Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Fog 2005

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 20. janúar 2006

Their PAST Has Come Back To HAUNT THEM

Enska
Rotten tomatoes einkunn 4% Critics
The Movies database einkunn 27
/100

Íbúar Antonio eyjar, rétt undan ströndum Oregon, eru að fara að afhjúpa styttu til heiðurs mönnunum fjórum sem stofnuðu bæinn árð 1871. Nick Castle er einn af afkomendum mannanna, og rekur fiskibát, og notar bátinn, The Seagrass, til að flytja ferðamenn. Þegar kærasta hans Elizabeth Williams snýr aftur til eyjarinnar eftir sex mánuði í New York, þá byrja... Lesa meira

Íbúar Antonio eyjar, rétt undan ströndum Oregon, eru að fara að afhjúpa styttu til heiðurs mönnunum fjórum sem stofnuðu bæinn árð 1871. Nick Castle er einn af afkomendum mannanna, og rekur fiskibát, og notar bátinn, The Seagrass, til að flytja ferðamenn. Þegar kærasta hans Elizabeth Williams snýr aftur til eyjarinnar eftir sex mánuði í New York, þá byrja skrýtnir hlutir að gerast, þar á meðal hrottaleg dauðsföll og dularfull þoka sem leggst yfir. Þegar Elizabeth rennur og dettur í sjóinn, þá finnur hún gamalt rit frá árinu 1871, eftir Patrick Malone, einn af stofnendum bæjarins. Ritið segir frá því þegar maður að nafni Blake keypti hálfa eyjuna til að nota sem holdsveikranýlendu. Á leið til Antonio eyjar þá svíkja þeir Castle, Wayne, Williams og Malone Blake. Mennirnir fjórir læsa Blake og hans fólk inni í bátnum þeirra, stela peningum og eignum, og kveikja svo í skipinu, og drepa alla um borð. Draugar Blake og hans fylgismanna, hafa nú risið upp úr votri gröf sinni til að hefna sín á afkomendum fjórmenninganna. ... minna

Aðalleikarar

Tom Welling

Nick Castle

Maggie Grace

Elizabeth Williams

Paul Sanchez

Stevie Wayne

DeRay Davis

Spooner

Kenneth Welsh

Tom Malone

Adrian Hough

Father Robert Malone

Mary Black

Aunt Connie

Jonathon Young

Dan The Weatherman

Scott Andrew Ressler

Captain William Blake

Christian Bocher

Founding Father Patrick Malone

Charles Andre

Founding Father Norman Castle

Leikstjórn

Handrit


Þetta er án efa lélegasta mynd sem mannkynið hefur gefið út, skil ekki hvernig framleiðendurnir gátu framleitt myndina ?, Ætli það hafi ekki verið bundið fyrir augun á þeim þegar þeir skoðuðu myndina... allaveganna er þessi mynd um að einhverja morðóða þoku sem er að ráðast á saklaust fólk á eyju og rafmagnið dettur af sumstaðar þegar þokan kemur.. gef henni rétt svo hálfa stjörnu fyrir að Smallville gaurinn er eini gaurinn sem stóð sig vel..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Tja ég veit ekki hvað skal segja



Það er nú bara janúar og hún er strax komin á tilnefningarlistann minn fyrir verstu mynd ársins.



Þessi mynd er enganvegin að gera sig, söguþráðurinn er óspennandi og í raun mjög heimskulegur.



Ég fór bara á hana í bíó með því hugarfari að þetta væri allveg hevy hryllingsmynd. En allt kom fyrir ekki, þessi mynd er bara eintómt bull og allt lélegt við hana. Ég sé eftir 800 kallinum sem ég boraði fyrir miðann á hana. Mæli alls ekki með henni. Eina ástæaðn fyrir að ég gef henni þó þessa einu stjörnu að það voru flottar gellur í henni.



Þetta er endurgerð á kvikmynd sem að misheppnaðist gjörsamlega, hef nú ekki séð þá upprunarlegu en það er allt tilgangslaust við þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fyrir alla þá sem bíða spennt fyrir að sjá þessa mynd í bíó og hugsa geggjuð hryllingsmynd, þá hafa þau því miður rangt fyrir sér. Þessi mynd er líklegust hjá mér að hreppa verstu mynd ársins hjá mér og samt er bara januar. OK OK þetta HEFÐI getað orðið svona ágætis hryllingsmynd með smá frumleika að hafa þoku sem svokallað draug eðavonda kallinn en hvernig handritið er þá er þetta bara kjánaleg mynd og er heimskuleg. Ég átti erfitt að sitja í salnum yfir þessari mynd hún fór bara í taugarnar á mér. Ég reyndi fyrstu 15min af myndinni að gefa henni séns en bara það fór í mig hversu illa þau léku þá meina ég sérstaklega Smallville gaurinn sem ég segi tvímælalaust hafi verið besti leikarinn þarna. Að vísu hafa hryllingsmyndirnar þróast og nú er málið að láta bregða fólk(svona 12ára gelgjustelpum) í stað fyrir að hafa góðan söguþráð. Ef þið viljið vera hrædd farið þá á Hostel trúið mér hún er peningana virði en ekki þessi og ég þurfti ekkert að borga á the fog og fekk meira segja húfu í kaupæti(En frábært!). En allavegna ein stjarna fær fyrir að REYNA láta fólk bregðast og ágætlega leikstýrð...bless bless
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fyrir um 100 árum var skip að leita að hæli til að vera á. En það var svikið af bænum. Nú eru draugarnir úr skipinu vaknaðir og tilbúnir til að hefna sín á öllum sem verða fyrir sem þoka.

Rólegt sjávarþorp verður skyndilega vart við þykka þoku sem leggst yfir bæinn. Í þokunni virðast leynast óhugnarleg öfl því óhöpp og dauðsföll fylgja hvert sem þokan fer!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

09.02.2016

"Bómullarþoka" fyrir safnara

Margir eru á því að „The Fog“ eftir meistara John Carpenter er klassísk draugamynd en fáir hafa líklega búist við því að hasarmynda „fígúra“ yrði gerð eftir henni. En viti menn! Hún er mætt á svæðið. ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn