Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Layer Cake 2004

(L4yer Cake)

Justwatch

Frumsýnd: 27. maí 2005

105 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 81% Critics
The Movies database einkunn 73
/100

Duglegur kókaínsali sem nýtur velgengni, er búinn að öðlast virðingu á meðal aðal mafíósanna í Englandi. Hann áætlar núna að hætta störfum. Mafíuforinginn Jimmy Price vill hinsvegar fá hann til að vinna fyrir sig verkefni; að finna Charlotte Ryder, dóttir vinar hans Edward sem hefur verið týnd, en Edward er stórtækur og valdamikill í byggingariðnaðinum... Lesa meira

Duglegur kókaínsali sem nýtur velgengni, er búinn að öðlast virðingu á meðal aðal mafíósanna í Englandi. Hann áætlar núna að hætta störfum. Mafíuforinginn Jimmy Price vill hinsvegar fá hann til að vinna fyrir sig verkefni; að finna Charlotte Ryder, dóttir vinar hans Edward sem hefur verið týnd, en Edward er stórtækur og valdamikill í byggingariðnaðinum og tíður gestur í slúðurpressunni. Það sem flækir málin er tveggja milljóna punda virði af alsælu, illskeyttur nýnasistahópur og allskonar svik og prettir. Titill myndarinnar, Layer Cake, eða lagkaka, vísar til þeirra mörgu laga sem þarf að fara í gegnum á leiðinni á toppinn. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Layer Cake er mjög bresk mynd. Ef maður ætlar að nefna eitthvað svipað dettur manni helst í hug lock stock and two smoking barrels þó að þessi mynd sé kannski ekki jafn kaldhæðin. Hér er maður að segja frá lífi sínu. Hann er geislega varkár eiturlyfjasali, hann stendur sig mjög vel og er ekkert að lenda í vandræðum. Svo akkurat þegar hann ákveður að hætta lendir hann í miklum vandræðum sem eiginlega er ekkert hægt að lýsa því það myndi eiðileggja of mikið. Ég hafði alveg rokkna gaman af þessari mynd og mæli með henni, hún er svöl, fyndinn og aldrei dull móment.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Alveg hreint drullugóð ræma með honum Daniel Craig í aðalhlutverki, þeim hinum sama og lék ógeðslega son Paul Newman í Road to Perdition. Sultufínn leikari.

Fjallar um kókaínsala sem kemst aldeilis í hann krappann og þarf að taka á honum stóra sínum til að komast gegnum eilítið vandamál, þegar allt sem hann langar að gera er að negla fröken Miller. Ein af skemmtilegustu myndum sem ég hef séð á þessu ári,og hef ég séð helling.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Craig er töffari
Layer Cake er vel gerður og nokkuð þéttur glæpaþriller að hætti breta. Hún setur sig örlítið í stíl við aðrar ræmur á borð við Lock, Stock og Snatch. Hins vegar er samanburður á milli þeirra mynda fremur ósanngjarn, þar sem að myndir Guys Richie snérust meira um húmor, kaldhæðni og bjuggu yfir aðeins léttara andrúmslofti. Layer Cake er aðeins meira í alvarlegri kantinum.

Hún er hrá, stundum köld og ljót og höfðar hún líklegast meira til þeirra sem höfðu gaman af titlum á borð við Reservoir Dogs, Sexy Beast og Gangster No. 1. Handritið er snúið og spennandi, með skemmtilega margslungnum söguþræði og nokkrum hrikalega fyndnum línum.

Leikararnir eru flestir úr B-listanum, en það gerir myndina ekkert verri fyrir það. Daniel Craig (sem einhverjir muna kannski eftir úr Some Voices, annars ættu mainstream-fíklarnir að þekkja hann úr Tomb Raider) er drullugóður og kemur með alveg einstaklega áhugaverðan karakter. Það er eitthvað ferskt við þann sem hann leikur, líklegast útaf því að persóna hans er mun jarðbundnari heldur en dæmigerðu krimmarnir í bíómyndum sem lifa öll skotsár af og þekkja leið úr öllum andskota sem þeir lenda í.
Minni hlutverk eru annars vel höndluð, og leikstjórnin er virkilega góð. Matthew Vaughn keyrir myndina á góðum hraða og skiptingar hans á milli atriða koma oftast svei mér vel út.

Helsti galli myndarinnar er sá - vegna sökum margra persóna - að hún verður á pörtum pínu ruglingsleg, og þar sem að breskar glæpamyndir eru ekki eins hlynntar því að stoppa og útskýra hlutina eins áberandi fyrir áhorfendum og margar bandarískar myndir gera, þá tekur tíma að melta þetta. Notkun tónlistarinnar er annars alveg einstök. Myndin er drekkhlaðin góðum tónum sem smellpassa við myndina og halda henni, ásamt flæðinu, vel gangandi.

Layer Cake er í sjálfu sér solid afþreying. Kannski tæpt að hún veki eins mikla kátínu og t.d. Snatch gerði, þar að auki skilur hún minna eftir sig. Samt gott áhorf frá afar eftirtektarverðum leikstjóra sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Layer cake er miðlungsmynd. Byrjar vel, fyrstu fimm mínúturnar eða svo eru mjög góðar, ég hélt að þetta ætlaði að verða mjög góð mynd og hugsaði mér gott til glóðarinnar en svo fór myndin að þynnast og olli mér töluverðum vonbrigðum. Söguþráðurinn er soldið ruglningslegur og satt að segja áttaði ég mig ekki alveg á honum en ég fylgdist samt það vel með að ég sá að myndin snerist aðallega um dópneyslu,glæpi og spillingu(same old,same old). Það er að vísu ýmislegt sem ég get hrósað myndinni fyrir,hún er vel klippt,myndatakan er á köflum góð og leikaranir sem flestir eru óþekktir standa sig vel. Enginn af þeim á stórleik beint en eru samt fínir miðað við svona litla og ódýra mynd. Áður en ég lýk þessari umfjöllun verð ég aftur að minnast á hvað ég var svekktur þegar myndin sveik mig svona,byrjar snilldarlega en fer síðan út í eitthvað fokk. Ekki kannski tímasóun beint en þetta er soldið tilgangslaust. Þó skemmtir maður sér á köflum örlítið og því er tvær stjörnur minn dómur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

21.10.2018

Annabelle 3 fær Warren hjónin

Deadline kvikmyndavefurinn greinir frá því að rannsakendurnir Ed og Lorraine Warren muni verða á meðal persóna í Annabelle 3 hrollvekjunni, sem er hluti af The Conjuring hrollvekjuseríunni, en hjónin eru þar í aðalhlutverki við a...

30.04.2018

Djöfulóð Annabelle 3 hrellir okkur á næsta ári

Framhaldsmyndir eru sívinsælar í draumaborginni Hollywood eins og toppmynd nýliðinnar helgar, Avengers: Infinity War, ber glöggt vitni um. Hrollvekjuseríur hafa einnig notið mikilla vinsælda um árabil, og þar má strax nefna hinn svo...

03.04.2017

Dúkka og djöfull í fyrstu Annabelle: Creation stiklunni

Fyrsta stiklan er komin út fyrir hrollvekjuna Annabelle: Creation, sem áður gekk undir nafninu Annabelle 2. Leikstjóri er Lights Out leikstjórinn David F. Sandberg, og framleiðandi er Saw og Conjuring leikstjórinn James Wan. ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn