Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

Birth 2004

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 21. janúar 2005

Be careful what you wish for.

100 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 39% Critics
The Movies database einkunn 51
/100

Anna er ung ekkja sem er loksins búin að ná tökum á lífi sínu eftir að eiginmaður hennar, Sean, dó, fyrir tíu árum síðan. Nú þegar hún er trúlofuð Joseph og gifting er á næsta leiti, þá hittir hún tíu ára gamlan dreng í afmæli móður hennar, sem segir henni að hann sé Sean endurholdgaður, og Anna trúir honum. Þó að saga hans sé óþægileg og... Lesa meira

Anna er ung ekkja sem er loksins búin að ná tökum á lífi sínu eftir að eiginmaður hennar, Sean, dó, fyrir tíu árum síðan. Nú þegar hún er trúlofuð Joseph og gifting er á næsta leiti, þá hittir hún tíu ára gamlan dreng í afmæli móður hennar, sem segir henni að hann sé Sean endurholdgaður, og Anna trúir honum. Þó að saga hans sé óþægileg og fráleit, þá á Anna erfitt með að gleyma því sem hann sagði. Aukin samskipti hennar við drenginn, sem kærasti hennar er ekki á eitt sáttur við, leiðir hana til að hugleiða hvaða leiðir hún hefur valið í lífinu. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Hvað var ég að horfa á??
Ég er oftast þannig að sama hversu slöpp bíómyndin er sem ég er að horfa á, þá reyni ég a.m.k. að finna eitthvað jákvætt við hana. Það því miður stóðst ekki hér.

Birth er tóm steypa og ekkert annað, og hugsanlega einhver misheppnaðasta tilraun fyrir drama sem ég get ímyndað mér. Sagan er súr, og þá ekki á góðan máta, hún er bara það sýrð og bjánaleg að ég er viss um að hvorki David Lynch né Kubrick heitinn hefðu getað gert betur.

Annars er myndin bara grútleiðinleg, og á allan hátt óspennandi. Það gerðist nákvæmlega EKKERT í þessari mynd! Ég sat í bíóinu og barðist fyrir að sjá eitthvað gott í þessu en ég gat það ekki. Því meira sem ég reyndi, því meira pirraður varð ég. Ekki einn hlutur fannst mér áhugaverður.

Varla reyndi ég að taka tillit til frammistöðu Nicoles Kidman því ég hugsaði allan tímann: Hvað var hún að hugsa?!?! Eins og The Stepford Wives hafi ekki verið nógu mislukkuð þarf hún að láta akkerið ennþá neðar síga. Stíllinn - þótt vandaður sé - er líka glataður. Eitthvað hefur Jonathan Glazer reynt að sýna hversu listrænn hann getur verið, en það gengur ekki. Hann reynir að skapa eitthvað ''silent movie-þema,'' en niðurstaðan þar er glæpsamlega léleg. Ég trúi þessu varla upp á manninn. Hann gerði hina fersku og geðsjúku Sexy Beast fyrir nokkrum árum og sýndi góð tilþrif þar. En þessi mynd ofnotar tilgangslaus atriði og teygir úr þeim óþarft (helst ber að nefna byrjunina. Þeir sem hafa séð myndina hljóta að vita hvað ég á við) ásamt því að vera óviljandi fyndin talsvert oft.

Sú tilfinning sem ég upplifði eftir þessa mynd er ólýsanleg. Það má vel vera að ég ''fatti'' bara ekki hvað hún er að segja, þ.e.a.s. ef hún er eitthvað að reyna að segja við áhorfandann. En myndin sem ég sá er bara eins og ein viðurstyggilega langdregin og þreytandi sápuópera. Þessi einkunn er afar sjaldgæf hjá mér, en Birth fannst mér eiga ásinn svo sannarlega skilið.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

27.01.2022

Martröð eða kanínuafmæli

Tvær skemmtilegar kvikmyndir koma í bíó á morgun, föstudaginn 28. janúar. Önnur er fyrir okkur fullorðna fólkið en hin er meira fyrir börnin og alla fjölskylduna. Ný mynd frá Óskarsverðlaunaleikstjóranum Gui...

21.02.2021

Pólitísk skautun í WandaVision

Seinustu árin hafa verið áhugaverð og hræðileg. Upprisa öfgahópa víða um heiminn, aðallega á hægri væng, öskra hæst um mestmegnis ímynduð vandamál sem þeir telja ógna eigin tilveru. Sundrungin í samfélagin...

20.05.2020

Skorað á Christopher Nolan að fresta Tenet

Margir bíða óþreyjufullir eftir nýjum fregnum af komandi stórmynd leikstjórans Christopher Nolan. Þessi nýi hasartryllir leikstjórans ber heitið Tenet og ríkir mikil leynd yfir söguþræði hans en sumir í leikhópnu...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn