu.


Myndin fannst mér í fyrstu bara lofa mjög góðu, en svo fór svolítið að draga á myndina. Mér fannst ávalt mjög skrítið að hún væri tekin öll á íslandi því það sést svo greinilega að myndin er á íslandi. Kannski því maður býr á íslandi. En ég furða mig oft á því af hverju hún var ekki bara tekin upp í bandaríkjunum. Framleiðslan hafði þá kannski verið dýrari.


Tónlistin er reyndar frábær, og myndin er rosalega dimm og drungaleg, og myndatakan er mjög góð, einnig fannst mér leikaranir standa sig mjög vel allavega Forest Whitaker sem er í miklu uppáhaldi hjá mér, hann var mjög góður. En söguþráðurinn er frekar þunnur, og leiðinlegur, fannst mér allavega. En Baltasar sýnir hér samt hversu grimm tryggingarfélögin eru. Þú færð ekki peningana út af þessu og þessu. Og það er líka eins fólk í bandaríkjunum séu alltaf að reyna að fá eitthvað frá tryggingunum með einverju svindli.


Myndin fannst mér ágæt, nema bara því miður söguþráðurinn var ekki nógu góður, sem er mjög mikilvægt, eins og flestir vita. En eins og ég sagði áðan þá var myndatakan góð, leikur góður, tónlisttin líka, og það kom svona inn á milli skemmtileg atriði, en ég var því miður ekki nógu heillaður.



Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

22.08.2016

Styttist í mikilvægustu verðlaunin

Tilkynnt verður þann 30. ágúst nk.  hvaða fimm norrænu kvikmyndir eru tilnefndar til hinna eftirsóttu Norrænu kvikmyndaverðlauna. Allar myndirnar verða sýndar á norrænni kvikmyndaveislu í Háskólabíói 15. - 18. septemb...

18.08.2015

Nýtt í bíó! Hitman: Agent 47

Spennumyndin Hitman:Agent 47 verður frumsýnd á morgun, miðvikudaginn 19. ágúst,  í Smárabíói, Háskólabíói, Egilshöll og Borgarbíói Akureyri. Hitman: Agent 47 byggir á vinsælum tölvuleik. Myndin hverfist um ...

10.05.2013

Frumsýning: The Numbers Station

Sena frumsýnir spennumyndina The Numbers Station í dag, föstudag, í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri sem og á VOD-leigum Símans og Vodafone. Í tilkynningu frá Senu segir að hér sé á ferðinni spennutryl...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn